Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 113

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 113
file (DaP) sem er matstæki til að meta innri styrk unglinga og ytri stuðning þeirra (Search institute, e.d.). Það hefur verið notað frá árinu 2005. Það mælir m.a. sjálfsvirðingu, sjálfstrú, sjálfstjórn, lífsgildi, færni í samskiptum og stuðning frá öðrum. Eina matstækið sem fannst þar sem bæði var lögð áhersla á að meta áhættuhegðun og verndandi þætti ungmenna var ado- lescent health attitude and Behavior Survey (ahaBS) sem útbúið var til að meta algengi áhættuhegðunar, viðhorf til kyn- hegðunar og verndandi þætti meðal nema í 9.–12. bekk (rein- inger o.fl., 2003). Skimunartæki gerð hafa verið ýmis skimunartæki um afmarkaða þætti heil- brigðis hjá unglingum, eins og um vímuefnanotkun, áfengis- notkun, tóbaksnotkun, truflað átmynstur og sjálfsvígshættu (joiner o.fl., 2002; kelly o.fl., 2014; Markowitz o.fl., 2010; Yudko o.fl., 2007). hér var hins vegar lögð áhersla á að skima eftir heil- brigði ungs fólks á heildrænan hátt. Sem dæmi um slíkt skim- unartæki er bandarískt skimunartæki þar sem áhersla er lögð á áhættuþætti og áhættuhegðun. Þetta er skimunartækið raaPS (rapid assessment for adolescent Preventive Services) sem er með 21 atriði (Yi o.fl., 2009). Það inniheldur spurningar um matarvenjur og megrunaraðferðir, líkamlega hreyfingu, örygg- ismál og ofbeldi, notkun tóbaks, neyslu áfengis og annarra vímuefna, kynhegðun, andlega líðan og stuðning fullorðinna. Það tekur um 5–7 mínútur að svara því. Í þessu skimunartæki er lögð áhersla á áhættuþætti og áhættuhegðun en ekki vernd- andi þætti. Þessi samantekt á matstækjum og skimunartækjum sýnir að ofuráhersla hefur verið lögð á að meta áhættuþætti og áhættuhegðun meðal ungs fólks en ekki verndandi þætti. Bæði skimunartæki raaPS og matstæki YrBSS koma inn á heilsu unglings á töluvert heildrænan hátt en hugsunin er fyrst og fremst að skoða þætti er varða áhættuþætti og áhættuhegðun. Sjónum hefur fyrst og fremst verið beint að vandamálum í stað þess heilbrigða. Töluvert er til af matstækjum en ekki heild - rænum klínískum skimunartækjum. Sjá má á síðari árum þá þróun að verið er að skoða meira þá verndandi þætti sem varða unglinginn, þar á meðal lífsgæði þeirra (huebner o.fl., 2004; rajmil o.fl., 2004; reininger o.fl., 2003). Þannig megi stuðla að heilbrigði unglinga í gegnum það jákvæða í stað þess að beina sjónum að mestu að áhættuþáttum og áhættuhegðun sem er vandamálamiðuð. Við leit að skimunartækjum sem meta bæði áhættuþætti og áhættuhegðun en einnig verndandi þætti kom í ljós að ekkert slíkt fannst. Því þótti nauðsynlegt að útbúa skimunartæki sem næði til beggja þátta. Val á atriðum og mæling þeirra Þau atriði sem rannsóknir og fyrri mælitæki og skimunartæki höfðu sýnt að skiptu miklu máli varðandi heilbrigði unglinga voru valin í skimunartækið hEiLung. Við val á spurningum þurfti ávallt að hafa í huga að skimunartækið þyrfti að vera stutt og fljótlegt að leggja það fyrir í klínísku starfi. Við gerð spurn- inga voru hafðar til hliðsjónar spurningar í rannsókninni ungt fólk 2013 og í rannsókninni heilsa og líðan Íslendinga frá 2012 en jafnframt tekið mið af erlendum rannsóknum og mats- og skimunartækjum. hvað viðkemur sjálfsmyndinni var ákveðið að styðjast við tvær spurningum úr SES- (e. self-esteem scale) kvarða rosenbergs (1989). Við gerð spurninga um sjálfstrú var mælitæki gSE (e. general self-efficacy) um almenna sjálfstrú haft til hliðsjónar (Schwarzer og jerusalem, 1995). Við val á spurningum um líkamlega þætti þótti nauðsynlegt að skimunar - tækið næði til hreyfingar, næringar og svefns. Spurningar sem þóttu mikilvægar varðandi andlega þætti voru um sjálfsvirð - ingu, sjálfstrú, kvíða, þunglyndi en að auki um andlegt, líkam- legt og kynferðislegt ofbeldi. Spurningar sem voru valdar um félagslega þætti voru um tengsl við fullorðinn einstakling, for- eldra og vin. Þær spurningar sem náðu til kynferðislegra þátta voru um kynmök, kynhneigð, notkun getnaðarvarna, kynsjúk- dóma og þungun. Spurningar um lífsstíl voru um tóbaks-, áfengis- og vímuefnanotkun. framsetning hverrar spurningar var yfirfarin með tilliti til orðunar og skýrleika (DeVellis, 1991). Ákveða þurfti kvarða fyrir hverja spurningu. aldur var á hlutfallskvarða, kyn á flokkunarkvarða og gengi í skóla á raðkvarða (fimm punkta Likert-kvarða) (guðrún Árnadóttir, 2003). Við gerð skimunartækisins var tekið mið af því að auðvelt væri að lesa úr því um leið og búið væri að leggja það fyrir. Því þótti nauðsynlegt að syðjast töluvert við flokkunar - kvarða sem gæfi til kynna já eða nei við ákveðnum spurn- ingum. Þannig voru spurningar um líkamlega, félagslega og vissa andlega þætti, atriði um kynheilbrigði og lífsstíl settar á slíkan kvarða. Spurningar um sjálfsmynd og sjálfstrú voru á raðkvarða (fimm punkta Likert-kvarða) og almennar spurn- ingar um andlega og líkamlega heilsu jafnframt á raðkvarða (fjögurra punkta Likert-kvarð). innihaldsréttmæti réttmæti mælitækis vísar til þess að atriði mæli það sem því er ætlað að mæla (hoyle o.fl., 2002). innihaldsréttmæti (e. content validity) er „eiginleiki einstakra atriða til að endurspegla þann efnivið sem mælitækinu er ætlað að mæla“ (guðrún Árnadóttir, 2003, bls. 423). hEiLung er ætlað að mæla heilbrigði ungs fólks á heildrænan hátt og þarf því að endurspegla atriði er varða heilbrigði þess. Stuðlað var að innihaldsréttmæti með því að byggja á fyrri rannsóknum um heilbrigði ungs fólks en jafn- framt að skoða matstæki og skimunartæki sem notuð hafa verið við mat á heilbrigði þess, einnig að fá sérfræðinga og ungt fólk til að meta hEiLung á vinnslustigi þess. Var hEiLung lagt fyrir fjóra sérfræðinga sem mátu það með tilliti til tilgangs skim- unartækisins, að meta heilbrigði unglinga, en jafnframt mátu þeir orðalag. Ábendingar komu frá þessum aðilum um breyt- ingar. Var spurningum um þunglyndi, kvíða, hreyfingu, nær- ingu og áfengisneyslu breytt. Dæmi 1: „Ég hef átt við þunglyndi að stríða síðastliðna 12 mánuði.“ Spurningunni var breytt í: „Ég hef fundið fyrir áhugaleysi/vonleysi síðastliðna 6 mán uði.“ Dæmi 2: „Ég hreyfi mig í að minnsta kosti 30–60 mín. á dag.“ henni var breytt í: „Ég hreyfi mig að minnsta kosti 30–60 mín. 3–4 sinnum í viku.“ Dæmi 3: „Á síðustu 30 dögum hef ég drukkið áfengi af einhverju tagi 6 sinnum eða oftar.“ henni var ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.