Skírnir - 01.04.2005, Page 43
SKÍRNIR
HUGTAKAKERFI HÁVAMÁLA
41
enda reynist þeim erfiðara að greina aðstæður sínar og leysa
vandamál. Með öðrum orðum, ræktun vits er forsenda þess að
maður geti beitt viti sínu rétt - að maður öðlist rétt sjálfs- og gild-
isskyn - og verði þar með sæll. Þrjár forsendur fyrir ræktun vits
eru tilgreindar í hugtakakerfi Hávamála. Þær eru „víðförli", „at-
hygli“ og „samræður".
í v. 5 er hugmyndin um ræktun vits og víðförli sameinuð: „Vits
er þörf / þeim er víða ratar. / Dælt er heima hvað.“ Hugmyndin er
tvíþætt. Annars vegar að vitið sé nauðsynlegt þeim sem ferðast,
því það getur reynst eina stoð manns á fjarlægum slóðum, og hins
vegar að með manni þróist vit ef maður ferðast, því í fjalldal átt-
hagans er allt auðvelt. Nýjar slóðir, nýir menn og nýjar venjur
auka víðsýni manns meira en nokkuð annað (v. 18). Vísubrotið
minnir okkur raunar á uppruna orðsins heimskur sem er dregið af
orðstofninum heim.12
Ferðalög sem slík eru hins vegar ekki nægjanlegt skilyrði fyrir
ræktun vits. Til þess þarf hinn langförli gestur einnig að vera „at-
hugull“, skoða með augum sínum og hlýða með eyrum hvar sem
hann ber að garði. Minnumst upphafsorðanna í Hávamálum í því
samhengi: „Gáttir allar / áður gangi fram / um skoðast skyli, / um
skyggnast skyli." Slík varúð er nauðsynleg þar sem manni er allt
ókunnugt og aldrei er að vita hvar hætta steðjar að (v. 7 og 38).
Gætni og athygli svífa einnig yfir vötnum í v. 6: „Þá er horskur og
þögull / kemur heimisgarða til, / sjaldan verður víti vörum.“ Hinn
vitri og þögli maður er gætinn og athugull þegar hann kemur til
bæja, bústaða eða ókunnra staða,13 og verður því sjaldan á skyssa.
Að vera athugull og þögull er einmitt það sem Óðinn er sjálfur í v.
111, þegar hann situr að Urðarbrunni og hlýðir á mál manna.
En auk víðförli og athygli er samræða við aðra menn talin for-
senda þess að vitið megi þroskast. Samræðan reynir á skynsemina
og færir manni nýja þekkingu og skilning svo að vitið vex (v. 28 og
63). I v. 57 er útskýrt hvers vegna samræðan er svo mikilvæg við
ræktun vitsins. Ekki sakar að vitna til hennar, enda ein fallegasta
12 Guðmundur Finnbogason (1929), bls. 86.
13 Hermann Pálsson (1999), bls. 154.