Skírnir - 01.04.2005, Page 35
ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ
Hugtakakerfi Hávamála
Þeir sem skrifað hafa um Hávamál í áranna rás hafa fyrst og
fremst fjallað um uppruna kvæðisins og aldur.1 Minna hefur verið
skrifað um Hávamál í ljósi heimspeki. Þau skrif hafa þá einkum
falist í því að endursegja einstakar hugmyndir í kvæðinu án þess
að gera frekari grein fyrir innbyrðis tengslum þessara hugmynda.2
í stað þess að telja einungis upp heimspekilegar hugmyndir í
Hávamálum hyggst ég því greina hugtakakerfi kvæðisins með
skipulegum hætti. Vegna þessa hef ég leitt hjá mér viðtekna sex
flokka í skiptingu Karls Miillenhofs á Hávamálum, enda hefur
hún lítið notagildi í þessu samhengi.3 Sú skipting snýr fyrst og
fremst að mismunandi aldri þáttanna. Þess í stað skipti ég Háva-
málum eingöngu í tvo flokka, sígildan og sérgildan. Sígildi flokk-
urinn eru boð um ákveðin lífsgildi sem virðast hvorki bundin stað
né stund, heiðni eða kristni, enda eiga þau jafn vel við í dag og fyr-
ir 1000 árum.4 Sérgildi flokkurinn eru hins vegar boð um lífsgildi
1 Grein þessi er samin upp úr BA-verkefni mínu, Heimspeki Hávamála (Háskóla
Islands í maí 2003). Ég þakka Gunnari Harðarsyni, Guðrúnu Nordal, ritstjór-
um Skímis og nafnlausum yfirlesurum gagnrýni og þarfar ábendingar.
2 Þó skal tekið fram að Guðmundur Finnbogason („Lífsskoðun Hávamála og
Aristóteles"), Símon Jóh. Ágústsson (Álitamál) og Hermann Pálsson (Heimur
Hávamála og Hávamál í Ijósi íslenskrar menningar) hafa allir lagt áherslu á
heimspeki í Hávamálum.
3 Flokkarnir eru Gestaþáttur (v. 1-83), Fyrra dæmi Óðins (v. 84-102), Síðara
dæmi Óðins (v. 103-110), Loddfáfnismál (v. 111—137), Rúnatal (v. 138—145) og
Ljóðatal (v. 146-163). Hávamál (1996), bls. 5. Sjá einnig Einar Ól. Sveinsson
(1962), bls. 296.
4 Skiptar skoðanir eru um aldur Hávamála. Það eina sem við vitum með vissu er
að kvæðið er varðveitt í Konungsbók Eddukvæða sem fræðimenn telja frá 13.
öld. Sjá „Uppruni, aldur og varðveisla" í ritgerð minni Heimspeki Hávamála.
Skírnir, 179. ár (vor 2005)