Skírnir - 01.04.2005, Qupperneq 28
26
JORGEN L. PIND
SKÍRNIR
Tökum til dæmis yrðlinginn á Kjóastöðum. Hann var tjóðraður á hól-
barði nokkru þannig að band var sett um háls honum, svo þröngt, að eng-
inn kostur var að smokka sér úr því; í það var fest járnfesti nokkurra álna
löng; á öðrum enda hennar var járnhólkur, er smokkað var á tjóðurhæl-
inn; hann var líka úr járni. Lítilli stundu eftir að bóndi hafði tjóðrað hann
þannig, varð hann laus, en náðist fljótt, því að hann dró járnfestina. Bóndi
skildi ekki í hvernig hann hefði farið að losa sig, því að festin var heil og
hólkurinn á endanum; og járnteinninn stóð með ummerkjum, sem hólk-
inum hafði verið smokkað á. Bóndi smeygði nú hólkinum aftur á teininn,
gekk burt og lagðist í leyni, til þess að sjá hvað litli refurinn tæki til
bragðs. Rétt hjá tjóðurhælnum var garðbrot lítið, álíka hátt og hællinn
stóð upp úr jörð. Þegar bóndi var horfinn, hleypur rebbi upp á garðbrot-
ið og hoppar í loft upp eins hátt og hann getur, og nær með því móti hólk-
inum upp af teininum og er nú laus. Bóndi kom og smeygði aftur hólk-
inum á teininn, og batt svo um snæri fyrir ofan, til þess að hólkurinn
gengi ekki upp af. Síðan felur hann sig aftur. Jafnskjótt sem hann var horf-
inn, hleypur rebbi litli upp á garðinn og hoppar og hoppar eins og áður,
en nú nam hólkurinn við snærishnútinn og gekk ekki lengra. Þetta þykir
rebba kynlegt, hættir hoppinu og horfir á hnútinn um hríð; hleypur svo
ofan af garðinum, klórar sig upp eftir teininum og nagar burt snærið,
hleypur síðan aftur upp á garðinn og hoppar hátt í loft; var nú ekkert til
fyrirstöðu, og losnar hann enn í þriðja sinn.50
Þessi frásögn er dæmigerð fyrir Guðmund sem grípur til dæma
og líkinga úr íslensku umhverfi og bókmenntum hvenær sem færi
gefst.
I doktorsritgerðinni fjallaði Guðmundur um hluti eins og eft-
irhermur og samhljómun í sálarlífi fólks. Við getum kynnst hlut-
um af almennum eiginleikum þeirra, eiginleikum sem ráða flokk-
nn þeirra. En svo er einnig til að við kynnumst hlutum af sér-
kennileik þeirra. Það gerum við þegar vaknar hjá okkur ósjálfráð
þörf til eftirlíkingar á því sem við sjáum eða heyrum. Það sem við
skynjum orkar beint á hreyfikerfi okkar. Þetta getur bæði átt við
um dauða hluti og lifandi. Við getum farið ósjálfrátt að draga
útlínur stafs sem við höfum fyrir augunum, hallað okkur eins og
skakkt tré, fundið til þyngsla í öxlum við að horfa á myndastyttu
50 Guðmundur Finnbogason 1912:61-62.