Skírnir - 01.04.2005, Page 45
SKÍRNIR
HUGTAKAKERFI HÁVAMÁLA
43
réð ríkjum við tilurð þess. Þetta sést berlega þegar tiltekin breytni
er sett í samhengi við tilteknar aðstæður í kvæðinu en þá kemur
ekki aðeins fram hvort maður sé kurteis eða ókurteis, heldur jafn-
framt hvaða siðgerð maður hefur að geyma - hvernig siðferðisvera
maður er. I því sambandi er vert að hafa í huga að orðin góður og
illur eru ekki notuð þegar fjallað er um siðferðismál í Hávamálum,
heldur vitur og ýmis orð sem merkja andstæðu þess.14 Hinn óvitri
og ókurteisi maður jafngildir því siðlausum manni í Hávamálum,
enda eru mannasiðir og siðferðishvatir álitin af sama meiði.
Forsendur háttprýði eru „hófsemi“ og „jöfnuður". Þær vísur
sem fjalla um háttprýði sýna þetta vel: í v. 17 fylgjumst við með
hinum ókurteisa manni sem glápir og blaðrar og heldur ekki í
heiðri þá kurteisi að leyfa öðrum að komast að. í v. 19 heldur hinn
ókurteisi of lengi á drykkjarkeri sínu, hvort sem hann er einn um
það eða skiptist á því líkt og við sveitardrykkju.15 I v. 35 er mað-
ur varaður við að sitja of lengi hjá vini sínum, enda er slíkt uppá-
þrengjandi og ókurteisi, eða eins og segir í Egils sögu Skallagríms-
sonar: „...var [það] enginn siður að sitja lengur en þrjár nætur að
kynni.“lé I v. 39 er nefndur til sögunnar örlátur maður sem öðr-
um ber að sýna sams konar örlæti og í v. 75 er maður beðinn um
að sakast ekki út í menn sem eru snauðir því þeim skal ekki finna
slíkt til foráttu. Hert er á slíku jafnræði í v. 30 en þar segir að aldrei
skuli gera öðrum háðung: „Að augabragði / skal-a maður annan
hafa, / þótt til kynnis komi.“ Vísa 132 boðar hið sama: „Að háði
né hlátri / hafðu aldregi / gest né ganganda." Forsendur hins hátt-
prúða einstaklings eru því hófsemi í tali og breytni, auk jafnaðar í
verki.
Þrátt fyrir að hófsemi sé önnur forsenda háttprýði þá gegnir hún
svo veigamiklu hlutverki í hugtakakerfi Hávamála að hún er einnig
þriðja og síðasta forsenda þess að vera snotur. Hófsemin býr raun-
14 Larrington (1993), bls. 56.
15 Hermann Pálsson (1990), bls. 76.
16 íslendingasögur, I. bindi (1970), bls. 212.