Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 110

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 110
Útdráttur Tilgangur: Þegar ungt fólk byrjar í framhaldsskóla er það líklegra til að stunda áhættuhegðun, eins og að neyta áfengis, heldur en þeir sem yngri eru. Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum. Aðferð: Þróun skimunartækisins hEiLung byggðist á kenningu um seiglu, fræðilegri úttekt á rannsóknum um heilbrigði unglinga og ungs fólks og skoðun á matstækjum og skimunartækjum sem notuð hafa verið til að meta heilbrigði (áhættuhegðun, áhættuþætti og verndandi þætti) ungs fólks. Á undirbúningsstigi voru spurningar metnar af fjórum sérfræðingum og var það auk þess lagt fyrir sex ungmenni. Niðurstöður: Þegar undirbúningsvinna hEiLung var komin á loka- stig innihélt það 34 spurningar. Spurningarnar komu inn á andlega, líkamlega, félagslega og kynferðislega þætti voru en einnig um lífsstíl ungs fólks og gefa þannig heildræna sýn á heilbrigði þess. Það tekur 2–4 mínútur að svara spurningunum. Skimunartækið var byggt upp þannig að fyrst komu spurningar um verndandi þætti, því næst fylgdu spurningar um áhættuþætti og áhættuhegðun. Svarmöguleikar á skimunartækinu voru settir fram þannig að auðvelt væri fyrir skóla- hjúkrunarfræðing í klínísku starfi að lesa úr því. Ályktanir: Skimunartækið byggist á gagnreyndri þekkingu. Ekkert skimunartæki fannst sem bæði metur áhættuþætti og áhættuhegðun en jafnframt verndandi þætti. Þegar hEiLung var útbúið var ekkert slíkt skimunartæki í notkun meðal skólahjúkrunarfræðinga sem störfuðu í framhaldsskólum hér á landi. Eins og önnur skimunartæki þá er hEiLung ætlað að gefa grófa mynd af viðfangsefninu, í þessu tilfelli heilbrigði ungs fólks. næsta skref er að forprófa skimunartækið við klínískar aðstæður. Lykilorð: Skimunartæki, áhættuþættir/áhættuhegðun, verndandi þættir, ungt fólk Þróun skimunartækisins HEILUNG Inngangur hEiLung er skimunartæki sem er ætlað skólahjúkrunarfræð - ingum til að meta heilbrigði ungs fólks í framhaldsskólum. hugtakið hEiLung vísar til tveggja hugtaka sem eru heil- brigði (hEiL) og ungt fólk (ung). Lögð var áhersla á að hEiL ung gæfi grófa heildarmynd af heilbrigði ungs fólks og innihéldi atriði um andlegt, líkamlegt, félagslegt og kynferðis- legt heilbrigði en jafnframt um lífsstíl þess. Það endurspeglar þá grundvallarþætti heilbrigðis sem fram koma í skilgreiningu alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WhO) á heilbrigði frá 1948 sem miðast við líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði (WhO, 2006). Þess var gætt að það hefði á að skipa atriðum sem flokka mætti sem áhættu þætti/áhættuhegðun og vernd- andi þætti. Tilgangurinn með skimunartækinu var því að skoða heilbrigði ungs fólks á heildrænan hátt með tilliti til áhættu - þátta, áhættuhegðunar og verndandi þátta. Mikilvægt er að þróa skimunartæki fyrir íslenskt ungt fólk í framhaldsskólum þar sem áhættuhegðun eykst töluvert á ár- unum 16–20 ára. Áfengisneysla meðal nema á fyrsta ári í fram- haldsskóla er mun meiri en meðal nema í 10. bekk í grunnskóla (rannsóknir og greining (rg), 2014). Í rannsókn rg árið 2013 kom einnig fram að ungt fólk glímir við margs konar vanda- mál, eins og þunglyndi og einmanaleika. 20% pilta og 40% stúlkna sögðust hafa verið niðurdregin eða döpur á síðustu 30 dögum og 22% pilta og 35% stúlkna sögðust hafa verið ein- mana. nauðsynlegt er að fyrirbyggja áhættuhegðun unglinga eða draga úr henni því hún getur haft áhrif á fullorðinsárum (rew og horner, 2003). Það er því mikilvægt að skima eftir áhættuþáttum og áhættuhegðun en jafnframt verndandi þátt - um og beina ungu fólki inn á betri brautir ef nauðsyn krefur. Ekkert skimunartæki hefur hingað til verið í notkun meðal skólahjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum hér á landi. Mikil þörf er á því að útbúa slíkt skimunartæki sem hentað getur þeim í klínísku starfi með ungu fólki. 110 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands Þróun skimunartækisins HEILUNG Nýjungar: Skimunartækið hEiLung byggist á atriðum sem bæði mæla verndandi þætti og áhættuþætti, áhættuhegðun Hagnýting: Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem slíkt skimun- artæki er útbúið til að auðvelda skólahjúkrunarfræðingum að meta heilbrigði ungs fólks í framhaldsskólum Þekking: Skimunartækið hEiLung mun á skjótan hátt geta veitt upplýsingar um heilbrigði ungs fólks Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Skimunartækið hEiLung mun geta gefið grófa heildarmynd af heilbrigði ungs fólks Hagnýting rannsóknarniðurstaðna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.