Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 23
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
21
það stafi af því að menn séu svo „vanir að telja menntun fólgna í
þekkingu á dauðum bókstaf“.36 En þótt menntuninni sé ætlað að
efla einstakar líkams- og sálargáfur verður þó að minnast þess að
mannssálin „er engin kommóða með mörgum skúffum og sitt í
hverri, skynjanir í einni, ímyndanir í annarri og tilfinningar í þriðju
o.s.frv. heldur er hún lifandi heild, þar sem einum þættinum er
brugðið og slungið um annan, viðkvæmur vefur þar sem allir
þræðir titra sé einn þeirra snortinn".37 Síðar í kaflanum ræðir Guð-
mundur um þá þrjá þætti sem hafa áhrif á kennsluaðferðir: mark-
mið kennslunnar, þroski nemandans og eðli námsgreinarinnar.
Að loknum þessum inngangi - og hér hefur aðeins verið stikl-
að á fáum atriðum hans - víkur Guðmundur að einstökum náms-
greinum, móðurmáli, sögu, landafræði, náttúrufræði, reikningi,
teikningu, handavinnu, íþróttum, söng og kristindómsfræðslu.
Hér er ekki ástæða til að fjalla um vangaveltur Guðmundar um
þær, nema að því er snertir móðurmálið en þar ræðir Guðmundur
í nokkuð löngu máli skort á góðri lesbók og vandann við að semja
slíkt rit. Nokkrum árum síðar réðst Guðmundur í það með öðr-
um að taka saman slíka bók, Lesbók handa börnum og unglingum.
Síðustu fjórir kaflar bókarinnar fjalla um skóla, bókasöfn,
stjórn og umsjón lýðskólanna og kennaraskólann. I kaflanum um
skóla ítrekar Guðmundur mikilvægi skólans fyrir þroska einstak-
lingsins: „Því meira atkvæði sem einstaklingar þjóðarinnar eiga
um öll opinber mál, því brýnni nauðsyn er á því að sem flestir fái
þann þroska er þarf til þess að greiða rétt atkvæði um slík mál“.38
Eina lausnin til þess að tryggja öllum menntun er að lögleiða
skólaskyldu: „Takmarkið, sem vér verðum að keppa að, er því al-
menn skólaskylda um land allt“.39 I kaflanum um kennaraskólann
leggur hann til að skólinn verði í Reykjavík, en margir höfðu mælt
með því að hann yrði í Hafnarfirði.
Sumarið 1903 skilaði Guðmundur skýrslu til Alþingis um ferð
sína um Norðurlönd og tillögur um úrbætur í menntamálum.
36 Sama rit:36.
37 Sama rit:37.
38 Samarit:131.
39 Sama rit:137.