Skírnir - 01.04.2005, Page 9
RITGERÐIR
JÖRGEN L. PIND
Guðmundur Finnbogason
sálfræðingur, ritstjóri Skirnis1
i
Árið 1905 tók nýr ritstjóri við Skírni, Guðmundur Finnboga-
son. Hann átti eftir að setja verulegt mark á tímaritið á fyrri hluta
20. aldar, enda ritstýrði hann því um árabil, fyrst 1905-1907, síð-
an 1913-1920 og loks 1933-1943. Áður en Guðmundur tók við
Skírni voru tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags tvö. Auk
Skírnis, sem hóf göngu sína árið 1827, hafði félagið gefið út Tíma-
rit Hins íslenzka bókmenntafélags frá árinu 1880. Skírnir var
fréttablað, flutti annál helstu atburða ársins en Tímaritinu var
upphaflega ætlað að vera „vísindalegt og fræðandi fyrir alþýðu“.2
Eftir því sem árin liðu urðu lengri fræðiskrif fyrirferðameiri og að
sama skapi dró úr alþýðuhylli Tímaritsins. Ákvað því stjórn
Reykjavíkurdeildar bókmenntafélagsins í júlí 1903 að kanna „hver
leið mundi greiðust til að fjölga félagsmönnum og afla félaginu
meiri alþýðuhylli en það nú nýtur“3 og voru þrír menn fengnir til
að vera með stjórninni í ráðum um þetta, þeir Guðmundur
Björnsson læknir, nafni hans Finnbogason og Þorsteinn Erlings-
son. Var það mat þeirra að Tímarit Bókmenntafélagsins hafi
„aldrei verið haft í miklum metum af alþýðu manna, og mun or-
sökin vera sú, að þetta rit hefir ekki verið nægilega fjölskrúðugt að
efni“ og um Skírni er þess getið að „mjög margir félagsmenn hafa
æskt þess, að félagið hætti að gefa hann út“.4 En þremenningarnir
1 Ég þakka Aldísi Unni Guðmundsdóttur, Sveini Yngva Egilssyni og ónafn-
greindum yfirlesara gagnlegar ábendingar við greinina.
2 Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 1. árgangur 1880:4.
3 Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 25. árgangur 1904:203.
4 Sama rit:204.
Skírnir, 179. ár (vor 2005)