Fréttablaðið - 23.01.2020, Side 37
Hildur Árnadóttir, stjórnar-formaður hjá Sjóvá, segir að áhersla fyrirtækisins sé
ekki bara að jafna kynjahlutföll
í yfirstjórn heldur í öllum lögum
starfseminnar. „Áherslan á jafn-
réttismálin birtist þannig fyrst í
stjórninni og skilar sér síðan í allt
fyrirtækið, það eru allir að róa í
sömu átt. Þetta hefur haft mjög
jákvæð áhrif á fyrirtækjamenn-
inguna og einnig ánægju við-
skiptavina,“ segir Hildur.
Sjóvá skorar hæst allra fyrir-
tækja á GEMMAQ-kvarðanum en
þar fær fyrirtækið 10 í einkunn.
„GEMMAQ er nýr kynjakvarði
sem sýnilegur er á Keldunni en
mælikvarðinn veitir fjárfestum og
almenningi upplýsingar um stöðu
kynjajafnréttis í leiðtogastöðum
skráðra félaga. Við erum því mjög
stolt af því að hafa náð hæstu ein-
kunn þar, fyrst skráðra félaga á
Íslandi,“ segir Hildur.
Hjá Sjóvá er jafnt hlutfall karla
og kvenna í framkvæmdastjórn
og hlutfall kvenna í stjórn er 60%.
„Auðvitað getur þessi tala verið
f ljót að breytast en við erum með
fimm manna stjórn og í henni eru
alltaf ýmist tvær eða þrjár konur.
Það er í takt við heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun, þar sem jafnrétti
kynjanna er tilgreint sem sérstakt
markmið. Þetta eru markmið sem
bæði lönd og fyrirtæki og stofn-
anir eru almennt að tileinka sér og
vinna eftir,“ segir Hildur.
Sjóvá hefur einsett sér að vera
í fararbroddi í jafnréttismálum
og er fyrirtækið þátttakandi og
styrktaraðili að Jafnvægisvoginni
sem er hreyfiaflsverkefni unnið
í samstarfi við FKA, forsætis-
ráðuneytið og nokkur fyrirtæki.
„Tilgangur verkefnisins er að
auka jafnvægi kynja í efsta lagi
stjórnunar fyrirtækja í íslensku
viðskiptalífi og að virkja íslenskt
viðskiptalíf til þess að verða
fyrirmynd annarra þjóða á þessu
sviði,“ segir Hildur.
„Ef við ætlum að ná einhverjum
framförum almennt og ná að leysa
þær áskoranir sem við stöndum
frammi fyrir, bæði sem fyrirtæki
og þjóð, þá verðum við að virkja
allan mannauðinn.“
Hildur segir að fjölbreyttur
mannauður hafi jákvæð áhrif á
afkomu fyrirtækja, stuðli að betri
ákvarðanatöku hvort sem það er
í stjórn, framkvæmdastjórn eða
annars staðar í starfseminni og
skili aukinni verðmætasköpun.
„Ég myndi segja að jafnrétti í
stjórn dragi fram fjölbreyttara
viðhorf og hjálpi til við að ná fram
ígrundaðri ákvarðanatöku. Horft
er á f leiri sjónarmið og jafnframt
tel ég að við séum að skapa fyrir-
myndir fyrir kynslóðirnar sem
koma á eftir okkur,“ segir Hildur.
Tókum ákvörðun um að
komast á þennan stað
„Við erum á frábærum og
eftirsóknarverðum stað í jafn-
réttismálunum og það er alls ekki
tilviljun. Við tókum ákvörðun
um að við vildum ná ákveðnum
markmiðum og réðumst í mark-
vissar aðgerðir til að ná þeim,“
segir Auður Daníelsdóttir,
framkvæmdastjóri sölu- og ráð-
gjafarsviðs.
„Við fylgdum ákveðnu plani sem
leiddi okkur í þessa átt, erum með
skilgreinda mælikvarða sem við
fylgjum vel eftir og rýnum reglu-
lega. Árangurinn sem við sjáum
af þessu er margþættur. Starfs-
ánægja hjá okkur er mikil og við
erum efst í ánægju viðskiptavina
á tryggingamarkaði. Við fengum
jafnlaunamerki velferðarráðu-
neytisins 2017 og erum eitt fimm
stærri Fyrirmyndarfyrirtækja
VR.“
Auður segir að það sé ekki nóg
að segjast bara ætla að ná þessum
markmiðum í ræðum á tyllidög-
um. „Þetta er vinna og ákvarðanir
rétt eins og annað, og þannig næst
raunverulegur árangur.“
„Ef ég tek dæmi, þá förum
við yfir þær einingar þar sem
við þurfum að ráða inn fólk og
skoðum hvernig samsetningin er
þar. Við skoðum hvað við þurfum
til að efla þessa einingu enn frekar
og skoðum hvort kynjahlutföllin
séu rétt,“ segir Auður.
„Það teljum við hafa skilað
okkur miklum árangri. Eins og
Hildur kom inn á þá er fjölbreytni
hjá okkur og fjölbreytnin skapar
betri ákvarðanir. Við erum með
breiðari sýn á þau málefni sem
koma inn til okkar. Viðskiptavina-
hópur okkar er mjög fjölbreyttur.
Með því að endurspegla það í
okkar starfsfólki þá náum við
betri árangri.“
Auður segir að fyrirtækið hafi
góða sögu að segja og vilji miðla
henni áfram til að vera hvatning
fyrir önnur fyrirtæki. „Með því
að vera hluti af hreyfiaflsverkefni
FKA og forsætisráðuneytisins í
Jafnvægisvogarverkefninu erum
við að leggja okkar lóð á þær
vogarskálar og viljum miðla okkar
reynslu til annarra,“ segir hún.
Aukið jafnrétti er allra hagur
Sigríður Vala Halldórsdóttir,
forstöðumaður hagdeildar, tekur
undir að það skipti máli að hafa
fjölbreyttan hóp af starfsfólki.
Hún segir að ekki sé búið að gera
síðasta ár upp, en að undanfarin
ár hafi vátryggingareksturinn
gengið mjög vel. „Þetta er árangur
sem hefur náðst með samstilltu
átaki fólks sem vinnur hér, vel
samsettum hóp að mínu mati.
Auðvitað er vátryggingarekstur-
inn háður ýmsum utanaðkomandi
aðstæðum, en við viljum meina,
eins og Hildur og Auður komu
inn á, að þegar fjölbreyttur hópur
fólks kemur að málunum þá náum
við betri árangri heldur en ella.“
„Starfsánægja er mjög mikil sem
ég tel að sé styrkleikamerki fyrir
fyrirtæki, sérstaklega þegar þau
eru að sækjast eftir fólki í vinnu.
Þú vilt fyrst og fremst vinna þar
sem er starfsfólkið er ánægt en
líka þar sem er hugað að jafnrétti
fólks, enda tengist þetta auð-
vitað. Maður finnur fyrir þessum
áherslum vinnandi hér og það
skiptir mjög miklu máli fyrir
okkur starfsfólkið að finna að það
eru jöfn tækifæri, hvort sem það
eru konur eða karlar.“
Sigríður segir að starfsánægjan
smiti út frá sér. Ánægt starfsfólk
þýðir ánægðir viðskiptavinir.
„Við höfum verið svo farsæl að
vera efst í Ánægjuvoginni tvö ár í
röð. Við viljum meina að þetta sé
ekki tilviljun, þetta er árangur af
þeirri vinnu sem við höfum verið í
meðal annars í jafnréttismálum.“
Ánægt starfsfólk og
ánægðir viðskiptavinir
Karlotta Halldórsdóttir verkefna-
stjóri forvarna segir að það sé
óhætt að segja að það sé frábært að
vinna hjá Sjóvá. „Við höfum lagt
mikla áherslu á að það sé gaman
í vinnunni og fólki líði vel. Við
erum sem fyrr segir sannfærð um
það að það sé fylgni á milli þess
að vera með ánægt starfsfólk og
ánægða viðskiptavini og við erum
gott dæmi um það.
Karlotta segir að þegar fyrir-
tækið setji sér svona skýr mark-
mið eins og það hefur gert síðustu
ár þá fylgi starfsfólkið með. „Við
höfum líka verið með mikið af
átaksmánuðum á síðasta ári. Við
höfum verið með stefnumiðuð
þemu sem setja viðskiptavini í
fyrsta sæti og allir taka þátt. Ég
held það skipti miklu máli og bæti
starfsandann ef allir geta lagt sitt
af mörkum. Að öllum finnist sitt
framlag skipta máli til að ná settu
markmiði,“ segir Karlotta.
„Það smitar líka út fyrir fyrir-
tækið,“ bætir Auður við. „Okkur
tekst að laða mjög gott og hæft
fólk til okkar. Það er samkeppnis-
forskot líka.“
Karlotta tekur undir þetta.
„Þegar við erum með kynningar
og fyrirlestra og segjum okkar
sögu fáum við oft þó nokkrar
starfsumsóknir í kjölfarið. Við
finnum að fólki finnst eftir-
sóknarvert að starfa hjá Sjóvá, á
stað sem leggur mikið upp úr að
jafnrétti milli kynja sé metið.“
Við erum á eftir-
sóknarverðum
stað í jafnréttismálunum
og það er ekki tilviljun.
Við tókum ákvörðun um
að við vildum ná
ákveðnum markmiðum
og réðumst í aðgerðir til
að ná þeim.
Auður Daníelsdóttir
Áhersla á jafnrétti skilar árangri
Sjóvá leggur áherslu á jafnrétti innan fyrirtækisins og hefur sett sér skýr markmið hvað það
varðar. Hlutfall kynja í stjórnum er mjög jafnt og starfsánægjan er með því mesta sem mælist.
Þær Auður Daníelsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sigríður Vala Halldórsdóttir og Hildur Árnadóttir segja Sjóvá í fremstu röð í jafnréttismálum.
KYNNINGARBLAÐ 15 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU