Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 13
Háleit markmið um aukið traust, ríkara gegnsæi og vandaðri stjórnarhætti voru meiri háttar
nýmæli við myndun núverandi ríkis-
stjórnar. Margir höfðu trú á að Katrínu
Jakobsdóttur myndi takast að brjóta
blað í þessum efnum. Þetta voru ekki
bara tóm orð því forsætisráðherra
hefur vissulega reynt að gera fyrirheitin
að veruleika.
Þess sáust strax merki í umræðum
um fyrstu stefnuræðuna í desember
2017. Þar sendi heilbrigðisráðherra
afar sterk skilaboð í þessum anda um
pólitísk kaflaskipti þegar hún boðaði
„siðareglur, gagnsæi og opnara samtal
milli f lokka út í samfélagið“.
Markmiði um siðareglur,
gegnsæi og opið samtal fórnað
Í janúar 2020 situr heilbrigðisráðherra
svo fund í læknaráði Landspítalans og
mælist til þess að starfsfólk stofnunar-
innar segi ekki fólkinu í landinu aðra
sögu af ástandi mála þar innan dyra en
samrýmist pólitískri túlkun hennar.
Ráðherravaldinu er beitt í þessum til-
gangi með hótun um að erfitt verði að
styðja spítalann ef óþægilegar álykt-
anir haldi áfram að berast á færibandi.
Jafnframt er ráðherravaldinu beitt á
þessum fundi til þess að fara fram á að
læknarnir taki að sér að vera haukar
í horni ráðherra í málsvörn fyrir þær
pólitísku ákvarðanir sem teknar
hafa verið við ríkisstjórnarborðið. Í
þeim vönduðu stjórnarháttum sem
Katrín Jakobsdóttir boðaði í upp-
hafi sáu menn hins vegar fyrir sér að
læknar væru í því samhengi haukar í
horni skjólstæðinga sinna fremur en í
pólitísku horni ráðherra.
Læknaráðsræða heilbrigðisráð-
herra var eins sterk andstæða og
hugsast getur við það háleita markmið
að valda straumhvörfum í stjórnar-
háttum. Hún var ekki í samræmi við
góða siði, henni var ekki ætlað að auka
gegnsæi og hún var ekki þáttur í að
opna samtalið út í samfélagið.
Frá pólitísku sjónarhorni er áhuga-
vert að velta því fyrir sér hvers vegna
heilbrigðisráðherra kýs að fórna með
svo afgerandi hætti þessu mikla og
virðingarverða fyrirheiti um nýjan
tíma í opinberri stjórnsýslu. Ganga
má út frá því sem vísu að svo reyndur
og öflugur stjórnmálamaður geri það
ekki fyrir slysni og heldur ekki að
ástæðulausu.
„Vilji, þrek og kjarkur“
Nærtækast er að leita svara í saman-
burði á fyrirheitum við stjórnarmynd-
unina og veruleika dagsins. Í umræðum
um fyrstu stefnuræðuna í desember
2017 sagði heilbrigðisráðherra að VG
hefði „vilja, þrek og kjark“ og gæti leitt
„þann björgunarleiðangur fyrir íslenskt
samfélag sem þjóðin þyrfti svo mjög á
að halda“.
Dýrasta loforðið í þessari ræðu
var að auka samneysluna. Við ríkis-
stjórnarborðið hefur viljinn, þrekið og
kjarkurinn svo leitt til þeirrar pólitísku
niðurstöðu að það hlutfall útgjalda
sem fer til samneyslu er óbreytt frá því
sem áður var og á samkvæmt fjármála-
álætlun að haldast óbreytt út allt næsta
kjörtímabil.
Í sömu ræðu sagði heilbrigðisráð-
herra: „Við erum að bjarga heilbrigðis-
kerfinu, menntakerfinu og samgöng-
unum frá langvinnri vanrækslu og
ásælni peningaaflanna í landinu.“ En
hvernig hafa tölur um heilbrigðiskerfið
breyst síðan þá?
Við fyrstu skoðun lítur dæmið alls
ekki illa út. Framlög til heilbrigðismála
eru sem sagt 25% hærri í ár en 2017.
Þetta er sú tala sem ráðherra vill tala
um og stjórnarþingmönnum er sagt
að endurtaka svo oft sem við verður
komið.
En við nánari rýni í tölur kemur í ljós
að heildarútgjöld ríkisins á þessum
tíma hafa hækkað um 28%. Það er sú
hækkun sem þurfti til að halda sam-
neysluhlutfallinu óbreyttu. En þetta
þýðir að heilbrigðisútgjöldin hafa
hækkað minna en heildin.
Þetta er samanburður, sem ráðherra
vill ekki tala um. Stjórnarþingmenn-
irnir hafa reynst henni haukar í horni
í því. En hún vill líka eiga læknana að
sem hauka í horni til að fjalla ekki um
þessa hlið málsins.
Hliðstæður má finna í viðskiptalífinu
Þessar tölur gefa ekki tilefni til þess að
segja að heilbrigðisráðherra hafi staðið
sig verr en forverarnir. En í ljósi þeirra
stóru og miklu fyrirheita sem gefin
voru í byrjun stjórnarsamstarfsins er
aftur á móti skiljanlegt að ráðherranum
finnist pólitískt óþægilegt að hafa ekki
gert miklu betur en þeir. Það er enn
verið að halda í horfinu ástandi, sem
ráðherra sjálfur taldi í umræðu um
fyrstu stefnuræðuna að „veruleg hætta
stafaði af“.
Það er þekkt úr viðskiptalífinu að
stjórnendur fyrirtækja sem flogið
hafa hátt grípa stundum til misjafnra
meðala til að komast hjá erfiðu umtali
þegar vindur snýst. Sennilega hefur
heilbrigðisráðherra fundið sig í svipaðri
stöðu. Þá var ákveðið að fórna mark-
miðinu um siðareglur, gagnsæi og opið
samtal til að freista þess að stöðva erfitt
umtal um stöðu heilbrigðisþjónust-
unnar.
Þetta sýnist vera pólitískt baksvið
læknaráðsræðunnar. En fyrir vikið gæti
svo farið að bæði fyrirheitin rynnu út í
sandinn áður en yfir lýkur.
Pólitískt baksvið læknaráðsræðunnar
Ganga má
út frá því
sem vísu að
svo reyndur
og öflugur
stjórnmála-
maður geri
það ekki
fyrir slysni
og heldur
ekki að
ástæðu-
lausu.
AF KÖGUNARHÓLI
Þorsteinn
Pálsson
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
– MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS
Það er hvergi betri staður fyrir ölpóst en inni í Fréttablaðinu.
Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað!
Íslendinga lesa Fréttablaðið
daglega að meðaltali.*
Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050
eða sendu tölvupóst a orn@frettabladid.is.
Útvegum einnig hagstæð verð í prentun.
93.000
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0