Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 32
Við erum ekkert
feimin við að
viðurkenna að við erum
ekki enn orðin „góð í
jafnrétti“. En við erum
orðin miklu betri en
áður.
Það er gaman að sjá vinnu-staðinn þróast og breytast með tilliti til jafnréttis og
sömuleiðis hefur þessi vinna bara
almennt gert Landsvirkjun að
betri og áhugaverðari vinnustað,
bæði fyrir núverandi starfsfólk og
nýja kynslóð sem er að koma inn á
vinnumarkaðinn,“ segir Selma.
Sem dæmi um umbætur sem
byggja á jafnréttisvinnunni má
nefna að innleitt hefur verið nýtt
ráðningarferli, sem hannað er
til að stuðla að jöfnum kynja-
hlutföllum. Í ferlinu er m.a. lögð
áhersla á að draga úr ómeðvit-
uðum kynbundnum fordómum.
Annað verkefni sem tengist
umbótunum felst í breytingum
á vinnufyrirkomulagi, sem hafa
það markmið að draga úr viðveru
á vinnustað utan dagvinnutíma.
Markmiðið með breytingunum er
að draga úr fjarveru starfsfólks frá
fjölskyldum.
Kraftur í jafnréttismálin
Fyrir þremur árum var ákveðið að
setja kraft í jafnréttismálin. „Það
var einkum þrennt sem olli stefnu-
breytingunni í byrjun árs 2017. Í
fyrsta lagi áttuðum við okkur á því
að við höfðum horft frekar þröngt
á jafnréttismálin, aðallega á laun
og kynjahlutföll, en lítið til veiga-
mikilla atriða svo sem menningar,
sýnileika kvenna og ákvörðunar-
og áhrifavalds þeirra innan fyrir-
tækisins,“ útskýrir Selma.
„Í öðru lagi höfðum við á
þessum tíma nýlega ákveðið að
tengjast Heimsmarkmiðum Sam-
einuðu þjóðanna um sjálf bæra
þróun, m.a. markmiðs 5 um
jafnrétti kynjanna,“ segir hún.
„Í þriðja lagi hvatti grasrótin í
fyrirtækinu okkur til dáða. Mynd-
ast hafði hópur metnaðarfullra
kvenna sem voru ekki nægjanlega
ánægðar með stöðu jafnréttismála
innan fyrirtækisins og vildu þær
leggja sitt af mörkum til þess að
skapa betri vinnustað.“
Uppbyggilegt andrúmsloft
Ákveðið var að efna til fagnaðar
– halda jafnréttispartí – til að
vekja athygli á jafnréttismálunum
á jákvæðan og skemmtilegan
hátt og lyfta upp á yfirborðið
umræðunni um ómeðvitaða orð-
ræðu. „Við þetta tilefni tilkynnti
forstjórinn að hann myndi taka
við formennsku í jafnréttisnefnd
fyrirtækisins og ekki hætta fyrr en
tekist hefði að ná eðlilegum kynja-
hlutföllum í fyrirtækinu. Að mínu
mati var þetta mjög mikilvægt,
því stuðningur forstjóra er for-
senda fyrir því að hægt sé að fara í
umfangsmiklar breytingar eins og
þessar, sem snerta allt fyrirtækið,“
segir Selma.
Vegferðin hefst fyrir alvöru
„Vorið 2017 hófum við umfangs-
mikið jafnréttisverkefni með
Capacent – Jafnréttisvísinn.
Þar fór fram heildstæð úttekt á
stöðu jafnréttismála, ekki aðeins
á mælanlegum þáttum eins og
kynjahlutfalli og launum heldur
einnig á menningu, samskiptum
og vinnuumhverfi. Landsvirkjun
var meðal allra fyrstu fyrirtækja
til að innleiða Jafnréttisvísinn og
þessi vinna hefur verið virkilega
krefjandi og góð,“ skýrir Selma frá.
„Um leið og úttektin lá fyrir
ákváðum við að virkja allt
starfsfólkið með okkur í þessa
vegferð. Við héldum starfsdag, þar
sem nánast allt starfsfólk fyrirtæk-
isins mætti, þar sem við kynntum
greiningu á stöðu jafnréttis innan
fyrirtækisins. Starfsfólk vann svo
í hópum að tillögum að umbótum
í málaflokknum. Dagurinn
heppnaðist mjög vel og við getum
verið stolt af starfsfólki fyrirtækis-
ins, því það tók allt þátt og lagði sig
sitt af mörkum,“ segir Selma.
Frá orðum til aðgerða
Úr vinnu starfsfólks varð til
aðgerðaáætlun jafnréttismála,
með skýrum markmiðum, mæli-
kvörðum og 17 umbótaverkefnum.
„Sú stefna var strax tekin að
unnið yrði í teymum, þvert á fyrir-
tækið. Starfsfólk alls staðar að úr
fyrirtækinu hefur því tekið þátt í
vinnunni og hafa umbótaverkefn-
in þegar leitt til mikilla breytinga
innan fyrirtækisins.“
Áherslan er á samvinnu. „Í allri
jafnréttisvinnunni höfum við haft
að leiðarljósi að fá fólk með okkur
í lið. Við viljum hjálpast að við að
skilja jafnréttið og þróast saman,
frekar en að benda á sökudólga.
Við höfum lagt okkur fram um að
nálgast jafnréttið á léttan hátt og
reynt að taka okkur ekki of alvar-
lega. Teikningar eftir Rán Flygen-
ring hafa hjálpað mikið í þeirri
vinnu og einnig höfum við útbúið
markaðsefni á léttu nótunum til að
hjálpa okkur að skilja og læra nýju
hugtökin sem fylgja umræðunni.“
Það er alltaf svigrúm til að gera
betur. „Eftir mikla jafnréttisvinnu
og árangur, sáum við þó að fara
þyrfti betur í saumana á menn-
ingunni á vinnustaðnum, greina
hana nánar og breyta ákveðnum
þáttum. Án þess myndum við
hvorki ná markmiðum okkar
í jafnréttismálum né verða
framúrskarandi vinnustaður til
framtíðar,“ segir Selma.
Dýrmæt reynsla
Síðasta ár byrjaði með krafti.
„Jafnréttisáhersla ársins 2019 hófst
á menningarvinnustofum, sem
haldnar voru um allt land og allt
starfsfólk tók þátt í. Þetta tókst vel,
starfsfólk reyndist afar samstíga
og veitti okkur gagnlega sýn á það
hvernig vinnustaðurinn og menn-
ingin ættu að þróast til framtíðar.
Í kjölfarið voru skilgreindar níu
aðgerðir til að þróa vinnustaðinn
til framtíðar. Aðgerðirnar miða að
því að gera vinnustaðinn kvikari,
sveigjanlegri og léttari. Þær snúa
þó ekki einungis að jafnrétti,
heldur einnig að framþróun
Landsvirkjunar sem vinnustaðar,
öllum kynjum til hagsbóta.“
Selma segir vinnuna hafa skilað
verðmætri þekkingu sem fyrir-
tækið telji mikilvægt að miðla til
annarra. „Jafnréttisvinnan hefur
verið okkur afar lærdómsrík. Við
höfum metnað til að deila þeirri
reynslu með öðrum fyrirtækjum
og gefa þeim hugmyndir að því
hvernig hægt sé að nálgast vinnu
í málaflokknum, í stóru og smáu.
Við höfum því verið dugleg að
fá fyrirtæki og félagasamtök í
heimsókn til okkar og segja frá
jafnréttisvinnunni.“
Hvatningarverðlaun
jafnréttismála
Í lok árs 2019 hlaut Lands-
virkjun Hvatningarverðlaun
jafnréttismála þar sem fram kom
í rökstuðningi dómnefndar að
ávinningurinn af jafnréttisvinnu
fyrirtækisins væri áþreifanlegur.
Þá þótti aðkoma starfsfólks að
verkefninu eftirtektarverð ásamt
frumkvæði og þátttöku for-
stjórans. Selma segir þau fagna
verðlaununum en um leið séu þau
meðvituð um að starf fyrirtækis-
ins í jafnréttismálum er ekki átak,
heldur vegferð. „Við teljum að við
séum á réttri leið á þeirri vegferð,“
bætir hún við.
„Við finnum að við höfum
þróast mikið í jafnréttismálunum
og erum farin að sjá ýmis atriði í
öðru ljósi. Til dæmis tölum við nú
um öll kyn, frekar en „bæði“, sem
er vísbending um breytt hugarfar.
Sömuleiðis var sameiginlega net-
fanginu okkar breytt í oll@lands-
virkjun.is. Þetta snýst að mínu
mati um að gera stórar og smáar
breytingar – allt hefur þetta áhrif.“
Jafnrétti er ekki
tímabundið átak
Það mikilvægasta að mati Selmu er
að gera sér grein fyrir því að jafn-
rétti er ekki bara tímabundið átak.
Það er komið til að vera. „Við hjá
Landsvirkjun erum ekkert feimin
við að viðurkenna að við erum
ekki enn orðin „góð í jafnrétti“. En
við erum orðin miklu betri en áður
og við erum meðvituð um að við
þurfum að halda vel á spöðunum.
Við vitum hvar við erum og hvert
við viljum komast. Við viljum gera
vel og ætlum okkur að vera fyrir-
myndar vinnustaður.“
Ávinningur sé ótvíræður. „Það
þarf ekki að færa rök fyrir jafnrétti
með efnahags- eða rekstrarlegum
ávinningi, heldur er mikilvægt
öllum fyrirtækjum að ákvarð-
anir séu teknar af fjölbreyttum
hóp með ólík sjónarhorn. Það er
heillavænlegast og gefur bestu
niðurstöðuna.“
Jafnréttið er komið til að vera
Selma Svavarsdóttir leiðir jafnréttisáherslu Landsvirkjunar. Hún segir metnaðarfullt starf innan
fyrirtækisins á sviði jafnréttismála undanfarin þrjú ár hafa skilað áþreifanlegum árangri.
Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði, segir síðustu ár hafa verið lærdómsrík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
10 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU