Skírnir - 01.04.2005, Side 50
48
ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ
SKÍRNIR
magnið sem slíkt ekki skipta máli, heldur að maður gefi félaga sín-
um helming þess sem maður er með. Með þessari vísu er tónninn
sleginn, forsenda vináttu er ekki aðeins gjafmildi, jafnvel þó að lít-
ið sé til skiptanna („Oft kaupir sér í litlu lof“), heldur og jöfnuð-
ur, hvort sem litið er til stofnunar vináttu eða til að viðhalda
henni.18 Jöfnuður er ávallt grundvallarreglan sem vinum ber að
virða. Mýmörg dæmi víðs vegar í Hávamálum styðja þessa full-
yrðingu. I v. 41 segir: „Vopnum og voðum / skulu vinir gleðjast..."
og „Viðurgefendur og endurgefendur / erust lengst vinir ...“, í v.
42 segir: „Vin sínum / skal maður vinur vera / og gjalda gjöf við
gjöf“ og í v. 46 segir: „Glík skulu gjöld gjöfum.“ Boðskapurinn er
því skýr, vinátta heimtar jöfnuð og endurgjald.
Hugmyndin um jöfnuð á milli vina á ekki aðeins við um ytri
gæði, líkt og mat, drykk og klæði (v. 49), heldur þurfa þeir einnig
að skiptast á „innri gæðum“ lífsins, hugsunum sínum, vonum og
væntingum:
Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda (v. 44).
Varúðin sem einkennir Hávamál er látin víkja fyrir vináttunni.
Hún er álitin mikilvægari. I návist góðs vinar er maður öruggur og
þess vegna skulu einurð og einlægni ráða lögum og lofum á milli
þeirra, auk þess sem það styrkir vináttuböndin.
En til þess að rækta vináttuna er ekki nóg að skiptast á gjöfum
og geði, maður þarf einnig að hitta vini sína - og það oft. I v. 119
er fallega ort um heimsóknir vina:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir,
farðu að finna oft.
merki hér helming þess. Hin skýringin er sú að svo lítið sé í kerinu - svo lítið
til skiptanna - að það þurfi að halla því verulega til þess að hægt sé að drekka
úr því.
18 Guðmundur Finnbogason (1929), bls. 97.