Skírnir - 01.04.2005, Page 18
16
JORGEN L. PIND
SKÍRNIR
eldri.22 Tilraunastofa James var þó frekar ætluð til kennslu en
rannsókna. I fyrstu rak Lehmann stofuna á eigin vegum (í kjallara
Metropolitan-skólans við Frúartorg í Höfn) en árið 1893 tók
Hafnarháskóli við henni. Með myndarlegum styrkjum frá Carls-
berg-sjóðnum tókst Lehmann að búa rannsóknastofuna öflugum
tækjabúnaði, meðal annars státaði hún af Hipps-krónóskópi sem
var notað til að mæla svartíma með millisekúndu nákvæmni. Leh-
mann var sérstaklega afkastamikill höfundur, skrifaði flest höfuð-
rit sín á þýsku og átti því greiðan aðgang að hinu alþjóðlega fræða-
samfélagi. Meginrannsóknasvið hans var líkamlegar tjáningar á til-
finningum en nú er hann líklega þekktastur fyrir skrif sín um hjá-
trú, hindurvitni og spíritisma en hann freistaði þess með tilraun-
um að sýna fram á að finna mætti náttúrulegar skýringar á mörg-
um dulrænum fyrirbærum sem svo eru kölluð.23
Höffding og Lehmann höfðu ólíka sýn á sálfræðina. I huga
Höffdings var sálfræðin vissulega byggð á reynslu en var þó óað-
skiljanlegur hluti heimspekinnar. Lehmann barðist fyrir sjálfstæði
sálfræðinnar við Hafnarháskóla, en þar var við ramman reip að
draga þar sem Höffding var. Þremur árum eftir að Höffding hafði
látið af störfum varð sálfræðin loks að sjálfstæðri prófgrein við
Hafnarháskóla.
Ágúst H. Bjarnason - sem las heimspeki samhliða Guðmundi
við Hafnarháskóla og hafði einnig sálfræðina sem aðalgrein -
bregður skemmtilegu ljósi á þann mun sem var á kennslustundum
hjá Höffding og Lehmann á þessum árum:
Enn minnist ég þess hversu oft Höffding hafði yfir þau orð Hobbes, að
það að eitthvað birtist sjónum okkar er undrið mesta. Fyrir Höffding, rétt
eins og Hobbes, var þetta megingáta sálfræðinnar, já sjálfrar heimspek-
innar. Þetta var gátan um uppruna vitundarinnar, sem, þó hún væri ef til
vill óleysanleg, væri vel þess virði að ræða. Þessi gáta [og aðrar um tengsl
líkama og sálar] voru ræddar öðru hverju á „heimspekifundum" okkar,
og vangaveltur okkar leiddu yfirleitt til þeirrar niðurstöðu að viðfangs-
22 Harper 1950.
23 Meðal annars í ritinu Overtro og trolddom. Fyrsta útgáfan er frá 1893-1896 í
fjórum bindum. Lehmann gaf út endurskoðaða og aukna útgáfu bókarinnar
árið 1920. Sú útgáfa var endurprentuð 1968 og 1999.