Skírnir - 01.04.2005, Page 17
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
15
sig undir tiltekna kafla, sem þeir gerðu grein fyrir, og síðan voru umræð-
ur um efnið á eftir og stýrði kennarinn þeim. Kennararnir voru allir ljúf-
menni og lærðir vel. En fjörugastir voru umræðutímarnir venjulega hjá
próf. Höffding. Hann var hinn elskulegasti maður, alltaf upplagður til að
glíma við viðfangsefnin, glaðvær og hafði lag á að því að láta menn koma
fram með það sem þeim var niðri fyrir.18
Guðmundur sótti tíma hjá Höffding og Kroman og auk þess
hjá tveimur öðrum kennurum á námsárum sínum. Það voru
Claudius Wilkens (1844-1929) prófessor í heimspeki og félags-
fræði og Alfred Lehmann (1858-1921). Lehmann hafði verið skip-
aður tímabundinn dósent í tilraunasálfræði árið 1890. Þeirri stöðu
gegndi hann til ársins 1910 er hann varð „professor extraordinari-
us“ og loks „professor ordinarius“ árið 1919.19 Lehmann var
menntaður náttúrufræðingur frá fjöllistaskólanum í Kaupmanna-
höfn en sneri sér að rannsóknum í sáleðlisfræði og tilraunasálfræði
strax að loknu námi. Hann dvaldi við rannsóknastofu Wilhelms
Wundts (1832-1920) í Leipzig veturinn 1885-1886 en Wundt má
telja helsta forvígismann tilraunasálfræðinnar.20 Þar sinnti hann
sjálfur rannsóknum á sjónskynjun en tók auk þess þátt í rann-
sóknum annarra, meðal annars í rannsóknum Bandaríkjamannsins
James McKeen Cattell. Þær snerust um að „mæla alla mögulega og
kannski einstaka ómögulega sálræna tíma með aðstoð Hipps
krónóskóps", svo vitnað sé til orða Lehmanns í bréfi til Höff-
dings.21
Þegar heim kom setti Lehmann á laggirnar rannsóknastofu í
sáleðlisfræði, Psykofysisk Laboratorium, eina elstu rannsókna-
stofu heims í sálfræði. Hefur verið áætlað að aðeins tilraunastofur
Williams James í Harvard og Wilhelms Wundt í Leipzig (báðar frá
1875) og G. S. Hall við Johns Hopkins háskólann (frá 1881) séu
18 Frá stúdentsárunura í Kaupmannhöfn. Fyrirlestur fluttur í dansk-íslenska fé-
laginu 31. mars 1939. Landsbókasafn, handritadeild: Skjalasafn Guðmundar
Finnbogasonar.
19 From, Moustgaard, Petersen og Willanger 1980; Funch 1986.
20 Boring 1950.
21 Bréf dags. 1. nóvember 1885. Handritadeildin, Det Kongelige Bibliotek Kaup-
mannahöfn, NKS 3815, 4°.