Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 52
50
ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ
SKÍRNIR
áfram í vitund niðjanna og allra sem til spyrja því að þeir muni
halda minningu manns á lofti. Því ríður á að nýta þetta líf til fulls
því að eftir daga manns munu niðjarnir minnast þess orðstírs sem
maður gat sér, hvort sem hann var slæmur eða góður.20
(iii) Vandamenn í Hávamálum eru ekki aðeins ættingjar og
fjölskylda, heldur einnig makar. Margar vísur snúa að ástarmálum
karla og kvenna og hvernig rétt sé að bera sig að, t.d. ,,[í] myrkri
[skal] við man spjalla: / Mörg eru dags augu.“ (v. 82.) Eftir hin
margfrægu en óvægnu orð „Meyjar orðum / skyli manngi trúa ..."
í v. 84, er sagt að körlum sé ekki heldur treystandi: „Bert eg nú
mæli, / því að eg bæði veit, / brigður er karla hugur konum.“ (v.
91.) Með öðrum orðum, bæði kynin eru brigðul. Þau standa jafn-
fætis hvað það varðar. Kynin eru einnig sýnd standa jafnfætis í
Billings meyjar þætti (v. 96-102) og í Gunnlaðarþætti (v. 104-110).
I hinum fyrri hefur konan karlinn að fífli, í hinum síðari er því
öfugt farið. I báðum ástarsögunum er því dregið fram hið versta í
fari kynjanna. Á eftir v. 91 fylgja fallegar vísur um ástina og vald
hennar, að enginn maður skuli niðra annan mann fyrir þá ást sem
hann ber í brjósti sér (v. 93), því að hin máttuga ást geti gert hinn
vitra mann að heimskingja (v. 94). Hinn athyglisverði boðskapur
er því sá að maður þurfi að vera tilbúinn til að láta vitið víkja fyrir
ástinni. Vísa 95 er síðasta vísan sem fjallar um ástina áður en ást-
arævintýri Óðins hefjast. í henni nær umfjöllunin eins konar há-
marki, ekki aðeins vegna staðsetningar vísunnar, heldur jafnframt
vegna inntaksins: „Öng er sótt verri / hveim snotrum manni / en
sér engu una.“ Með öðrum orðum, að elska enga konu (í samhengi
við staðsetningu vísunnar) er líkt og versti sjúkleiki.
I Hávamálum er þó gerður greinarmunur á konum: þeim sem
maður vill eiga stundargleði með og hinum sem maður vill verja
löngum tíma með, jafnvel ævi sinni allri. Fyrir fyrri hópnum er lít-
il virðing borin og eiga kvenfyrirlitningarvísur Hávamála
20 Guðmundur Finnbogason (1933), bls. 51. Þó er vert að taka fram að hinar
margfrægu v. 76 og 77, sem hefjast á orðunum „Deyr fé, deyja frændur, deyr
sjálfur ið sama“, fjalla einnig um hinn ódauðlega orðstír en með þeim formerkj-
um að sé orðstírinn góður þá lifi hann áfram óháð niðjum manns.