Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 2
Í Hafnarfirði eru þrjár almenningslaugar, Sund- höllin, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug. ENN MEIRI VERÐ- LÆKKUN Á ÚTSÖLU- VÖRUM SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Sveigt frá RÚV-húsunum Nyrðri akrein Bústaðavegar neðan nýju íbúðablokkanna við Útvarpshúsið hefur verið sveigð um breidd sína frá byggðinni. Að sögn Bjarna Brynj- ólfssonar, upplýsingafulltrúa borgarinnar, var akreinin færð til að koma fyrir hjólastíg. Þá sé verið að breyta gatnamótum Efstaleitis og Bústaða- vegar auk f leiri framkvæmda. Er þetta liður í hjólreiðaáætlun borgarinnar og umbótum á gatnamótum við Efstaleiti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veður Sunnan 15-23 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið norð- austanlands. Hiti 6 til 12 stig. Snýst í suðvestan 15-23 síðdegis með éljum og kólnandi veðri, en rofar til um landið austanvert. SJÁ SÍÐU 24 SAMFÉLAG Afstaða, félag fanga, fagnar fimmtán ára afmæli í dag og hlaut af því tilefni styrk upp á tvær milljónir króna frá félagsmálaráðu- neytinu. Guðmundur Ingi Þórodds- son, formaður Afstöðu, segir að styrkurinn muni nýtast félaginu vel og er afar þakklátur fyrir gjöfina. „Við erum virkilega ánægðir með þetta og þessir peningar koma sér afar vel. Við höfum til dæmis verið með móttökustöð fyrir fanga, aðstandendur og börn og svo höldum við úti skrifstofu,“ segir Guðmundur. „Þetta kostar allt sitt og við erum ekki félag sem hleypur að því að fá styrki.“ Guðmu ndu r seg ir verkef ni Afstöðu margþætt og að öll séu þau unnin í sjálf boðastarfi. „Við erum að mestu leyti þrír sem sinnum þessu starfi og síminn stoppar ekki. Við erum stanslaust á fundum alla daga, vinnum greinargerðir, umsagnir um lög og aðstoðum fanga, tilvonandi, núverandi og fyrrverandi,“ segir hann. „Okkar verkefni hafa bæði breyst mikið og aukist á þessum fimmtán árum. Nú felst mikið af okkar starfi í að aðstoða aðstandendur fanga. Sá hópur er oft bara í miklu meira fangelsi heldur en fanginn sjálfur og hefur engan til að leita til,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að á árinu 2019 hafi um 800 manns leitað til félagsins. Guðmundur segir að milljónirnar tvær verði að fullu nýttar í starf félagsins og að draumurinn sé að vera með fastan starfsmann þar í fullu starfi. „Svo er auðvitað frábært að vera með smá fjármagn til að leita til fagfólks sem aðstoðar okkur og getur tekið okkar skjólstæðinga í viðtöl af og til,“ segir hann. „Þetta er frábær viðurkenning á því sem við erum að gera. Við höfum kallað fram breytingar í þessum málaf lokki og vakið upp umræður sem ala af sér þekkingu á málefnum fanga,“ segir Guð- mundur. Hvað varðar frekari styrkveiting- ar til félagsins segir Guðmundur að hann hvetji stjórnvöld til að styrkja frekar við starf Afstöðu. „Við höfum hlotið styrki frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar en við þurfum að komast á þjónustusamninga en þar þurfa f leiri ráðuneyti að koma inn sem og sveitarfélögin. Við erum að vinna beina vinnu fyrir þau en fáum ekkert fyrir það,“ segir hann. „Það er í allra hag að fangar komi betri út í samfélagið, taki á sínum málum, læri eitthvað, fari að vinna og borgi skatta,“ segir Guðmundur. „Okkar markmið er endurhæf- ing fanga. Að fækka þeim sem eru á varanlegri framfærslu ríkisins, koma mönnum aftur út í nám eða vinnu og að fræða almenning um það hvernig fangelsiskerfið virkar,“ segir hann. birnadrofn@frettabladid.is Félag fanga fær tvær milljónir frá ríkinu Afstaða, félag fanga, hlaut tvær milljónir í styrk frá félagsmálaráðuneytinu í tilefni fimmtán ára afmælis félagsins. Formaðurinn segir styrkinn nýtast vel í verkefni sem snúi að endurhæfingu fanga og stuðningi við aðstandendur. Guðmundur segir ekki hlaupið að því að fá styrki. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Það er í allra hag að fangar komi betri út í samfélagið, taki á sínum málum, læri eitthvað, fari að vinna og borgi skatta. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu HAFNARFJÖRÐUR Börn og ung- menni yngri en 18 ára fá nú frítt í sundlaugar bæjarins. Tók þessi breyting gildi um áramótin. Öll börn fá frítt í sund í Hafnarfirði „Framkvæmdin er liður í þeirri vegferð sveitarfélagsins að stuðla að bættri heilsu, auknum lífsgæðum og vellíðan. Ákvörðunin nær ekki bara til barna og ungmenna í Hafnarfirði heldur synda öll börn yngri en 18 ára nú frítt í sundlaugum Hafnar- fjarðar,“ segir í tilkynningunni. Nær þetta til þriggja almennings- sundlauga sem starfræktar eru í bænum, gömlu Sundhallarinnar við Herjólfsgötu, Suðurbæjarlaugar og Ásvallalaugar í Vallahverfinu. – khg STJÓRNSÝSLA Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, var gert að stíga til hliðar í gær á meðan mál hans verður í vinnslu. Er þetta vegna 1,4 milljarða framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Í skýrslunni segir innri endur- skoðandi meðal annars að alvar- legur misbrestur hafi verið í upp- lýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar eftir að verkfræðistofan Mannvit, sem var til ráðgjafar, lagði fram nýja áætlun, mánuði eftir að fimm ára áætlun stjórnar var sam- þykkt. Var hún 500 milljónum króna hærri. Hafi stjórnin ekki verið upplýst um þá áætlun. Þá hafi verið mikil „jákvæð frávik“ á milli áætlana og rauntalna árin 2014 til 2018. Björn segir skýrsluna ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfir- lýsingum um aðferðafræði við mat framkvæmda. „Á þeim 12 ára tíma sem undir- ritaður hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra SORPU bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín,“ segir Björn í yfir- lýsingu og vísar til framsetningar rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningar og áætlanagerðar vegna framkvæmda. Einnig að innri endurskoðandi hafi ekki þekkingu á fyrirtækinu eða hans störfum. Segir hann skýrsluna einkennast af „röngum, ótraustum og samhengis- lausum ályktunum um forsendur og gæði starfa sinna“, og vísar í að álykt- anir skýrslunnar séu í andstöðu við fyrri yfirlýsingar, það er varðandi samanburð á kostnaði. – khg Stjórn Sorpu gerir Birni að stíga til hliðar Björn H. Halldórsson, framkvæmda- stjóri Sorpu 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.