Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 40

Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 40
BYKO vill gera jafnréttismálum hátt undir höfði og erum við komin vel á veg í jafnlaunavottun. Konum í ábyrgðarstörfum hefur fjölgað mikið hjá fyrir- tækinu á síðustu árum og stefnan er að auka þátttöku kvenna á sem flestum sviðum. Sigríður Gröndal BYKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingavöru-markaði fyrir bæði fagmenn og einstaklinga í framkvæmdahug. BYKO er þátttakandi í jafnvægis- vog FKA og 40 prósent af verslunar- stjórum á smásölusviði eru konur, sem er góður árangur í karllægum heimi byggingavörumarkaðarins. Fjórðungur af framkvæmdastjórn- inni eru konur, þær eru 60 prósent af stjórninni og fjórðungur af stjórnendum á smásölu-, fagsölu-, markaðs- og viðskiptaþróunar- sviði. Umhverfisvænar vörur „BYKO er góður vinnustaður, sem sést m.a. á því að starfsaldur er langur og starfsánægja er mikil. Það skilar sér í betri þjónustu til viðskiptavina, sem við leggjum mikla áherslu á,“ segir Sigríður Gröndal, framkvæmdastjóri vörustjórnunar- og markaðssviðs. „BYKO vill gera jafnréttismálum hátt undir höfði og erum við komin vel á veg í jafnlaunavottun. Konum í ábyrgðarstörfum hefur fjölgað mikið hjá fyrirtækinu á síðustu árum og stefnan er að auka þátttöku kvenna á sem flestum sviðum. Við gerum okkur grein fyrir ábyrgðinni sem hvílir á okkur varðandi loftslagsmál og höfum mótað metnaðarfulla og skýra stefnu í umhverfismálum sem mótar bæði daglega starfsemi og framtíðarsýn fyrirtækisins,“ segir Sigríður. „Við höfum t.d. lagt mikið upp úr því að vera í forystu varðandi umhverfisvænar vörur og bjóðum þær í öllum vöruflokkum. Við tókum þátt í að byggja fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi fyrir fjórum árum, en þá hófum við að leggja áherslu á að bjóða upp á umhverfisvænar vörur. Við höfum tekið þátt í öllum Verk & vit sýningum frá upphafi og verðum að sjálfsögðu með í ár,“ segir Sigríður. „Þangað koma 25 þúsund manns, svo sýningin er mjög áhrifaríkur vettvangur til að hitta fólk og kynna fyrirtækið. Við höfum líka umhverfissjónarmið að leiðarljósi í hönnun á básnum okkar og endurnýtum hann sem málningardeild í verslun okkar eftir sýninguna.“ Umhverfisvænt hugarfar „Vistvænt BYKO er hugtak sem lýsir því hvernig við vinnum að umhverfismálum í starfsemi okkar og í samstarfi við aðra og minnkum þannig stöðugt vist- spor fyrirtækisins,“ segir Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála. „BYKO tekur skýra afstöðu í umhverfismálum og setur sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgang, mæla árangurinn og upp- lýsa um stöðu mála. Við leggjum áherslu á að umhverfisvottanir komi frá óháð- um aðilum og að umhverfismerkið sé viðurkennt. Viðurkenndu umhverfismerkin sem við leggjum áherslu á eru Norræna umhverfis- merkið Svanurinn, Evrópublómið og Blái engillinn,“ segir Berglind. „Þar að auki tilgreinum við þegar vörurnar okkar koma úr sjálfbærri skógrækt, en það þýðir að timbrið sé ræktað samkvæmt ákveðnum sjálfbærniviðmiðum. Við leggjum einnig áherslu á að minnka eigin kolefnisspor og BYKO hefur kolefnisbundið reksturinn undanfarin 30 ár með skógrækt í eigin landi að Drumb- oddsstöðum í Biskupstungum,“ útskýrir Berglind. „Eigendur og starfsmenn BYKO fóru árlega að gróðursetja við Drumboddsstaði frá árinu 1987-2007 og hafa gróður- sett um 130 þúsund tré. Í sumar verður þessi hefð endurvakin, bæði því hún vekur gleði og til að stuðla að kolefnishlutlausum rekstri. Þar að auki var plastburðar- pokum skipt yfir í bréfpoka, við reynum að lágmarka sóun og nú flokka allar starfsstöðvar okkar eftir umhverfis- og flokkunar- handbók sem við gáfum út,“ segir Berglind. „BYKO endurnýjaði líka hluta af tækja- og bílaflota sínum og skipti út jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagn. Við notum nú þrjá rafmagnsbíla og 40 af 63 vinnu- tækjum eru rafknúin. Við settum upp fimm hleðslustöðvar fyrir viðskiptavini við verslanir BYKO í Breidd, Selfossi og á Akureyri og sex hleðslustöðvar fyrir starfs- menn. Við ætlum svo að setja upp fleiri stöðvar á árinu þegar eftir- spurnin eykst. Við bjóðum starfsfólki okkar líka upp á samgöngusamninga til að hvetja það til að nota vist- vænan samgöngumáta og um 10 prósent starfsfólks nýta sér þá, en þeim fjölgar sífellt. Við fengum einnig hjólavottun frá Hjólafærni árið 2019, þannig að við bjóðum starfsfólki okkar upp á læstar hjólageymslur og búningsaðstöðu og erum með hjólagrindur fyrir viðskiptavini,“ segir Berglind. „Við hvetjum okkar fólk líka til að taka þátt í viðburðum sem tengjast hreyfingu og heilbrigði, eins og t.d. Hjólað í vinnuna og Lífshlaupið og bjóðum upp á heilsufarsmælingar og árlega líkamsræktarstyrki. Í starfsfólki okkar búa gríðarlega mikil verðmæti í formi þekkingar sem hjálpar viðskiptavinum að velja réttar vörur fyrir vistvænar byggingar. Regluleg fræðsla er líka mikilvægur liður í að stuðla að jákvæðni og breyttum starfs- háttum í þágu umhverfismála,“ segir Berglind. „Við erum reglulega með umhverfisfræðslu fyrir starfs- fólk okkar og fagaðila og kynnum verktökum til dæmis vistvænar byggingar og vistvænt vöruúrval. Árið 2019 hélt BYKO líka svokall- aðan Umhverfisdag í fyrsta sinn, þar sem boðið var upp á vörukynn- ingar og áhugaverða örfyrirlestra. Hann verður haldinn aftur á vor- mánuðum.“ Framtíðin er stafræn Júlía Pálmadóttir Sighvats, for- stöðumaður viðskiptaþróunar- sviðs, segir að sviðið hafi tvo megináhersluþætti, tæknileg innviði og verkefnastofu. „Hlut- verk tæknilegra innviða er að tryggja að rekstrarumhverfi sé við góða heilsu, sinna endurnýjun á búnaði og koma að vali á viðskipta- kerfum,“ segir Júlía. „Við erum líka stöðugt að endurskoða og hagræða rekstrarumhverfi til að vera undir- búin fyrir tækninýjungar sem ryðja sér til rúms í heildsölu- og smásöluverslunum.“ Hlutverk verkefnastofu er svo að sinna stefnumótandi verk- efnum. „Fyrirtæki eins og BYKO, sem leggur mikla áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini, þarf að bjóða upp á aukna stafræna þjónustu,“ segir Júlía. „Til þess þurfa innviðir að styðja við slíka þróun og í byrjun janúar á þessu ári setti sviðið stórt verkefni í gang, en þá var grunnkerfi BYKO skipt út ásamt þremur tengdum kerfum, en framkvæmdin er hornsteinn þróunar á stafrænni þjónustu. Það er mín skoðun að umhverfis- mál og aukin þróun á stafrænni þjónustu eigi sér mikla samleið, en þar komum við inn á pappírslaus viðskipti og bætta upplýsingagjöf til viðskiptavina, til dæmis um umhverfisvottun á vörum. Tækniþróun í heildsölu- og smávöruverslun er í örri þróun og BYKO fylgist vel með,“ segir Júlía. „Við erum spennt fyrir þeim tæki- færum sem það gefur okkur til að verða öflugri í stafrænni þjónustu.“ Gaman að sjá konum fjölga Íris Sigtryggsdóttir er verslunar- og rekstrarstjóri BYKO í Breidd, sem er stærsta verslun BYKO, en fyrirtækið rekur verslanir á fimm stöðum. „Þjónusta er okkar starf alla daga og hér í Breiddinni starfa um það bil 130 manns. Mannauðurinn er lykilinn í mínu starfi og mikilvæg- asti hlekkurinn í okkar þjónustu,“ segir Íris. „BYKO er í stöðugri þróun og það er verulega gaman að taka þátt í því. Tæknin er orðin stór liður í umhverfi okkar og við erum við stöðugt að bæta okkur þar, bæði varðandi það sem snýr að viðskiptavinum okkar og til að hagræða í daglegum störfum. Konum hefur fjölgað verulega síðustu árin og vinnustaðurinn er orðinn nokkuð blandaður,“ segir Íris. „BYKO er frábær vinnustaður, konur eiga svo sannarlega erindi hingað og það er ánægjulegt að sjá konum í stjórnunarstöðum fjölga. Hér eru verulega spennandi og fjölbreytt störf fyrir bæði konur og karla, byggingamarkaðurinn er í stöðugri þróun og verkefnin eru krefjandi og skemmtileg.“ Konur í karllægu umhverfi BYKO er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður sem hentar konum og körlum. Konum hefur fjölgað verulega síðustu ár og þær setja nú mark sitt á stefnu og rekstur BYKO á ýmsa vegu. Sigríður Grön- dal, fram- kvæmdastjóri vörustjórnunar- og markaðs- sviðs, Íris Sigtryggsdóttir verslunarstjóri, Júlía Pálma- dóttir Sighvats, forstöðumaður viðskipta- þróunarsviðs, og Berglind Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTONB RINK 18 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.