Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 83
vikum stafar það af því að þeir þurfa að sinna öðrum verk- efnum og eru ekki nægjanlega margir til að sinna sjúklingum á gát til jafns við aðrar stéttir. Einn viðmælenda sagði: „En ég held að álagið sé o — sko, ég held það ekkert, ég veit það — það er stanslaust álag á starfs- mönnum á gólfinu. Og o illa mannað, sérstaklega miðað við kannski ástand sjúklinganna. Engar pásur, stanslaus keyrsla, þú veist í átta tíma, sko. Gríðarlegt álag …“ Í viðtali við einn þátttakanda kom fram að meta þyri hvort hægt væri að dreifa álaginu með því að hafa meiri sveigjanleika við framkvæmd gáta, t.d. með því að meta hvaða starfsfólk sinnti ákveðnum sjúklingum, hvort heppilegt væri að færri sinni sama sjúklingi en í lengri tíma í senn o.s.frv. Einn viðmæl- andi benti á að stundum væri álagið svo mikið og streitan sem fylgdi því að sinna árásargjörnum sjúklingum, að hann velti fyrir sér hvort það væri þess virði að halda áfram í starfi: „Og ég … ég fór að hugsa …, sko, bara hérna … varðandi, sko, af því að menn eru mikið búnir að ræða, sko, álagið undanfarið og … og þetta sé ekki þess virði. Menn eru að hætta og menn eru að fara í aðra vinnu og svona, sko, út af þessu.“ Þátttakendum fannst mjög mikilvægt að nægilegur öldi starfsfólks væri á vakt þegar margir kreandi sjúklingar eru á deildunum svo auðveldara sé að dreifa álaginu og vera þannig betur undir það búinn að bregðast við árásargjarnri hegðun sjúklinga. Það sé hægt að gera ef aðstæður leyfa með því að dreifa sjúklingum um svæði deildarinnar og koma í veg fyrir að órólegir sjúklingar séu saman. Það skipti einnig miklu máli að starfsfólkið sé með sjúklingunum þannig að sjúklingunum finnist að þeim sé sinnt en ekki skildir eir. Að læra að róa sjúklinga að sinna sjúklingi með kreandi hegðun krefst þolinmæði en einnig kunnáttu. Starfsfólk sem er nýkomið til vinnu og hefur litla eða enga reynslu af að starfa við hjúkrunarstörf á geðdeild lítur til reynslumeira starfsfólks, að sögn þátttakenda, og lærir af því hvernig það fer að við að róa sjúklinga og setja þeim mörk. annar vettvangur fyrir starfsfólk til að læra að róa sjúk- linga og koma í veg fyrir oeldi er að sækja námskeið sem haldið er fyrir það og sem sumir þátttakenda sögðust hafa sótt. Þegar viðmælandi sem hefur stutta starfsreynslu var spurður að því hvernig hann fari að því að læra að róa sjúklinga svaraði hann: „Ég myndi segja með því að horfa á einhvern annan gera það … læra af reynslunni líka.“ Að afstýra aukinni spennu Starfsfólk metur og ræður í aðstæður til að átta sig á hvort spennuástand er í uppsiglingu. Þegar það metur að svo sé reynir það að grípa inn í áður en spennan magnast og þróast í árásargjarna hegðun. Í nokkrum viðtalanna kom fram að eir á að hyggja hefði starfsfólk átt að grípa fyrr inn í, t.d. með því að kalla á fleira starfsfólk, því augljóst var að spennan var að aukast. Á móti kom að starfsfólkið taldi það gæti verið íþyngj- andi og jafnvel niðurlægjandi fyrir sjúklinginn ef kallað væri á fleiri og þess vegna var beðið með það í lengstu lög. Á einni deildinni sagði viðmælandi að vinnuandinn væri að einhverju leyti þannig á deildinni að starfsfólkið leysti málin sjál án þess að kalla á hjálp af öðrum deildum. „Rosalega margir eiga erfitt með þetta að … bæði hérna að stíga til baka og ýta strax á litla hnappinn. Þó það væri ekki nema fyrir litla hnappinn, því að þá er alla vega teymið komið af stað, sko. Og … og við vorum … Það sem við vorum sammála um var að við hefðum átt að bara ýta fyrr á litla hnappinn …“ flestir þátttakendur nefndu að veigamikill þáttur í að afstýra árásargjarnri hegðun væri að mynda gott meðferðarsamband við sjúklingana og skapa traust. hér skipta atriði eins og sam- kennd, virðing, auðmýkt og háttvísi miklu máli. Þegar búast má við erfiðum samskiptum við sjúkling þarf starfsfólk að und- irbúa þau áður en þau heast. Það þarf t.d. að meta hvort sjúk- lingurinn er í nógu góðu jafnvægi til að fá færðar erfiðar fréttir eins og að dvöl hans verði framlengd og hvernig honum skuli færðar slíkar fréttir. Viðmælandi sagði svo frá þegar talað var við sjúkling og hann brást illa við: „… kannski … hefði maður, kannski mátt spá í hvort að hann væri tilbúinn til að fá svona erfiðar upplýsingar. Af því að hann var náttúrlega búinn að vera rosalega veikur og með miklar ranghugmyndir og … og aðsókn- arkennd og hitt og þetta, sko.“ Að vinna vel saman Þó starfsfólk láti ekki alltaf í ljós áhyggjur sínar og kvíða þegar spennuþrungnar aðstæður koma upp á deildinni og það verður fyrir árásargjarnri hegðun töldu þátttakendur sig hafa þörf fyrir að tala við samstarfsfólk sitt um þetta þó það sé gert á óform- legan hátt og stundum jafnvel með ívafi af kímni. æskilegt væri þó að það væri gert á skipulagðari hátt eins og verklagsreglur kveða reyndar á um að sé gert, þ.e. að haldin sé úrvinnsla eir öll atvik sem sköpuðu eða gátu skapað hættu fyrir sjúklinga og starfsfólk. Þátttakendur töldu flestir að starfsfólk þyri að vinna vel saman og að tekið sé tillit til skoðanna allra. Teymisvinna væri forsenda fyrir góðu samstarfi. Því þyri að vera vettvangur eða tækifæri fyrir starfsfólk til að ræða saman á faglegan hátt bæði áður og eir að sjúklingur sýnir árásargjarna hegðun til að læra af reynslunni og stuðla enn frekar að því til að fyrirbyggja slíka hegðun. Einn viðmælenda taldi það ákveðinn kost að geta unnið sem mest með sama starfsfólki því þannig þjálfaðist upp ákveðin samvinna og allir þekktu inn á hver annan: „Miðað við það að ég hef náttúrlega mest verið á næturvöktum núna undan - farið, þá sé ég hvað þetta skiptir miklu máli, sko. Þetta bara … það er bara allt annað, sko. Alltaf sömu — sömu jálkarnir, sko — sem eru að koma. Og það eru bara sömu handtökin og við vitum alltaf nákvæmlega hvað er í gangi.“ Að stjórna umhverfi umhverfi á deild getur ha æskileg og óæskileg áhrif á hvernig tekst til við að afstýra árásargjarnri hegðun. Viðmælendur bentu á að húsakynni deilda væru stundum á þann veg að þau hindruðu starfsfólk við að hafa góða yfirsýn yfir deildina. hlutir sem væru fastir, eins og rafmagnsdósir, reykskynjarar o.fl., vektu grunsemdir hjá sumum tortryggnum sjúklingum. Þessu ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.