Skírnir - 01.04.2005, Page 31
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR FINNBOGASON
29
íslands buðu þeir Ágúst H. Bjarnason upp á kennslu til meistara-
prófs í sálfræði en enginn mun þó hafa lokið því prófi. Guðmund-
ur hélt fyrirlestra um „manngreinarfræði", sálfræði námsins, til-
raunasálfræði, vinnusálfræði og gerði sálfræðitilraunir með stúd-
entum en Ágúst hélt fyrirlestra um „sálargrennslan Freuds og
Jungs“, þróunarsálfræði og önnur efni. Á þessum árum gaf Guð-
mundur út þrjár bækur um sálfræðileg efni. Um sálfræði vinnunn-
ar fjallaði hann í ritunum Vit og strit frá 1915 og Vinnunni frá
1917. Bók um sjónskynjun, Frá sjónarheimi, gaf hann út 1918 en
þar fjallar hann um eðli sjónar og auk þess um fagurfræði frá sjón-
armiði tilraunasálfræðinnar.
Staðan í hagnýtri sálfræði varð hins vegar ekki langlíf í Há-
skóla Islands þar eð Alþingi lagði hana niður árið 1924 í sparnað-
arskyni og gerðist Guðmundur þá landsbókavörður. Þegar Guð-
mundur varð sextugur rifjaði hann upp þegar hann var „dubbað-
ur prófessor“:
Þá var þetta kveðið:
Hann fannst eftir andlegt ráp
út’ í mannlífsurðinni,
var svo fleygt í skólaskáp
og skellt í baklás hurðinni.
En eg hafði ekki lengi setið í þeim skáp, þegar eg heyrði, að farið var að
rjála heldur óþyrmilega við skráargatið, og eg gat ekki betur heyrt en að
allir flokkar á þingi væru staðráðnir í að stinga skápinn upp og fleygja mér
út, eða hola mér niður einhverstaðar annarstaðar. Þá varð eg hræddur og
opnaði skápinn að innan sjálfur og lét flytja mig til geymslu upp á Lands-
bókasafn. Þar hefi eg svo verið í friði síðan.57
Þegar prófessorsstaðan í hagnýtri sálfræði var lögð niður sá
Guðmundur á bak starfi í þeirri vísindagrein, sálfræðinni, sem
hann unni mest.58 Að baki var einnig hið merkilega starf hans að
57 Guðmundur Finnbogason 1962:127-128.
58 Samanber ummæli sem Guðmundar lét falla í ritdómi um Almenna sálarfrœði
Ágústs H. Bjarnasonar, Lögrétta, 14. október 1916, 173: „... fátt er skemmti-
legra en að sjá eitthvað vel af hendi leyst í þeirri grein sem maður ann mest og
sjálfur fæst við“.