Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 87

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 87
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 87 Útdráttur Tilgangur: Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila - blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eir áfallið. Þrátt fyrir ölda rannsókna skortir kerfis- bundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum. Tilgangur þessa kerfisbundna fræðilega yfirlits var þríþættur: að samþætta þekkingu um þætti sem hafa áhrif á sálfélagslega líðan SiB-sjúklinga meira en þremur mánuðum eir áfallið; að lýsa tíðni algengra sál- félagslegra einkenna; koma auga á nýja þekkingu og hugsanlegar íhlutanir fyrir hjúkrun. Aðferð: kerfisbundið fræðilegt yfirlit. Stuðst var við aðferð stofnunar joanna Briggs (jBi) og PriSMa-yfirlýsinguna við framsetningu niðurstaðna. Leitað var í PubMed og CinahL að birtum greinum frá janúar 2007 til nóvember 2017. gátlistar frá jBi voru notaðir til þess að meta veikleika frumrannsókna. niðurstöður voru samþættar með „matrix“-aðferðinni. Niðurstöður: Þrjátíu og þrjár greinar voru teknar með í yfirlitið þar sem 5073 einstaklingar með SiB voru rannsakaðir. Sálfélagsleg vanda- mál voru til staðar hjá yfir 50% þátttakenda á öllum tímapunktum: frá þremur mánuðum og upp í 20 ár eir áfallið. fjögur megin - við fangsefni voru greind: (1) Skert lífsgæði, (2) kvíði/þunglyndi, (3) áfallastreituröskun, ótti og sálfélagsleg vanlíðan og (4) breytt at- vinnuþátttaka, félagslíf og samfélagslegar þarfir. Þættir tengdir við SiB voru meðal annars skortur á nánd við maka, tjáskiptavandamál, endurtekin uppriun á áfalli, vitsmunaleg skerðing og hegðunartrufl- anir. forspárgildi sálfélagslegra vandamála voru meðal annars kven- kyn, yngri aldur við áfallið, minni menntun og óstöðug hjú skapar - staða. Ályktanir: niðurstöður samantektarinnar má nýta við gerð kerfis- bundins mats, eirfylgni og upplýsingagjafar til sjúklinga með SiB og ölskyldna þeirra. Vegna hárrar tíðni og alvarlegra afleiðinga sál- félagslegra vandamála er þörf á að heilbrigðisstarfsfólk bregðist mark- visst við þeim vanda sem sjúklingar með SiB standa frammi fyrir. Inngangur Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er algengasta ástæða heilablóðfalls hjá ungu fólki (Turi o.fl., 2017) og er meðalaldur fólks sem fær SiB 50 til 55 ár (Boccardi o.fl., 2017; reinhardt, 2010). Þetta er mun lægri meðalaldur en sést í öðrum tegundum heilablóðfalla (harvey o.fl., 2015; johnston o.fl., 1998). höfuð - verknum, sem o er fyrsta vísbending um SiB, hefur verið lýst af sjúklingum sem óbærilegri sársaukafullri reynslu; líkt og að verða skyndilega skotinn í hnakkann eða verða fyrir sprengingu inni í höfðinu (Linn o.fl., 1998). hætta er á frekari fylgikvillum, m.a. endurblæðingu og/eða æðasamdrætti fyrstu vikurnar (rabinstein o.fl., 2005; van gijn o.fl., 2007). Ljóst er að strax frá áfalli og næstu vikur þar á eir standa sjúklingar andspænis ógnandi einkennum sem lita framtíðina óvissu. Þrátt fyrir að tækniframfarir í læknavísindum undanfarna áratugi hafi aukið lífslíkur og dregið úr fylgikvillum, snúa margir sjúklingar ekki aur til vinnu og eiga erfitt með að ná eðlilegum takti í ys og þys hversdagsins (Passier o.fl., 2011b). Þessa erfiðleika má ekki aðeins rekja til skertrar líkamlegrar færni og virkni heldur hafa einkenni eins og þreyta, kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun mikil áhrif á sálfélagslega líðan (kutlubaev o.fl., 2012). inga Steinþóra guðbjartsdóttir, heila- og taugaskurðdeild B6, Landspítali – háskólasjúkrahús helga jónsdóttir, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús Marianne E. klinke, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eir innan skúmsblæðingu: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit Nýjungar: niðurstöður kerfisbundna yfirlitsins má nota til að útbúa verklagsreglur sem hafa það að markmiði að bæta sálfélagslega líðan einstaklinga eir innanskúmsblæðingu. Hagnýting: há tíðni og alvarlegar afleiðingar sálfélagslegra vandamála einstaklinga eir innanskúmsblæðingu sýnir að þörf er á að heilbrigðisstarfsfólk bregðist markvisst við þeim vanda sem sjúklingar með SiB standa frammi fyrir, svo sem með skipulagðri hjúkrunarþjónustu. Þekking: kerfisbundið fræðilegt yfirlit yfir sálfélagslega líðan fullorðinna einstaklinga eir innanskúmsblæðingu hefur ekki verið birt áður. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: koma þarf á fót sérhæfðri fræðslu til einstaklinga með SiB og aðstandenda þeirra fyrir útskri af heila- og taugaskurðdeild sem tekur meðal annars til sálfélagslegra einkenna eir heimkomu og bjargráð. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.