Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 16
Umhverfisráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um þjóðgarð á miðhálendinu
og þar með styrkt vonir um að
langþráður draumur náttúruunn-
enda rætist. Hálendi Íslands, þessi
magnaða, óbyggða háslétta þar sem
höfuðkraftarnir leika lausum hala
og upplifa má sköpun jarðarinnar
í beinni útsendingu, er svæði sem á
engan sinn líka á heimsvísu. Þetta
er ekki bara fullyrðing mín heldur
álit fjölda alþjóðlegra sérfræðinga
og embættismanna sem mæltu með
því að hluti hálendisins, Vatna-
jökulsþjóðgarður, yrði skráður
sem heimsminjasvæði UNESCO –
og það gekk eftir sl. sumar. Hvergi á
jörðinni annars staðar en á hálendi
Íslands eigast við rekbelti á mótum
jarðskorpufleka, möttulstrókur úr
iðrum jarðar og stórir hveljöklar, á
engum öðrum stað finnast svo áköf
átök elds og íss og bara þar má finna
svo fjölbreytilegar afurðir þessa
samspils.
Miðhálendið er landslagsheild
sem öll er orðin til við ofangreind
átök. Hana ber líka að annast og
vernda sem heild og því er víðtæk
friðlýsing afar mikilvæg. Hefði allt
miðhálendið verið undir sem þjóð-
garður í umsókninni til UNESCO
er ég sannfærður um að það væri
nú heimsminjasvæði, verndað um
ókomna tíð fyrir ágengri nýtingu
á borð við virkjanir og námugröft.
Meginmarkmið þjóðgarða er
friðlýsing náttúru sem þykir svo
mikilvæg og einstök að vert sé að
leyfa henni að þróast eftir eigin lög-
málum án virkra afskipta manna.
Annað markmið er að veita fólki
aðgang að þessari náttúru til þess
að sækja sér andlegan innblástur,
fræðast og stunda útivist. Í seinni
tíð hefur hlutverk þjóðgarða sem
þungamiðju í sjálf bærri atvinnu-
starfsemi grannsvæða líka styrkst.
Þetta hlutverk er afar mikilvægt á
nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í þjóðgörðum er mannfólkið gestir
og njótendur í náttúrunni frekar en
mótendur, nema þá á óbeinan hátt
t.d. vegna hnattrænna breytinga.
Í tæknilegum skilningi eru
þjóðgarðar tiltekinn f lokkur frið-
lýstra náttúruverndarsvæða þar
sem flokkaskiptingin fer eftir eðli
friðunarinnar og fyrirbæranna
sem verið er að vernda. Alþjóðlegu
náttúruverndarsamtökin, IUCN,
skipta verndarsvæðum í sex megin-
flokka og raðast þjóðgarðar í f lokk
II – næst æðsta flokk ef svo má segja.
Samkvæmt þeirra skilgreiningu eru
þjóðgarðar: Stór náttúruleg eða því
sem næst náttúruleg svæði sem
friðlýst eru til að vernda umfangs-
mikla vistfræðilega ferla, ásamt til-
heyrandi vistkerfum og tegundum,
og eru opin gestum til andlegrar og
vísindalegra iðkunar, menntunar
og útivistar sem samrýmist vernd-
arskilmálum svæðisins.
Í náttúruverndarlögum, nr.
60/2013, eru þjóðgarðar skilgreindir
sem stór náttúrusvæði sem eru lítt
snortin og hafa að geyma sérstætt
eða dæmigert lífríki, jarðminjar og/
eða landslag. Þá segir í lögunum: Í
þjóðgörðum eru allar athafnir og
framkvæmdir sem hafa varanleg
áhrif á náttúru svæðisins bannaðar
nema þær séu nauðsynlegar til að
markmið friðlýsingarinnar náist.
Íslenska skilgreiningin er sam-
bærileg við skilgreiningu IUCN en
meiri áhersla er lögð hér á verndun
jarðminja og landslags, auk lífríkis.
Í ofannefndum frumvarpsdrög-
um að hálendisþjóðgarði er gert
ráð fyrir því að tillögur ramma-
áætlunar um stórar virkjanir innan
hálendisþjóðgarðs verði áfram til
umræðu. Þetta eru Skrokkalda
sem er í nýtingarflokki, og nokkrar
virkjanir aðrar sem nú eru í bið-
flokki, en verða mögulega færðar í
nýtingarflokk síðar og heimilaðar,
með býsna hertum skilyrðum þó.
Ég veit að þetta er það besta sem
umhverfisráðherra gat náð fram
meðal fólks sem er hallt undir
orkuiðnað og á erfitt með að skilja
að náttúruvernd er góð fyrir landið
og líka arðbær fyrir þjóðina. En
þjóðgarður með yfirvofandi virkj-
anir gengur ekki upp. Ég veit ekki
um neina lagalega eða almenna
skilgreiningu þjóðgarðs nokkurs
staðar sem gerir ráð fyrir mögu-
legum nýjum stórvirkjunum – öðru
máli gegnir um virkjanir sem þegar
eru fyrir hendi og örvirkjanir til að
knýja innviði þjóðgarðsins.
Það yrði stórslys í mínum huga
ef – eftir stofnun hálendisþjóð-
garðs – ráðist yrði í stórtækar fram-
kvæmdir á borð við virkjun innan
hans. Slík aðför (leyfð að lögum!)
mundi ganga af þjóðgarðshug-
takinu dauðu og kasta rýrð á aðra
þjóðgarða landsins með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum
Ég styð aftur á móti alvöru
hálendisþjóðgarð af alhug. Skora
á ríkisstjórnarf lokkana að falla
frá öllum áformum um virkjanir á
hálendinu og standa við loforðið:
Stofnaður verður þjóðgarður á mið-
hálendinu (bls. 22 í Sáttmála F, D og
VG). Ekki reyna að víkjast undan
þessu loforði með því að grafa
undan þjóðgarðshugtakinu og búa
til bastarð eins og frumvarpsdrögin
gera.
Næst besti kostur væri að stofna
þjóðgarðinn í áföngum. Fyrst verði
innan hans aðeins þau svæði sem
örugglega eru og verða laus við
virkjanir en síðan bætt við svæðum
eftir því sem rammaáætlun vindur
fram.
Það yrði stórslys í mínum
huga ef – eftir stofnun há-
lendisþjóðgarðs – ráðist yrði
í stórtækar framkvæmdir
á borð við virkjun innan
hans.
Fimmtán ár eru í dag síðan hópur fanga á Litla-Hrauni tók sig saman og stofnaði
félagið Afstöðu á grundvelli heim-
ildar í lögum þess efnis að fangar
geti kosið sér talsmenn til að vinna
að málefnum fanga og koma fram
fyrir þeirra hönd. Afstaða hefur frá
upphafi sinnt því grunnhlutverki af
alúð en á liðnum árum hefur orðið
mikil útvíkkun á umfangi starf-
seminnar og verkefnum samhliða
fjölgað gríðarlega. Árangurinn af
starfinu er ótvíræður og sýnir sig
kannski best í auknu og nánu sam-
starfi með fangelsismálayfirvöld-
um, sveitarfélögum og ráðuneytum.
Pyntinganefnd Evrópuráðsins
fundaði með Afstöðu í fyrravor
og sögðu nefndarmenn að félag-
ið væri einstakt, allavega í Evrópu
ef ekki á heimsvísu. Það að fangar
hafi myndað félag sem hafi raun-
verulegt vægi í stjórnkerfinu sætir
því tíðindum og komust ábendingar
Afstöðu inn í skýrslu pyntinga-
nefndarinnar sem skilað var til
stjórnvalda.
Umræddur fundur er aðeins lítið
dæmi af þeim fjölmörgu verkefnum
sem Afstaða tókst á hendur í fyrra
en sjálf boðaliðar félagsins standa
í ströngu alla daga. Laust á litið
leituðu nærri 800 einstaklingar til
félagsins á árinu 2019 og úrlausnar-
efnin voru margvísleg. Í seinni tíð
eru það nefnilega ekki eingöngu
fangar sem leita til Afstöðu heldur
ekki síður aðstandendur, tilvonandi
og fyrrverandi fangar. Velferðar-
málin eru ofarlega á baugi og sýnir
sig kannski helst í því að bæði vel-
ferðarnefnd Reykjavíkurborgar og
Ásmundur Einar Daðason félags-
málaráðherra hafa nýverið ákveðið
að styrkja Afstöðu til áframhald-
andi góðra verka í málaflokknum.
Því skal haldið til haga að á fimm-
tán ára starfstíma Afstöðu er þetta
fyrsti styrkurinn sem ráðuneyti
veitir félaginu, þrátt fyrir fögur fyr-
irheit frá þeim f leirum. Jafnframt
hafa önnur sveitarfélög en Reykja-
víkurborg hafnað styrkbeiðnum,
þrátt fyrir að félagið veiti íbúum
þess nauðsynlega aðstoð. Afstaða
horfir björtum augum á fram-
tíðina og markmiðið er að halda
áfram því góða starfi sem unnið
hefur verið á undanförnum árum.
Enn óskar félagið þess að komast á
fjárlög enda væri þá hægt að renna
styrkari stoðum undir reksturinn
og koma sérfræðingum, félagsfræð-
ingum og sálfræðingum í hluta-
störf en sem stendur kaupir Afstaða
slíka þjónustu dýrum dómum.
Á meðal þeirra mála sem eru í
forgrunni á afmælisárinu má nefna
atvinnuþátttöku fyrrverandi fanga
og húsnæðismál. Afstaða hefur átt
fundi með yfirvöldum og einkaað-
ilum vegna þessara mála og horfir
vonandi til betri tíðar í málaflokk-
unum. Þá stefnir félagið á að auka
enn samskipti við félagsþjónustur
sveitarfélaganna og efla tengsl við
sérfræðinga á sviði fangelsismála og
heilbrigðis- og velferðarmála.
Afstaða hefur á undanförnum
árum fest sig í sessi og sinnir mikil-
vægu starfi. Þess vegna vonumst
við til þess að mæta meiri velvilja
hjá hinu opinbera þegar kemur að
fjárveitingum til starfseminnar.
Mikilvæg Afstaða til fimmtán ára
Undanfar na v ik u höf um við skrifað 7 opin bréf til borgarráðs vegna fyrirhug-
aðrar styttingar opnunartíma leik-
skólanna. Fjöldi bréfa er tilkominn
vegna þeirra margvíslegu og flóknu
áhrifa sem möguleg breyting mun
hafa á einstaklinga, samfélag og
umhverfi í Reykjavík, en hægt er
að nálgast þau öll á samantektar-
síðunni www.studningskonurleik-
skolanna.wordpress.com.
n Við höfum lýst raunverulegum
aðstæðum fólks og farið yfir
hversu snúið það getur verið
fyrir fjölskyldur að ná að sækja
börn sín innan skerts tíma-
ramma.
n Við höfum farið yfir hugmynda-
fræðileg áhrif breytinganna, þar
sem líkur benda til þess að þær
auki enn á samviskubit mæðra
sem eru að reyna að standa
undir karllægum væntingum
atvinnulífsins og gera því ekki
„það sem börnunum er fyrir
bestu“. Í fjölmiðlum hefur einn-
ig komið fram að Steinunn
Gestsdóttir, prófessor í þroska-
sálfræði, kannast ekki við að
rannsóknir hafi sýnt fram á að
8 tímar séu betri fyrir börnin en
8,5 tímar.
n Við höfum ítrekað farið yfir
vanmatið sem virðist hafa átt
sér stað á áhrifunum á konur og
jaðarsett fólk, enda kemur fram
í jafnréttisskimun tillögunnar
að ekki liggi fyrir hvernig til-
lagan snerti stöðu kynjanna
eða ákveðna þjóðfélagshópa
og borgarfulltrúar meirihlutans
hafa harðneitað því að kynjuð
áhrif muni koma fram.
n Við höfum varað við forrétt-
indablindu í ákvarðanatöku
þar sem borgarfulltrúar og
stjórnendur byggja á tölum
og meðaltölum án greiningar
á aðstæðum og reynsluheimi
kvenna og jaðarsetts fólks.
n Við höfum gagnrýnt samráðs-
leysi við foreldra í Reykjavík og
misvísandi ummæli formanns
skóla- og frístundaráðs sem
óskar eftir rannsóknum til að
sannfærast um að konur beri
meiri ábyrgð á heimilishaldi en
karlar en lætur sér óformlega og
innihaldslausa jafnréttisskimun
nægja þegar kemur að eigin
ákvörðunum.
n Við höfum farið yfir virðingar-
leysið gagnvart framlagi kvenna
til samfélagsins, ólaunaðri
vinnu kvenna inni á heimilum,
illa launuðum störfum kvenna
á leikskólum og óeigingjörnu
framlagi kvennanna sem lögðu
grunn að núverandi starfi leik-
skólanna í gegnum stjórnmál.
n Við höfum bent á þversögnina
sem felst í því að borgaryfirvöld
ætli að létta álagi af starfsfólki
og börnum á leikskólum með
styttri opnunartíma á sama
tíma og ekkert virðist ganga í að
semja um styttri vinnuviku við
starfsfólk borgarinnar. Og það
þrátt fyrir að tilraunaverkefni
borgarinnar á undanförnum
árum hafi sýnt fram á ótvíræða
kosti styttri vinnuviku fyrir
starfsfólk, atvinnurekendur og
samfélagið allt.
n Við höfum bent á að styttri opn-
unartími geri foreldrum erfiðara
fyrir að velja annan fararmáta
en einkabílinn sem varla fer
saman við allar þær stefnur
sem fyrir liggja um fjölbreytta,
skapandi, blómstrandi og græna
borg og markmiðum um að
hlutdeild bílferða verði komin í
58% árið 2030.
Þessu til viðbótar höfum við sent
mannréttindaskrifstofu borgar-
innar bréf þar sem við óskum eftir
upplýsingum um úttekt á ábyrgðar-
skiptingu á heimilum, á efnahags-
legum og heilsufarslegum áhrifum
breytinganna á einstæðar mæður
og jaðarsetta hópa og á þeim úrræð-
um sem fólk kann að grípa til vegna
breytinganna.
Í dag mun borgarráð fjalla um
ákvörðun skóla- og frístundaráðs.
Við treystum því að kjörnir full-
trúar taki þau sjónarmið sem hér
hafa verið kynnt til greina og að
fundnar verði aðrar leiðir en þjón-
ustuskerðing til að létta álagi af
börnum og starfsfólki leikskóla í
Reykjavík.
STUÐNINGSKONUR
LEIKSKÓLANNA,
Claudia Overesch, Elín Ýr
Arnar Hafdísardóttir, Elísabet
Ýr Atladóttir, Gunnhildur
Finnsdóttir, Gunnur Vilborg,
Halldóra Jónasdóttir, Hanna
Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur
Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr
Ísberg, Kristjana Ásbjörnsdóttir,
Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley
Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir,
Unnur Ágústsdóttir, Þóra Kristín
Þórsdóttir
Áskorun til borgarráðs
Guðmundur
Ingi
Þóroddsson
formaður
Afstöðu,
félags fanga
Þjóðgarður getur ekki rúmað nýjar stórvirkjanir
Snorri
Baldursson
líffræðingur
2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð