Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 28

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 28
Ég veit ekkert betra en að tengja konur og koma þeim inn á radarinn og læra af þeim. Í starfinu felst að vera límið og vængir fyrir félagskonur, sem mér finnst frábært. Eitt besta fjárfestingartækifæri kvenna er að skrá sig í FKA,“ segir Andrea glöð í bragði og bætir við að það sé mjög gefandi að vera framkvæmdastjóri FKA. „Dagarnir eru allavega í laginu en hvert sem ég fer upplifi ég mikla stemningu fyrir félaginu. Svo er ég í rauninni að vinna, borða og lifa gildin mín við að vera að stússast í þessu þannig að dagarnir f ljúga áfram. Bæði er margt að taka inn en svo er bara gaman hjá okkur og mikil lífsgæði fólgin í því að vera að vinna með góðu fólki og finna fyrir velvild og tilgangi með því sem þú ert að gera. Oft finnst mér ég vera að fá borgað fyrir að vera að draga andann því ég er svo lukkuleg. Það smitar síðan út frá sér. Við vitum öll hvað það er leiðinlegt þegar það er leiðinlegt og mikilvægt að teflonhúða sig við ákveðnar aðstæður.“ Andrea starfaði áður sem stjórn- endaráðgjafi, framkvæmdastjóri og mannauðsstjóri hjá RÚV þar sem hún fór fyrir miklum breyt- ingum í Efstaleitinu. Hún er með MS-gráðu frá viðskipta- og hag- fræðideild í mannauðsstjórnun, BA-gráðu í félags- og kynjafræði og hefur lokið MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. „Námskeiðablætið hefur leitt mig út og suður, enda hefur oft verið mikið að gera. Konur eru oft mjög duglegar. Þær ættu kannski að vera duglegar að hvíla sig líka,“ segir Andrea og glottir. Það eru stór verkefni á borðinu hjá FKA þessi misserin og nefnir Andrea FKA Viðurkenningar- hátíðina, Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV og stefnumótunarvinnu sem er á fullu. „Svo er það Sýni- leikadagur FKA, markaðstorg tækifæra, sem verður 28. mars. Ég hvet allar félagskonur til að kynna sér þann dag á heima- síðunni og fylgjast vel með. Það er líka gaman að segja frá því að það hefur verið mjög mikil fjölgun í félaginu síðustu vikurnar þannig að það er nýliðamóttaka komin á dagskrá í lok janúar. Ég veit ekkert betra en að tengja konur og koma þeim inn á radarinn og læra af þeim. Í starfinu felst að vera límið og vængir fyrir félagskonur, sem mér finnst frábært,“ segir Andrea. „Svo er þetta magnaða ár hafið sem verður eitthvað stórkost- legt. Stemningin er bara þannig að hún er áþreifanleg og ég held að árinu megi líkja við jakabyltu. Akkúrat þannig móment þið vitið, breytingar hvert sem litið er – og á breytingaskeiði svitna konur. Það er löngum vitað!“ FKA er límið og vængirnir Andrea Róbertsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnulífinu síðasta haust. Hún segir tímann til að slæpast í stórum málaflokkum liðinn og telur að fræðsla, samtal og ferskar nálganir séu lykillinn að því að tækla stærstu áskoranir samtímans. Andrea segist upplifa mikla og góða stemningu fyrir FKA og að það hafi orðið mikil fjölgun í félaginu síðustu vikurnar, enda margt á teikni- borðinu. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Frá því að Raquelita tók við stjórnartaumunum hefur fyrirtækið gengið í gegnum ýmsar breytingar og áherslan á kjarnastarfsemina aukist. Raquel- ita hafði enga reynslu í rekstri eða stjórnun áður en henni var boðin staða framkvæmdastjóra, einungis mánuði eftir útskrift sem tölvunar- fræðingur frá HR. Raquelita var þó búin að vinna hjá Stokki í nokkur ár sem prófari og verkefnastjóri. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en þarna fékk ég frábært tækifæri og þrátt fyrir reynsluleysi ákvað ég að taka stöðuna og sé ekki eftir því. Starfsemin snýst um að þróa og búa til öpp og höfum við yfir ára- tuga reynslu og því mikinn þekk- ingarbanka. Við erum leiðandi á okkar sviði og höfum búið til öpp fyrir marga viðskiptavini, eins og Domino’s, Strætó, Lottó, Alfreð, Aur og Iceland Travel, og fleiri frábær fyrirtæki. Planið er að sækja fram og stækka viðskiptahópinn enn frekar, og fá tækifæri til að kynnast enn fleiri fyrirtækjum.“ Hönnunarsprettir Stokks „Hægt er að koma til okkar með hugmynd og við tökum svokall- aðan hönnunarsprett (e. design sprint) með viðskiptavinum, sem byggist á aðferðafræði frá Google. Við tökum hugmynd á hvaða stigi sem er og mótum hana, bætum, þróum og prófum á fimm dögum. Að því loknu skilum við af okkur skýrslu og frumgerð sem viðskipta- vinir geta svo unnið með áfram og tekið þá upplýstari ákvarðanir. Þegar við tökum hönnunarsprett fyrir einstaklinga eða fyrirtæki gefum við viðskiptavinum alla okkar athygli í heila vinnuviku,“ segir Raquelita og bætir við að þetta sé stíft ferli sem taki á en sé um leið ótrúlega skemmtilegt. Fjölbreytni „Hugbúnaðarþróun er mjög fjölbreytt starf, sérstaklega hjá fyrirtæki eins og Stokki þar sem að allir fá tækifæri til að hoppa á milli mismunandi verkefna og prófa sig áfram í nýjustu tólunum. Það sem að ég tel að geri okkur einnig sterk á okkar sviði er að við leggjum okkur fram við að skilja hvernig notendur haga sér þegar við hönnum öppin okkar. Við skoðum til dæmis notendahegðun og upp- lifun út frá sálfræði- og félagslegum þáttum, og byggjum allan grunn út frá nánum samtölum við við- skiptavini okkar. Við búum ekki bara til lausnir, við búum til upp- lifun,“ segir Raquelita að lokum. Við búum til upplifun Raquelita Rós Aguilar er framkvæmdastjóri hjá Stokki Software, sem er leiðandi fyrirtæki í þróun á öppum. „Við tökum hugmynd á hvaða stigi sem er og mótum hana, bætum, þróum og prófum á fimm dögum,“ segir Raquelita. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vilt þú vera partur af hreyfiafli kvenna í íslensku atvinnulífi? Skráning á WWW.FKA.IS 6 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.