Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 60

Fréttablaðið - 23.01.2020, Síða 60
Það myndast oft mikil tengsl á milli starfsfólks okkar á heimilunum og íbúanna okkar. Starfsfólk kemur oft í heimsókn til íbúa þegar það er ekki í vinnu til að sýna væntum- þykju og stuðning. Ég man eftir að einn ungur starfsmaður kom og horfði á körfuboltaleik með einum íbúanum og aðstandendum hans, þetta var dásamleg gæðastund sem þau áttu saman. Einnig veit ég um að starfsfólk sem er í fríi komi í heimsókn til íbúa sem er í lífslokaferlinu til að sýna kærleika sinn og hafa aðstandendur nefnt hvað þetta sé að virðingarvert og sýni mikla umhyggju,“ segir Þuríður Ingi- björg Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Nesvalla og Hlévangs. Hún segist hafa heillast af þjónustu við aldraða þegar hún var að læra hjúkrunarfræði og hefur unnið við það alla tíð síðan. „Að vinna á hjúkrunarheimili er gríðarlega gefandi starf og hefur haldið neistanum hjá mér gangandi í rúm 20 ár. Það skiptir miklu máli að hafa ánægju af því sem maður er að gera og veitir manni gleði og lífsánægju. Í þjónustu á hjúkrunarheimilum erum við að veita öldruðum ein- staklingum og öðrum sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda, umönnun og þjónustu á hverjum degi. Fjölbreytileiki sjúkdóma og verkefna er mikill og það eru margs konar áskoranir í okkar starfi og enginn dagur er eins og gerir það lífið á hjúkrunarheimil- inu svo skemmtilegt.“ Hún bendir á að öldrunarhjúkr- un sé mikil fjölskylduhjúkrun og það skipti máli að vera í góðum samskiptum við aðstandendur, vera þeim samferða í gegnum það ferli að vera með ástvin á hjúkr- unarheimili því það geta reynst mörgum erfið spor. „Við eigum að hugsa það út frá því að saman erum við að vinna að því að lífsgæði íbúans séu eins góð og kostur er á hverjum degi. Það að sinna fjölskyldum vel eykur lífsgæði bæði íbúans og fjölskyld- unnar allrar. Það er einnig svo gaman að fá að vera þátttakandi í lífi íbúanna okkar, njóta þeirra miklu visku og reynslu sem þau eru með í farteskinu.“ Hjúkrunarheimili í dag eru mikið að sinna líknandi meðferð- um og segir Þuríður að Hrafnista leggi mikinn metnað í að gera það vel. „Okkar hlutverk er að gera lífs- lokaferlið jafn fallegt og ljósmæður gera við upphaf lífs.“ Þuríður á tæpa tveggja áratuga reynslu á sviði öldrunarþjónustu og hefur séð miklar breytingar frá því hún steig sín fyrstu skref. Þannig séu íbúar að koma inn mun veikari en áður var og einnig er mun yngra fólk að koma því það sé hjúkrunarþörfin en ekki aldurinn sem segir til um hvort einstaklingar fari inn á hjúkr- unarheimili í dag. „Yngra fólk hefur oft ólíkar þarfir og langanir og eru það áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Tækninni hefur f leygt mikið fram og eru f lest hjúkrunarheimili vel búin af góðum hjálpartækjum sem nauð- synlegt er að hafa til umönnunar til að létta af líkamlegu álagi á starfsfólk. Fjölskyldur eru mun meira að taka þátt í daglegu lífi íbúans en áður var og er það mjög farsælt fyrir íbúann og eykur lífs- gæði hans.“ Skiptir máli að hafa ánægju af því sem maður er að gera Þuríður Elísdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Nesvalla og Hlévangs, segir að vinna á hjúkrunarheimili sé gríðarlega gefandi starf. Hún segir mikil tengsl myndast oft milli íbúa og starfsmanna. Fjölskyldur taki meiri þátt í daglegu lífi íbúans en áður sem auki lífsgæðin. Það skiptir miklu máli að að íbúar upplifi heimilislegan blæ, segir Þuríður. Hrönn Ljótsdóttir hefur unnið á Hrafnistu fyrst sem sjúkraliði, svo sem félagsráðgjafi, var forstöðumaður Hrafnistu Boðaþingi, Hrafnistu Reykjanesbæ og er nú forstöðu- maður Hrafnistu Ísafold. Á Ísafold eru 60 hjúkrunarrými, 16 almenn dagdvalarrými og fjögur sérhæfð dagdvalarrými. Heimilið er í nýlegu fallegu húsi við Strikið 3 í Garðabæ. „Miklar breytingar hafa orðið á f lestu sem viðkemur rekstri, við- horfum og menningu hjúkrunar- heimila á þessum 30 árum og er gaman að fá að hafa haft tækifæri til að hafa haft áhrif á þessa þróun, þótt okkur sem vinnum við þetta þykir stundum ganga helst til hægt,“ segir hún og brosir. „Það er gott að líta yfir farinn veg og horfa á hversu mikið er í raun breytt íbúum, aðstandendum og starfs- mönnum til hins betra.“ Hún segir að samvinna sé mikil- væg og að öll lög þjónustunnar vinni vel saman. „Flest þurfum við aðstoð frá samfélaginu okkar einhvern tímann á lífsleiðinni og oftast er það á efri árum. Þá er mikilvægt að öll lög þjónustunnar vinni vel saman, heimaþjón- ustan, heimahjúkrun, dagdvalir, hvíldarinnlagnir, endurhæfing, sjúkrahúsin og hjúkrunarheim- ilin. Það hefur mikil vinna farið fram undan farin ár að hugsa um hjúkrunarheimili sem heimili íbúa okkar, í staðinn fyrir útgáfu af spítalanum. Þar er að mörgu að hyggja, forræðishyggja leikur þar stórt hlutverk, að hafa hlutverk í lífinu þótt kraftur og heilsa sé að þverra – að hafa tilgang með lífinu og að geta gefið jafnt sem þegið skiptir líka flesta miklu máli. Það tekur oft mörg ár að breyta hefðum og venjum en ég held að okkur starfsfólki á Ísafold hafi tekist ágætlega við að setja þessi gildi í forgrunn í okkar starfi.“ Hún segir að hugurinn reiki oft til kolleganna á Landspítalanum. „Við finnum að öllu jöfnu fyrir miklu þakklæti og virðingu við okkar störf. Við hugsum oft til koll- ega okkar á Landspítalanum þar sem hriktir verulega í stoðum þessa dagana, ómanneskjulegt álag og starfsmenn aðframkomnir. Það er vissulega líka álag að vinna á hjúkr- unarheimilum, bæði líkamlega og andlega og aðstaða og bjargir eru eins mismunandi og heimilin eru mörg. Flesta daga gengur þetta þó vel hjá okkur hér í Garðabænum. Við gætum þó alltaf þegið hærri greiðslur frá hinu opinbera og fleiri fagaðila til að gera betur við okkar íbúa og þeirra aðstandendur – því það er okkar markmið.“ Gaman að sjá þróunina Hrönn Ljótsdóttir segir breytingar hafi orðið á flestu sem viðkemur rekstri, viðhorfum og menningu hjúkrunarheimila síðan hún hóf störf fyrir hartnær þremur áratugum. Hrönn segir að öll lög þjónustunnar þurfi að vinna vel saman. Það sem mér finnst skipta meginmáli í starfi okkar á Hrafnistu er að allir séu að vinna að sama markmiði og hjálp- ist að við gera starfið áhugavert og skemmtilegt, en ekki síst þá er þetta fyrst og fremst mjög gefandi starf en að sama skapi getur það líka verið krefjandi svona eins og lífið sjálft,“ segir Sigrún Stefáns- dóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási. Sigrún segir að hún njóti þeirra forréttinda að vakna spennt fyrir komandi degi enda sé enginn dagur eins. „Verkefnin eru fjöl- breytt og geta verið í senn bæði skemmtileg og krefjandi.“ Í Laug- arási vinna um 350 starfsmenn sem sinna fjölbreyttri þjónustu innan öldrunarþjónustunnar. Þar eru margar deildir og einingar sem bjóða upp á mismunandi þjónustu á degi hverjum, tvær dagdeildir, önnur er dagendurhæfing og hin er dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun sem var opnuð á vor- mánuðum 2019. „Það mæta á hvora deild daglega 30 einstaklingar í skipulagða þjónustu sem hefur að markmiði að efla einstaklinginn svo hann geti búið lengur heima. Við erum með hjúkrunar- deildir, sem sinna mismunandi þörfum fjölbreytts hóps íbúa með mismunandi þarfir. Þar af eru einnig rými fyrir einstaklinga sem koma til okkar í styttri innlagnir svo kölluð hvíldarrými og síðan erum við með litla einingu sem sinnir einstaklingum með minn- isjúkdóma. Við erum síðan með stoðdeildir sem sinna fjölbreyttri þjónustu.“ Hún segir starfsmenn sam- henta og metnaðarfulla með mismunandi þekkingu og reynslu sem geri Hrafnistu þar af leiðandi kleift að sinna íbúum og öðrum þjónustuþegum. „Margbreyti- leikinn er mikill í starfinu og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi og ég hætti ekki að dást að þeirri þekkingu sem starfsmenn hafa á hinum ýmsu sviðum bæði tengt öldrunarþjónustunni og líka almennt um allt mögulegt, því að áhugasviðin eru mörg og margbreytileg. Reynslubanki og þekking starfsmanna er ótæmandi fjársjóður sem gott er að geta leitað til í þessu starfi.“ Enginn dagur er eins á stóru heimili Sigrún segir það alltaf vera gaman að vakna til vinnu á hverjum morgni. Reynslubanki og þekking starfs- manna er ótæmandi fjársjóður sem gott er að geta leitað til í þessu starfi. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX 38 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.