Skírnir - 01.04.2005, Page 15
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
13
Harald Höffding var afkastamikill höfundur og dáður kennari
eins og fyrr segir. Hann fæddist í Kaupmannahöfn árið 1843, lauk
stúdentsprófi árið 1861 og innritaðist þá í guðfræðideild Hafnar-
háskóla, ætlaði sér að verða prestur. En kynni hans af verkum
Sörens Kierkegaard gerðu hann fráhverfan prestsstarfinu og hann
sneri sér að heimspekinni eftir að hafa lokið guðfræðiprófinu.
Árin 1868-1869 dvaldi hann í París og varð þar fyrir áhrifum af
pósitífisma Augustes Comte, sótti fyrirlestra hjá Hyppolite Taine
sem um þær mundir vann að riti sínu De 1’intelligence, sem kom
fyrst út 1870. Auk þess sökkti hann sér í verk breska heimspek-
ingsins Herberts Spencer. Þessir höfundar höfðu allir gagnger
áhrif á Höffding sem sagði skilið við fyrri viðhorf, sem voru í anda
þýska ídealismans, og varð nú helsti forvígismaður pósitífismans í
Danmörku.14 Höffding vann fyrir sér sem menntaskólakennari
fram til ársins 1883 er hann var skipaður prófessor í heimspeki við
Hafnarháskóla. Þá hafði hann þegar gefið út tvö athyglisverð rit
um þýska og enska samtímaheimspeki og svo ritið um sálfræði
sem fyrr var minnst á.
„Psykologien er Læren om Sjælen - det er den korteste Be-
tegnelse, vi kunne give af Genstanden for de Undersogelser, vi her
vil anstille". Þannig hefst bók Höffdings um sálfræði.15 En svo
bætir hann við að með þessari skilgreiningu sé svið sálfræðinnar
aðeins afmarkað með grófum hætti sem „fræðin um það sem
hugsar, finnur til og vill“ andspænis eðlisfræðinni sem fjalli um
það sem hreyfist og fylli rúmið. Með þessu sé engin afstaða tekin
til þess hvort sálin sé til sem eitthvað sem eigi sér sjálfstæða tilvist
óháð efnisheiminum. Höffding afneitar öllum slíkum hugmynd-
um en aðhyllist samsömunarkenningu í anda Spinozas og lítur á
sál og líkama sem tvær hliðar á sama peningnum. I sálfræði er lit-
ið á vitundarfyrirbærin eins og hver önnur náttúrufyrirbæri.
í bókinni er sálfræðinni teflt fram sem reynsluvísindum, sem
að hluta byggja á tilraunum, en einnig á annars konar gögnum
14 Um Höffding sjá Koch 2004b:31-87 og Ágúst H. Bjarnason 1905.
15 „Sálfræðin fjallar um sálina, það er í stysta máli efni þeirra rannsókna sem hér
verður greint frá“. Hér er vitnað í 3. útgáfu verksins, Hoffding 1892:1.