Skírnir - 01.04.2005, Page 32
30
JORGEN L. PIND
SKÍRNIR
uppeldismálum. Næstu tvo áratugina lét Guðmundur þó áfram
mikið að sér kveða, en nú á nokkuð öðrum sviðum. Víst er að
penninn féll honum sjaldan úr hendi, en hér verður fæst eitt nefnt
af því sem hann ritaði á þessum árum. Islenskt þjóðerni var Guð-
mundi ætíð hugleikið og ekki dró úr áhuga hans eftir heimsóknina
í byggðir Vestur-íslendinga árið 1916. Árið 1933 kom út bókin Is-
lendingar en í henni freistaði Guðmundur þess að varpa ljósi á sér-
kenni þjóðarinnar. íslenskt mál var annað helsta áhugasvið hans og
eru störf hans að málrækt og nýyrðasmíð vel þekkt.59 Hann rit-
stýrði og skrifaði drjúgan hluta af Iðnsögu Islendinga sem kom út
1943. Fjölda greina skrifaði hann í tímarit, einkum í Skírni, og gaf
út úrval þeirra í ritinu Huganir. Guðmundur var á sinni tíð þekkt-
ur sem snjall ræðumaður og eftirsóttur sem slíkur á mannamótum.
Úrval úr ræðum hans er að finna í bókinni Mannfagnaður.60
Þegar Guðmundur varð sjötugur lét hann af störfum lands-
bókavarðar. Nokkrum dögum síðar skrifaði hann vini sínum Stef-
áni Einarssyni, prófessor í Bandaríkjunum, og sagði meðal annars:
Rétt getur þú til um það, að mér fannst ég vera að byrja nýtt líf, er ég fékk
lausn í náð frá embættisstörfum og fékk að eiga allan minn tíma sjálfur, og
ætlaði ég að verja þeim stundum, er ég ætti eftir, til þess að skrifa um það
er mér væri sjálfum hugleiknast, og helzt um heimspekileg efni.61
Honum varð þó ekki að þeirri ósk því ári síðar, 17. júlí 1944,
varð hann bráðkvaddur.62 En námsgreinin frá Hafnarárunum var
honum hugleikin þegar hann lét af störfum. Það er kannski að
vonum því að hún hafði - að minnsta kosti að mati þess sem hér
ritar - orðið kveikjan að frumlegasta og snjallasta verki hans, rit-
inu um Samúðarskilninginn, höfuðriti í íslenskri sálfræði.
59 Baldur Jónsson 1976.
60 Guðmundur Finnbogason 1943, 1962.
61 Stefán Einarsson 1948:368.
62 Einar Ólafur Sveinsson ritaði minningargrein um Guðmund í Skírni 1944.