Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 110
Útdráttur
Tilgangur: Þegar ungt fólk byrjar í framhaldsskóla er það líklegra til
að stunda áhættuhegðun, eins og að neyta áfengis, heldur en þeir sem
yngri eru. Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að
meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi
áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað
skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.
Aðferð: Þróun skimunartækisins hEiLung byggðist á kenningu um
seiglu, fræðilegri úttekt á rannsóknum um heilbrigði unglinga og ungs
fólks og skoðun á matstækjum og skimunartækjum sem notuð hafa
verið til að meta heilbrigði (áhættuhegðun, áhættuþætti og verndandi
þætti) ungs fólks. Á undirbúningsstigi voru spurningar metnar af
fjórum sérfræðingum og var það auk þess lagt fyrir sex ungmenni.
Niðurstöður: Þegar undirbúningsvinna hEiLung var komin á loka-
stig innihélt það 34 spurningar. Spurningarnar komu inn á andlega,
líkamlega, félagslega og kynferðislega þætti voru en einnig um lífsstíl
ungs fólks og gefa þannig heildræna sýn á heilbrigði þess. Það tekur
2–4 mínútur að svara spurningunum. Skimunartækið var byggt upp
þannig að fyrst komu spurningar um verndandi þætti, því næst fylgdu
spurningar um áhættuþætti og áhættuhegðun. Svarmöguleikar á
skimunartækinu voru settir fram þannig að auðvelt væri fyrir skóla-
hjúkrunarfræðing í klínísku starfi að lesa úr því.
Ályktanir: Skimunartækið byggist á gagnreyndri þekkingu. Ekkert
skimunartæki fannst sem bæði metur áhættuþætti og áhættuhegðun
en jafnframt verndandi þætti. Þegar hEiLung var útbúið var ekkert
slíkt skimunartæki í notkun meðal skólahjúkrunarfræðinga sem
störfuðu í framhaldsskólum hér á landi. Eins og önnur skimunartæki
þá er hEiLung ætlað að gefa grófa mynd af viðfangsefninu, í þessu
tilfelli heilbrigði ungs fólks. næsta skref er að forprófa skimunartækið
við klínískar aðstæður.
Lykilorð: Skimunartæki, áhættuþættir/áhættuhegðun, verndandi
þættir, ungt fólk
Þróun skimunartækisins HEILUNG
Inngangur
hEiLung er skimunartæki sem er ætlað skólahjúkrunarfræð -
ingum til að meta heilbrigði ungs fólks í framhaldsskólum.
hugtakið hEiLung vísar til tveggja hugtaka sem eru heil-
brigði (hEiL) og ungt fólk (ung). Lögð var áhersla á að
hEiL ung gæfi grófa heildarmynd af heilbrigði ungs fólks og
innihéldi atriði um andlegt, líkamlegt, félagslegt og kynferðis-
legt heilbrigði en jafnframt um lífsstíl þess. Það endurspeglar
þá grundvallarþætti heilbrigðis sem fram koma í skilgreiningu
alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WhO) á heilbrigði frá
1948 sem miðast við líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði
(WhO, 2006). Þess var gætt að það hefði á að skipa atriðum
sem flokka mætti sem áhættu þætti/áhættuhegðun og vernd-
andi þætti. Tilgangurinn með skimunartækinu var því að skoða
heilbrigði ungs fólks á heildrænan hátt með tilliti til áhættu -
þátta, áhættuhegðunar og verndandi þátta.
Mikilvægt er að þróa skimunartæki fyrir íslenskt ungt fólk
í framhaldsskólum þar sem áhættuhegðun eykst töluvert á ár-
unum 16–20 ára. Áfengisneysla meðal nema á fyrsta ári í fram-
haldsskóla er mun meiri en meðal nema í 10. bekk í grunnskóla
(rannsóknir og greining (rg), 2014). Í rannsókn rg árið 2013
kom einnig fram að ungt fólk glímir við margs konar vanda-
mál, eins og þunglyndi og einmanaleika. 20% pilta og 40%
stúlkna sögðust hafa verið niðurdregin eða döpur á síðustu 30
dögum og 22% pilta og 35% stúlkna sögðust hafa verið ein-
mana. nauðsynlegt er að fyrirbyggja áhættuhegðun unglinga
eða draga úr henni því hún getur haft áhrif á fullorðinsárum
(rew og horner, 2003). Það er því mikilvægt að skima eftir
áhættuþáttum og áhættuhegðun en jafnframt verndandi þátt -
um og beina ungu fólki inn á betri brautir ef nauðsyn krefur.
Ekkert skimunartæki hefur hingað til verið í notkun meðal
skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum hér á landi. Mikil
þörf er á því að útbúa slíkt skimunartæki sem hentað getur
þeim í klínísku starfi með ungu fólki.
110 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði,
hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands
Þróun skimunartækisins HEILUNG
Nýjungar: Skimunartækið hEiLung byggist á atriðum sem
bæði mæla verndandi þætti og áhættuþætti, áhættuhegðun
Hagnýting: Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem slíkt skimun-
artæki er útbúið til að auðvelda skólahjúkrunarfræðingum að
meta heilbrigði ungs fólks í framhaldsskólum
Þekking: Skimunartækið hEiLung mun á skjótan hátt geta
veitt upplýsingar um heilbrigði ungs fólks
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Skimunartækið hEiLung
mun geta gefið grófa heildarmynd af heilbrigði ungs fólks
Hagnýting rannsóknarniðurstaðna