Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 38
Ég er mjög stolt af stöðu kvenna hjá Verði enda er það ekki algengt að konur séu í meirihluta við stjórn og framkvæmdastjórn jafnstórra félaga. Hún segir að kynjajafnrétti hafi lengi ríkt hjá Verði og að starfsfólk sé metið að eigin verðleikum en ekki eftir kyni, kynþætti eða öðrum álíka þáttum. Kynjajafnrétti sé þannig greipt í menningu félagsins. Árið 2014 varð Vörður fyrsta fjármálafyrirtækið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun. Félagið setti sér um leið skýra stefnu, markmið og aðgerðar­ áætlun til að tryggja jöfn tæki­ færi og kjör starfsfólks af báðum kynjum. Stjórn og framkvæmda­ stjórn Varðar er til dæmis að meiri­ hluta skipuð konum og hlutfall millistjórnenda er nærri því að vera jafnt. Fyrir það hlaut Vörður Jafn­ vægisvog FKA á síðasta ári. Þá var Vörður nýlega valið fyrir­ tæki ársins í könnun VR og fékk hæstu einkunn fyrir jafnrétti meðal stórra fyrirtækja. „Ég er mjög stolt af stöðu kvenna hjá Verði enda er það ekki algengt að konur séu í meiri­ hluta við stjórn og framkvæmda­ stjórn jafnstórra félaga. Það sýnir svo ekki verður um villst að Vörður er framsækið fyrirtæki sem hefur jafnrétti í öndvegi en situr ekki fast í hefðbundnum kynjahlut­ föllum, og það er virkilega ánægju­ legt að starfa í slíku umhverfi. Það sýnir líka að við erum tilbúin að bregðast við kröfum nýrra tíma hvort heldur sem er í innri starfsemi okkar eða þjónustu við viðskipta­ vini, og hjá þannig fyrirtæki er virkilega skemmtilegt að vinna,“ segir Steinunn Hlíf og bætir við að reynslan hafi kennt henni að fjöl­ breytt samsetning mannauðs auki víðsýni, kalli fram ólík sjónarhorn og fjölbreytta nálgun verkefna, svo ekki sé talað um almenna gleði og ánægju. Viðskiptavinir eiga val um samskiptaleiðir Hjá Verði er vönduð stefna forsenda góðra verka og ákvarðana. Stefnan varðar veginn að framtíðarsýn félagsins sem er að vera besti kostur viðskiptavina þegar kemur að vörum og þjónustu á trygginga­ markaði. Í stefnunni er horft til ákveðinna lykilþátta en kjarni hennar er að viðskiptavinurinn er ávallt í öndvegi og hagsmunir hans hafðir að leiðarljósi. Lögð er höfuð­ áhersla á framúrskarandi góða þjónustu, aukið þjónustuframboð og fjölgun samskipta­ og sjálfsaf­ greiðsluleiða, allt með það að mark­ miði að gera þjónustuna þægilegri fyrir viðskiptavini. Steinunn Hlíf segir að markmiðið til lengri tíma sé að viðskiptavinum standi til boða mismunandi leiðir til samskipta við félagið, hvenær sem er sólarhringsins, allan ársins hring, í gegnum þá miðla sem þeir kjósa og á máli sem þeir skilja. Það þýði að ekki sé eingöngu nóg að hafa opið milli 9­16 heldur verði viðskiptavinirnir að eiga val. „Sumir vilja koma til okkar, aðrir vilja hringja, senda tölvu­ póst, eiga netspjall eða ganga frá sínum málum í gegnum vefsíðuna okkar. Allar þessar samskiptaleiðir skipta viðskiptavini okkar máli og hafa þær verið skilgreindar út frá þörfum þeirra,“ segir Stein­ unn Hlíf. Hún nefnir jafnframt að Vörður sé í eigu Arion banka sem sé leiðandi í þróun stafrænna lausna á sínu sviði. Vörður ætli sér að auka og styrkja samstarfið við Arion banka og fylgja honum í að bjóða viðskiptavinum framsæknar og stafrænar lausnir. Samstarfið verði þróað með það að leiðarljósi að viðskiptavinir samstæðunnar njóti þeirrar sérstöðu sem felst í sam­ bandi félaganna. Tryggingar á örfáum mínútum Vörður á og rekur stærsta líftrygg­ ingafélag landsins og því er mikill metnaður í að leiða þróun á þeim markaði. Markvisst hefur verið unnið að þróun stafrænna lausna og þjónustu til samræmis við óskir viðskiptavina. Steinunn Hlíf segir að á síðasta ári hafi Vörður boðið nýja stafræna lausn, fyrst allra tryggingafélaga á Íslandi. Í henni geti viðskiptavinir líf­ og sjúk dómatryggt sig á nokkrum mínútum. „Þjónustan hefur fengið frábærar viðtökur. Hún er alsjálf­ virk og gefur möguleika á því að sækja um, ganga frá og virkja tryggingar á nokkrum mínútum í gegnum tölvu eða snjalltæki. Mark­ miðið okkar er að fólk geti tryggt sig hvar og hvenær sem er með sem minnstri fyrirhöfn. Þess vegna ákváðum við að nýta tæknina til að einfalda aðgengi að þessum mikilvægu tryggingum. Líf­ og sjúkdómatryggingar eru mikilvægt öryggisnet ef til veikinda kemur eða sem öryggissjóður fyrir þá sem eftir standa ef til fráfalls kemur. Hingað til hefur verið nokkur fyrir­ höfn að ganga frá slíkum trygg­ ingum en nú höfum við einfaldað það ferli öllum til hagsbóta,“ segir Steinunn Hlíf. Sköpum sameiginlegt virði fyrir samfélagið Í stefnu Varðar er skýrt kveðið á um samfélagslega ábyrgð. „Vörður starfar til hagsbóta fyrir viðskipta­ vini sína, starfsfólk, eigendur og samfélagið í heild og skapar þannig sameiginlegt virði,“ segir Steinunn Hlíf. Þannig einsetur Vörður sér í allri starfsemi sinni að hafa jákvæð áhrif á samfélagslega þróun og umhverfið sem það starfar í. Rækt við mannauðinn, ábyrg trygginga­ starfsemi, ábyrgir stjórnunar­ hættir, framlög og styrkir til góð­ gerðar­ og félagssamtaka, rekstur og þjónusta byggð á siðrænum gildum, fræðsla, gegnsæi og virk upplýsingagjöf er meðal kjarna­ þátta í samfélagsstefnu Varðar. Félagið ber jafnframt virðingu fyrir náttúrunni og vinnur mark­ visst að því að auka umhverfisvæna þætti í allri starfsemi sinni og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverf­ ið. Steinunn Hlíf segir að árið 2010 hafi Vörður sett umhverfismál inn í stefnu sína og hafi síðan þá þróað málaflokkinn yfir í heildstæða stefnu um samfélagslega ábyrgð. „Við erum til dæmis aðilar að Festu og eitt af 104 fyrirtækjum sem und­ irrituðu loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar árið 2016 þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsa­ lofttegunda, minnka myndun úrgangs og mæla árangurinn. Frá árinu 2017 höfum við gefið árlega út viðamikla sjálfbærniskýrslu þar sem góða mynd er að fá á aðgerðir okkar í samfélagsmálum. Í henni kemur m.a. fram að Vörður vinnur með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á síðasta ári skiptum við til dæmis út bílum félagsins og fengum nýja raf­ magnsbíla til að minnka losun og þá kolefnisjöfnuðum við rekstur­ inn í samvinnu við Kolvið.“ Stein­ unn segir jafnframt að samfélagsleg ábyrgð og umhverfisvæn hegðun sé til hagsbóta fyrir alla aðila, bæði fyrirtækin sjálf, viðskiptavini og starfsfólk. Vörður er stefnulegt og framsækið fyrirtæki Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Verði tryggingum, hefur starfað hjá félaginu í 11 ár. Áður veitti hún forstöðu árangurs- og verkefnastýringu hjá Landsbankanum. Steinunn er þátttakandi í FKA og áhugasöm um jafnan hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri ráðgjafar og þjónustu hjá Verði en fyrirtækið hlaut Jafnvægisvog FKA á síðasta ári og var nýverið valið fyrirtæki ársins í könnun VR. 16 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.