Skírnir - 01.04.2005, Side 10
JORGEN L. PIND
SKÍRNIR
telja þörf á vönduðu íslensku tímariti eins og rökstutt er í álitsgerð
þeirra:
Það mun sanni næst, að alþýða manna nú á dögum í mentuðum löndum
hafi mestan sinn fróðleik úr blöðum og tímaritum, þá er skólunum slepp-
ir [...] Gott alþýðutímarit þarf að vorri hyggju að vera margbreytt að
efni, en ritgerðirnar yfirleitt stuttar. Það má ekki að neinu leyti gefa sig að
stjórnmálabaráttu - ekki vera pólitiskt. Það ætti að flytja ljóst samdar rit-
gerðir um framfaramál þjóðarinnar, einkum þau, er lúta að endurbótum á
mentun hennar og atvinnuvegum, og seilast eftir áliti þeirra manna, er
mesta og bezta hafa þekkinguna í hverri grein. Það ætti ekki að þurfa að
flytja ítarlegar almennar fréttir, hvorki innlendar né útlendar - það gera
nú dagblöðin -, en hins vegar ætti það að flytja alþýðu manna fréttir af
verklegum framförum annarra þjóða, breytingum á siðmenning þeirra,
lífskjörum og lífsskoðunum. Þá ætti það og að flytja fregnir um merkar
vísindanýjungar, þær er á einhvern hátt miða að því, að létta mönnunum
baráttuna fyrir lífinu eða víkka sjónarsvið mannlegs anda. í þessu riti ættu
alþýðumenn að fá fregnir um merkustu bækur, er út koma innanlands og
utan. í því ætti einnig við og við að færa almenningi gullkorn úr nútíðar-
skáldskap og önnur þau ritsmíði, er glæða mega fegurðartilfinningu
manna.5
Varð það því tillaga þremenninganna að tímaritin tvö yrðu
sameinuð í eitt, Skírni - Tímant Hins íslenzka bókmenntafélags.
Onnur tillaga þeirra var að greiða ritstjóra laun enda fyrirséð að
ritstjórnin yrði vandaverk, starf ritstjórans verður
mikið og margbrotið; hann verður að gefa nánar gætur að öllum merkis-
viðburðum innanlands og utan, kynna sér fjölda blaða og tímarita; hann
verður og að gera sér alt far um að afla ritinu aðstoðar allra beztu manna
og fróðustu; af honum verður heimtað, að hvert hefti ritsins sé svo úr
garði gert, að það verði velkominn gestur á hvert heimili.6
Stjórn Bókmenntafélagsins féllst á þessar tillögur þremenning-
anna og var Guðmundur Finnbogason ráðinn fyrsti ritstjóri hins
nýja Skírnis.
5 Sama rit:204-205.
6 Sama rit:206.