Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 76

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 76
innar þetta árið. Hún heldur tón- leika í Norræna húsinu 31. janúar og flytur verk sem voru sérstaklega samin fyrir hana eftir Þórönnu Dögg Björnsdóttur, Þórunni Björns- dóttur, Guðmund Stein Gunnarsson og Birgit Djupdal. „Hún vinnur með tónleikaformið á nýstárlegan hátt. Fólk mun fara í skemmtilegt ferða- lag í Norræna húsinu,“ segir Gunnar Karel. Tónlistarskóli Kópavogs er í samstarf i við hátíðina. „Nem- endur úr tónveri tónlistarskólans munu ásamt tónsmíðanemendum háskólans í Piteå vera með tónleika í Hörpu og í Salnum í Kópavogi,“ segir Gunnar Karel. „Við erum svo með hliðarhátíð 1. febrúar fyrir börn sem heitir Myrkrabörn. Þar verða f lutt verk sem eru skrifuð Í GEGNUM TÍÐINA HEFUR HÁTÍÐIN ORÐIÐ EINN AÐALVETTVANGUR FYRIR ÍSLENSK TÓNSKÁLD TIL AÐ KOMA VERKUM SÍNUM Á FRAMFÆRI. My rk i r mú sí k-dagar hef jast l au g a rd ag i n n 25. janúar og st anda t il 1. febrúar. Hátíðin fagnar 40 ára afmæli í ár og dag- skráin tekur mið af því. „Við fögnum 40 ára afmæli með því að skoða söguna og gerum það með því að horfa til framtíðar. Í ár er sterk áhersla á íslenska flytjendur og íslensk tónskáld, þar af fjölmörg af yngri kynslóð og konur fá stórt pláss,“ segir Gunnar Karel Másson listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Viðburðir á hátíðinni verða um tuttugu og Gunnar Karel nefnir nokkra af mörgum: „Þetta verður dúndurhátíð. Meðal merkra við- burða má nefna Blóðhófni, kamm- eróperu eftir Kristínu Þóru Haralds- dóttur við texta Gerðar Kristnýjar með myndverki Tinnu Kristjáns- dóttur. Hlökk mun frumflytja tón- leikainnsetningu úr plötu sem kom út á síðasta ári. Marco Fusi, fiðlu-og víóluleikari, spilar á víólu d’amore og heldur tónleika þar sem hann leikur eingöngu íslenska tónlist. Atli Bollason er með innsetningu í Norræna húsinu á opnunarathöfn- inni. Hann kallar þetta sjónsmíð, þarna er ekkert hljóð heldur mynd- efni sem hann hefur unnið upp úr hljóðum.“ Kvartett Atla Heimis Á opnunartónleikunum í Nor- ræna húsinu verður frumf luttur f immti streng jak var tett Atla Heimis Sveinssonar. Atli Heimir lést á síðasta ári en skildi eftir sig mikið óútgefið efni, þar á meðal þennan strengjakvartett. „Óút- gefin verk hans eru um 200, sérstakt félag heldur utan um þau og leitast við að koma þeim á framfæri. Það starf hófst áður en Atli Heimir lést,“ segir Gunnar Karel. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands verður með tónleika á Myrkum músíkdögum í Hörpu 30. janúar og þar verður flutt verk eftir Atla Heimi, Hjakk frá árinu 1979. Heiða Árnadóttir sópransöng- kona er staðarlistamaður hátíðar- Áhersla á íslensk tónskáld Myrkir músíkdagar hefjast á laugardag. Gunnar Karel Másson er listrænn stjórn- andi hátíðarinnar. Meðal annars verður frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Myrkir músíkdagar hafa viðhaldið ákveðinni menningarflóru, segir Gunnar Karel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Verk eftir Atla Heimi verður frumflutt á há- tíðinni. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GVA Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is TÓNLIST Kammermúsíkklúbburinn Verk eftir Kodaly og Rakhmaninoff Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 19. janúar Flytjendur: Páll Palomares, Ólöf Sigursveinsdóttir og Bjarni Frímann Bjarnason. Fyrir nokkru var kvartað yfir því að löggur á landsbyggðinni væru svo hallærislegar í íslenskum spennu- þáttaröðum. Tilefnið var treggáfuð sveitalögga sem var með leifar af rækjusamloku í munnvikinu. Löggurnar frá höfuðborginni voru hins vegar alltaf með á nótunum og flottar í tauinu. Í tónleikaskránni í Kammermúsíkklúbbnum á sunnu- daginn var sömuleiðis vegið að Byrjaði vel, en endaði illa Sumar var vel leikið en annað ekki, segir gagn- rýnandinn. dreif býlinu. Þar var hæðnislegur texti um „bændur og búalið“. Hann var í tengslum við aðra tónsmíðina á dagskránni, Dúó fyrir fiðlu og selló eftir Zoltán Kodály, sem Páll Palomares fiðluleikari og Ólöf Sig- ursveinsdóttir sellóleikari spiluðu. Í tónleikaskránni var gefið í skyn að lýðurinn í sveitinni í Ung- verjalandi og Balkanlöndunum hefði í gamla daga ekki borið neitt skynbragð á fjársjóðinn sem fólst í þjóðlögunum. Það þurfti lærða tón- listarmenn, Kodaly og Béla Bartók, til að bjarga menningarauðnum frá því að gleymast. Þetta gerðu þeir með því að ferðast um sveitirnar og taka upp „gólið“ í sveitavarginum. Frjálslegt og lifandi Í verki Kodalys gat að heyra eitt- hvað af þjóðlögunum sem fólkið söng inn á upptökur. Þau voru þó svo haganlega ofin inn í stærri mynd háþróaðs tónmáls að maður tók lítið eftir þeim. Tónlistin var byggð upp eins og samtal tvegga einstaklinga, þetta var ekki bara aðal- og aukarödd. Raddirnar voru réttháar, vógu hvor aðra upp, stund- um með bergmáli, en oftar með mótmælum, sem sköpuðu hrífandi andstæður. Þær voru einkar lifandi í meðförum hljóðfæraleikaranna. Túlkunin var skemmtilega frjálsleg, full af innlifun og snerpu. Tæknileg atriði á borð við tónmyndun og nákvæmni í samspili voru ágætlega útfærð og vönduð. Þetta eru góðu fréttirnar. Þær slæmu eru að Tríó elegiaque nr. 2 eftir Rakhmaninoff, hitt atriðið á efnisskránni, kom ekki vel út. Tríóið er óvanalega langt, tekur um þrjú korter og er ekki með bestu tónsmíðum hans. Sennilega var hann að hugsa heldur mikið um Tsjajkovskíj, enda tónlistin samin í minningu hans. Áhrif hans eru mjög sterk, stundum einum of. Tríóið er nánast eins og píanó- konsert; píanóið er afar fyrir- ferðarmikið, en fiðlan og sellóið í bakgrunni. Bjarni Frímann Bjarnason spilaði á píanóið og því miður verður að segjast eins og er að leikur hans einkenndist af óöryggi. Hröð tónahlaup voru óhrein og sullkennd, og áslátturinn almennt óþæg ilega ha rðu r á hey r na r. Strengjaleikararnir spiluðu betur, en þó ekki alltaf. Upplifunin var því langdregin og lítt ánægjuleg. Kort- erin þrjú sem tekur að flytja verkið voru eins og kosmískar eilífðir og þannig á það ekki að vera. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Sumt var vel leikið en annað ekki og sjálf tónlistin var misgóð. fyrir börn og f lytjendur eru ungt fólk.“ Listamannaspjall verður á hátíð- inni þar sem áheyrendur fá innsýn í ferlið á bak við ýmis verk og einnig ævi og störf listamanna í þeim til- vikum sem það á við. Ekkert gefið eftir Spurður hvaða máli Myrkir músík- dagar skipti fyrir íslenskt menn- ingarlíf segir Gunnar Karel: „Á Myrkum músíkdögum hefur á þessum 40 árum verið frumfluttur ótrúlegur fjöldi verka, um það bil 25 verk á hverri hátíð. Í gegnum tíðina hefur hátíðin orðið einn aðalvett- vangur fyrir íslensk tónskáld til að koma verkum sínum á framfæri. Myrkir músíkdagar hafa viðhaldið ákveðinni menningarf lóru með því að halda áfram og gefa ekkert eftir. Við höfum séð aðrar hátíðir koma og fara en Myrkum músík- dögum hefur tekist að halda velli. Hún er ein af borgarhátíðunum og fékk á síðasta ári viðurkenningu frá Evrópsku listahátíðasamtökunum. Þetta er sannarlega hátíð sem stefn- ir alltaf upp á við.“ BÆKUR Hin konan Greer Hendricks & Sarah Pekkanen Þýðing: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 420 Kápa spennusögunnar Hin konan er prýdd lofsyrðum. „Útsmoginn sálfræðitryllir,“ sagði Library Journ- al. „Rússíbanareið,“ var umsögn Washington Post. „Kemur enda- laust á óvart,“ sagði US Weekly. „Ein besta bók ársins,“ sagði Glamour Magazine af miklu örlæti. Hin konan er þokkalegur sál- f r æ ð i t r y l l i r en ekki meira en það. Helsti kost u r bók- a r i n n a r e r hversu læsileg hún er. Sagan er hins vegar alls ekki jafn ófyrirsjáanleg og gagnrýn- endu r v i lja vera láta. A ð a l p e r - sónan er Vanessa sem var í nokkur ár í hjónabandi með manni sem hún varð bæði fjárhagslega og andlega háð. Hún rekur sögu sína fyrir les- endum og segir frá því hvernig hún lét blekkjast af Richard. Lesand- anum verður fljótlega ljóst að þrátt fyrir slétt og fellt yfirborð er Richard ekki geðfelldur maður. Hann gerir konu sína háða sér, einangrar hana og virðist af einhverjum ástæðum ætíð vita hvar hún er stödd og hvað hún er að aðhafast hverju sinni. Eftir sjö ára hjónaband yfirgefur Richard hana vegna annarrar konu. Lesandinn telur sig vita í hvaða átt sagan er að fara og hefur að mestu rétt fyrir sér. Í lok bókar er ákveðin uppljóstrun, sem kemur lesand- anum engan veginn í opna skjöldu. Reyndar á það við um söguna í heild að þótt hún sé fremur skemmtileg aflestrar þá verður hún aldrei veru- lega spennandi. Hún er líka lengri en henni er hollt, rúmar 400 síður. Lesandanum leiðist þó aldrei. Þann- ig má vel mæla með bókinni fyrir þá sem eru í leit að þokkalegri afþrey- ingu. Meira en það er hún samt ekki. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Spennutryllir sem kemur ekki sérlega mikið á óvart en er þó ekki slæm afþreying. Eftir skilnaðinn 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.