Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Stofnun hálendisþjóð- garðs er baráttumál Vinstri grænna og allir náttúru- verndar- sinnar hljóta að styðja það. Samstarf við Kína fellur ekki að stöðu Íslands vegna einræðis- stefnu kín- verja og vanvirðingar gagnvart mannrétt- indum. Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook Stofnun hálendisþjóðgarðs er meðal áherslu-mála í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Fram-sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þarna er um að ræða mál sem Vinstri grænum er sérlega annt um meðan áhugi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er í lágmarki. Nú þegar Vinstri græn vilja gera alvöru úr stofnun hálendisþjóðgarðs kemur ekki á óvart að stór hluti Sjálfstæðismanna vill ekki kenna sig við málið. Í stjórnarsamstarfi verða Sjálfstæðismenn yfirleitt alltaf jafn hissa þegar þeir komast að því að samstarfs- flokki þeirra er full alvara með að koma í framkvæmd áherslumálum sem áður hafði verið samið um. Innan Sjálfstæðisflokks virðist litið svo á að ákvæðið um hálendisþjóðgarð hafi verið sett þar til málamynda, svona til að friða Vinstri græna, lokka þá til samstarfs og drepa síðan málið með tuði og mótmælum. Fagna ætti hugmynd um hálendisþjóðgarð sem yrði sá stærsti í Evrópu. Á tímum þar sem mikilvægi nátt- úruverndar ætti að vera öllum ljóst er sárt til þess að vita að almenn ánægja skuli ekki ríkja með þessa hug- mynd. Tilurð slíks hálendisþjóðgarðs væri til marks um að Íslendingar vilji umfram allt vernda náttúru sína. Um leið er dapurlegt að fylgjast með óánægjugóli sveitarfélaga sem segja að verið sé að taka af þeim yfir- ráð yfir svæðum. Fulltrúar þessara sveitarfélaga ættu að hafa skynsemi til að fagna áformum um þjóðgarð og standa þannig með náttúrunni. Verndun hennar skiptir mun meira máli en yfirráð þeirra. Stofnun hálendisþjóðgarðs er baráttumál Vinstri grænna og allir náttúruverndarsinnar hljóta að styðja það. Ekki kemur á óvart að andstaða sé við málið meðal Sjálfstæðisflokksins, en þar á bæ hafa menn sjaldnast sýnt í verki að þeim sé annt um verndun náttúrunnar. Sjálfstæðismenn hafa yfirleitt einungis áhuga á náttúrunni þegar kemur að því að nýta hana til að græða peninga. Ekki þarf heldur að furða sig á að hörð andstaða sé við málið meðal Mið- flokksmanna, en engir þingmenn Alþingis leggjast jafn ötullega á sveif með vondum málstað og einmitt þeir. Það var nánast sjálfgefið að þingmaður þeirra, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar þingsins, skyldi básúna þá skoðun sína að stofnun hálendis- þjóðgarðs væri ótímabær. Ekki virðist sá þingmaður mikið í takt við strauma samtímans, fremur en aðrir þingmenn þess f lokks. Virkjanasinnar hvar í f lokki sem þeir standa hafa síðan hópað sig saman og fara með margtuggna möntru sína um nauðsyn virkjana á hálendinu og yfirvofandi raforkuskort. Því miður virðist ekki sérstök ástæða til bjartsýni í þessu máli. Innan Sjálfstæðisflokks munu ýmsir áhrifamenn beita sér gegn því. Vinstri græn munu sjálfsagt taka því eins og hverju öðru hundsbiti og barma sér í hljóði. Flokkurinn sem kennir sig við umhverfisvernd er stöðugt að reka sig á að þetta ríkis- stjórnarsamstarf er ekki að skila honum neinu nema viðvarandi niðurlægingu. Samt hangir flokurinn áfram í vonlausu samstarfi. Uppgjöf Vinstri grænna virðist algjör. Niðurlægingin Fjórir tímar og tíu mínútur Uppljóstrarinn og gleðipinninn Björn Leví Gunnarsson heldur áfram að gramsa í óhreina tau- inu niðri á þingi. Í gær birti hann öllum til gleði og uppörvunar lista yfir alla þingmenn sem hafa verið seinir á nefndarfund. Hinn óháði Andrés Ingi Jónsson á þar metið með því að vera klukkutímum og tíu mínútum of seinn á fund síðasta haust. Vissulega geta verið margvís- legar ástæður fyrir þessu, annar fundur eða löng bið í klippingu. Það er hins vegar mun skemmti- legra að ímynda sér hvað hann gæti hafa verið að gera. Hann gæti hafa f logið til Björgvinjar í Noregi og til baka. Eða horft á kvikmyndina The Irishman og einn þátt af Ófærð. „Þeirra kona“ Áður en janúar er liðinn mun þjóðin sitja uppi með nýjan útvarpsstjóra. Listinn leyni- legi hjá Capacent er orðinn ansi stuttur og fer það að verða stjórnarinnar, með starfandi útvarpsstjóra sér við hlið, að velja hver sé „þeirra kona“. Ekki vilja þó allir stjórnar- menn taka þátt. Heyrst hefur að fulltrúi Sjálfstæðisf lokksins í stjórninni sé að forðast ráðning- arferlið með öllum hætti til að koma í veg fyrir að sú sem verði valin verði stimpluð sem full- trúi Sjálfstæðisf lokksins. Hvort það dugi mun svo sagan dæma um. arib@frettabladid.is Því eru mikil takmörk sett hvaða ráðstafanir eða aðgerðaleysi smáríki sem okkar getur stundað til að tryggja öryggi sitt í umróti og átökum þjóða. Þá gildir öllu stærðin, hernaðarmáttur og landlega. Þannig eru Danir og Norðmenn í þeim skilningi smáþjóðir en eru þó tuttugufalt f leiri en Íslendingar. Áhrif þeirra á ákvarðanir stórvelda liggja efalítið í samstöðu Norðurlandanna fimm. En er sá kostur slæmur? Varla fyrir okkur sem eigum náið samstarf með öðrum þjóðum sem semja sig að grunngildum lýðræðis og frelsis. Það ómiss- andi samstarf er bæði tvíhliða og í beinu sambandi við nákomin félagsríki innan alþjóðasamstarfsins í Sameinuðu þjóðunum, OECD, NATO og Evrópusam- bandinu í EES. Samstarf við Kína fellur ekki að stöðu Íslands vegna einræðisstefnu Kínverja og vanvirðingar gagn- vart mannréttindum. Langt mál mætti gera þar úr málefnum Norðurskautsins. Þar sækjast Kínverjar eftir að hasla sér völl til varanlegrar viðveru sem og hugsanlega á Íslandi og Noregi. Vilji og geta til að uppfylla skyldur vegna aðildar að alþjóðastofnunum er ójöfn. Því miður hefur Ísland of oft verið neðarlega í þeim efnum og það gengur ekki. Nú berast þær fregnir að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur samþykkta OECD um eftir- lit gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi. Alþjóðaumsvif hafa orðið umfangsmikil á ýmsum sviðum í starfi okkar fámennu stjórnsýslu en þar þarf að forgangsraða og fjölga með nýliðum, sem ætti að þjálfa í viðkomandi alþjóðastofnunum. Í þeim málum hefur utanríkisþjónustan að sjálf- sögðu ríkum skyldum að gegna. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, gerir þjóðaröryggi og stjórnsýslunni skil í nýlegri grein í Fréttablaðinu. Þar spyr hann hvort íslenska ríkið ætti með almennum hætti að fara með skipulags- vald vegna helstu grunninnviða landsins á grund- velli þjóðaröryggishagsmuna. Það hlýtur að vera hagsmunamál okkar allra. Fyrr og síðar Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.