Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 52

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 52
Starfsemi Verkís á Vesturlandi nær til landshlutans alls og lýtur einkum að eftirliti með byggingarfram­ kvæmdum, hvers kyns hönnun og annarri almennri verkfræði­ ráðgjöf. Geirlaug Þorvaldsdóttir er eigandi Hótels Holts. For-eldrar hennar, Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, byggðu það upp jafn- framt því að reka vinsæla verslun, Síld og fisk, sem lengi var staðsett við hliðina á hótelinu. Þau hjónin voru einstakir listaverkasafnarar og nú prýðir hótelið margar af verðmætustu myndum þeirra, meðal annars myndir eftir Kjarval en vinskapur var á milli þeirra. Geirlaug keypti hótelið árið 2004 af systkinum sínum og segist vilja halda því í fjölskyldunni. Geirlaug hefur haldið í hefðirnar og viðheldur því einstaka heimilis- lega umhverfi sem Hótel Holt er þekkt fyrir. Hún býður gestum upp á listagöngu um hótelið tvisvar í Gengið um listasafnið Hótel Holt Geirlaug situr hér í veitinga- salnum á Hótel Holti. Alls staðar blasa listaverkin við gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Mikið og dýrmætt safn af verkum eftir Kjarval prýðir veggi hótelsins. Holt hefur yfir sér virðulegan blæ eða sjarma þar sem það gnæfir yfir miðbæinn í Reykjavík. Hótel- ið var opnað árið 1965 og geymir fádæma lista- verkasafn. viku kl. 17.30. „Við bjóðum þeim sem eru að koma í mat til okkar að ganga um og heyra sögur um verkin. Gangan er öllum opin er þeir sem koma af götunni þurfa að greiða smávegis fyrir,“ segir Geirlaug. „Hótel Holt er eitt af mjög fáum hótelum í heiminum sem hafa svona einstakt safn listaverka uppi á vegg. Það er gaman að geta sagt gestum frá þessum gömlu klassísku verkum meistaranna. Við erum í sambandi við franskan vef sem bendir fólki á hótel með dýrmætum listaverkum. Margir vilja sameina ferðalag og menn- ingu. Það eru ekki margir sem vita að Hótel Holt var upphaflega byggt sem hótel og listasafn. Fyrsta hæðin er friðuð og henni verður ekkert breytt,“ útskýrir hún. „Ég og starfsfólkið höldum það í heiðri sem foreldrar mínir lögðu upp með og geymum söguna. Þau vildu að allir gætu komið og skoðað þessi glæsilegu verk en þetta er stærsta listasafn í einkaeigu hér á landi. Ég ber virðingu fyrir því hvernig hót- elið var innréttað og manni líður eiginlega svolítið eins og að koma heim til sín,“ segir Geirlaug. Á hótelinu er vinsæll veitinga- staður þar sem boðið er upp á íslenskt gæðahráefni. „Við leggjum metnað okkar í að hafa verðið sam- keppnishæft og bjóða upp á góðan mat,“ segir Geirlaug og bendir á fallegan barinn þar sem fólk getur komið inn af götunni og fengið sér kokteil eða annan drykk. „Síðan erum við með Þingholt sem er fyrir veislur og ráðstefnur. Við störfum í samkeppnisumhverfi og leggjum áherslu á góða og faglega þjónustu. Hótelið er vel staðsett í rólegu hverfi og stutt í allar áttir.“ Geirlaug segist ekkert vera að hugsa um að minnka við sig vinnuna því hún hafi enn mjög gaman af henni. „Ég er með gott starfsfólk. Þetta er samvinna,“ segir hún. „Mér finnst ég einstaklega heppin að geta starfað enn. Nýjar kynslóðir vaxa úr grasi og vonandi koma þær líka á Hótel Holt og upplifa þetta einstaka andrúms- loft sem hér hefur verið ríkjandi í 55 ár.“ Þegar starfið var auglýst á síðasta ári ákvað hún f ljót-lega að sækja um og segir að það hafi verið stórt skref. Henni finnst frábært að geta sýnt fram á að konur geti líka komist í stjórn- unarstöður, hafi þær áhuga og metnað fyrir því. „Það má segja að ég sé alin upp á trésmíðaverkstæði föður míns. Sem unglingur vann ég í öllum fríum á verkstæðinu, sem síðar varð sérhæft innréttingar- fyrirtæki. Það að alast upp í þessu umhverfi vakti áhuga minn á því að læra meira tengt byggingar- iðnaði,“ segir Anna María. Hún segist alltaf hafa átt auðvelt með stærðfræði og aðrar raun- greinar í skóla og það hafi legið beinast við að fara í byggingar- tæknifræði. Í því námi hafi verið lögð mikil áhersla á raunveruleg verkefni sem henni líkaði mjög vel. Þegar Anna María útskrifaðist sem byggingartæknifræðingur var lægð í byggingargeiranum og þá var tvennt í stöðunni, að snúa sér að einhverju öðru eða halda áfram menntaveginn og ljúka meistaranámi í byggingar- verkfræði. Þar sem Önnu Maríu langaði að starfa innan bygg- ingargeirans ákvað hún að fara í meistaranámið og leggja áherslu á framkvæmdastjórnun. „Þau ár sem ég hef starfað sem byggingarverkfræðingur og nú sem útibússtjóri þá hef ég aldrei upplifað að það sé komið öðruvísi fram við mig en annað starfsfólk vegna þess að ég er kvenmaður. Flest verk sem ég hef komið að eru í hlutverki eftirlitsmanns í byggingarframkvæmdum, sem enn sem komið eru frekar karl- lægir vinnustaðir, en ég hef aldrei fundið fyrir því að mér sé tekið öðruvísi en samstarfsfélögum mínum,“ segir Anna María. Þegar starf útibússtjóra Verkís á Vesturlandi var auglýst á síðasta ári starfaði hún sem byggingar- verkfræðingur á skrifstofu úti- búsins á Akranesi. „Ég ákvað f ljótlega að sækja um. Ég hugsaði að í versta falli fengi ég ekki starfið og myndi starfa áfram sem verkfræðingur. Það að láta vaða og sækja um var stórt skref en ég var tilbúin í nýjar áskoranir sem felast í starfi útibússtjóra. Því var mjög gleðilegt að mér var treyst fyrir þessu ábyrgðarhlutverki innan Verkís. Mér finnst frábært að geta sýnt fram á að konur geta líka komist í stjórnunarstöður, hafi þær áhuga og metnað fyrir því,“ segir Anna María. Starfsemi Verkís á Vesturlandi nær til landshlutans alls og lýtur einkum að eftirliti með bygg- ingarframkvæmdum, hvers kyns hönnun og annarri almennri verkfræðiráðgjöf. Í útibúinu starfa sex starfsmenn, þrír á Akranesi og þrír í Borgarnesi og er útibúið því í raun starfrækt á tveimur stöðum. Anna María segist horfa til þess að með tíð og tíma verði hægt að fjölga starfs- fólki í útibúinu og opna skrif- stofur á f leiri stöðum í landshlut- anum. Stórt skref að sækja um starf útibússtjóra Byggingarverkfræðingurinn Anna María Þráinsdóttir er önnur konan sem gegnir starfi útibússtjóra hjá Verkís verkfræðistofu. Starfsemin er á Akranesi og nær til landshlutans alls. Anna María Þráinsdóttir byggingarverkfræðingur er útibússtjóri hjá Verkís verkfræðistofu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 30 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.