Skírnir - 01.04.2005, Page 16
14
JORGEN L. PIND
SKÍRNIR
reynslunnar og sækir óhikað til annarra fræðigreina þar sem við á,
ekki síst til lífeðlisfræðinnar og félagsfræðinnar. Höffding fylgir
hefðbundinni þrískiptingu sálarlífsins í vitsmuni, tilfinningar og
vilja og þótt hann sé hallur undir bresku tengslahyggjuna getur
hann ekki fallist á hugmyndina um að flóknar hugmyndir verði
alltaf til við að einföldum skynhrifum sé raðað saman með ein-
hvers konar „sálrænni efnafræði". Flóknar hugmyndir séu til
marks um skapandi starf hugans, afleiðing af sálrænni „synthesu“,
svo vitnað sé í hugtak sem var Höffding hugleikið.
Bók Höffdings hlaut mikla útbreiðslu eins og áður segir. Ein
helsta ástæða þess er líklega sú að Höffding náði að flétta saman í
ritinu yfirburðaþekkingu á heimspekisögu og hinni nýju sálfræði
sem var að ryðja sér til rúms í Þýskalandi eftir miðbik 19. aldar.
Þannig úir og grúir í bókinni af vísunum í klassíska heimspeki sem
skoðaðar eru í ljósi hinnar nýju vísindagreinar. En jafnframt er
teflt fram djörfum hugmyndum sem hafa vafalítið orkað sterkt á
nemendur Höffdings, meðal annars þegar Höffding gerist tals-
maður „sálarlausrar sálfræði".16 Þarna er skemmtileg hugmynd
sem hefur vafalítið fengið margan stúdentinn til að brjóta heilann
en hefur reynst greininni heilladrjúg. Að öðru leyti hafði Höff-
ding einnig kórréttan skilning á eðli sálfræðinnar: „Der gives alt-
saa ikke én Psykologi, men mange Psykologier".17 Þessi setning er
jafnsönn nú og þegar rit Höffdings kom fyrst út.
Þegar Höffding hafði lokið við fyrsta höfuðrit sitt, sálfræðina,
samdi hann bækur um siðfræði og heimspekisögu nýaldar. Heim-
spekisöguna má einnig telja sígilt rit á sínu sviði. I því riti kom vel
í ljós yfirburðaþekking Höffdings þar sem hann fléttar saman
hugmynda-, vísinda- og heimspekisögu. Upp úr aldamótunum
sneri hann sér svo að þriðja og síðasta þætti ævistarfs síns, trúar-
heimspeki og þekkingarfræði.
Guðmundur sagði frá kennslunni í Höfn í erindi árið 1939:
Kennslunni var hagað þannig, að hver kennari fór yfir eitthvert rit á ein-
um eða tveimur kennslumisserum og áttu nemendur þá til skiptis að búa
16 Samarit:15.
17 „Sálfræðin er ekki ein fræðigrein, heldur margar." Sama rit:28.