Skírnir - 01.04.2005, Page 41
SKÍRNIR
HUGTAKAKERFI HÁVAMÁLA
39
- gildi sem sýna hvað maður á fremur en hvað maður er - skör
lægra í leit sinni að sælu.
Af framansögðu má vera ljóst hve mikilvægt sjálfsskynið er í
Hávamálum. I v. 103 er þetta áréttað með mynd af manni sem er
glaður og reifur, minnugur og málugur, margfróður og þekkir
sjálfan sig. Maðurinn í v. 103 er raunar eins konar staðalmynd
þeirrar manngerðar sem er lofsömuð í Hávamálum. Þessu til
stuðnings nægir að nefna að lofræðunni í v. 103 lýkur á orðunum:
„Oft skal góðs geta.“10
(2) Að beita viti sínu rétt varðar ekki aðeins sjálfsskyn einstak-
lingsins heldur einnig breytni hans, hvernig sé best að verja tíma
sínum og hvað beri að forðast. Símon Jóh. Ágústsson hefur nefnt
hæfileikann til að velja sér rétt viðfangsefni í lífinu gildisskyn. Með
réttri beitingu vitsins velur maður sér viðfangsefni sem stuðla að
vegsæld manns.11 Símon tekur dæmi af v. 23:
Ósvinnur maður
vakir um allar nætur
°g hyggur að hvívetna.
Þá er móður
er að morgni kemur.
Allt er víl sem var.
Heimskinginn liggur andvaka uppi í rúmi alla liðlanga nóttina,
borinn ofurliði af áhyggjum sínum. Hann sefur ekki dúr vegna
þeirra, jafnvel þótt þær verði enn til staðar daginn eftir: „Allt er víl
sem var.“ Gildisskyn þessa manns er því rangt, enda lætur hann
áhyggjur sínar bæði meina sér nætursvefns og grafa undan lífsgleði
sinni. Andstæðu þessa manns er að finna í v. 48: „Mildir, fræknir /
10 Hér skýrist merkingin með lestri fornsagna. í ísleifs þætti biskups segir að Jón
Ögmundsson hafi mælt þessi eftirmæli um ísleif biskup: „„Svá var ísleifr, fóstri
minn; hann var manna vænstr, manna hagastr, allra manna beztr.“ Þá mæltu
viðmælendur hans: „Hverr gat nú hans?“ Hann svaraði: „Þá kemr mér hann
[jafnan] í hug er ek heyri góðs manns getit. Hann reynda ek svá at gllum hlut-
um.““ (Biskupa sögur II, bls. 338.) Svipuð frásögn er í Jóns sögu biskups:
„Hans skal eg ávallt geta er eg heyri góðs manns getið.“ (Hermann Pálsson
(1990), bls. 97.)
11 Símon Jóh. Ágústsson (1959), bls. 90.