Skírnir - 01.04.2005, Page 66
64
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
Sonatorreki að höfundur kvæðisins „þeysi“ skáldskapnum upp.
Þá er það sameiginlegt í þremur síðustu dæmunum að skáldin
biðja áheyrendur að hlýða á er skáldskapurinn streymi þeim af
munni fram. I þessum dæmum kemur ekki annað fram en að þrjú
síðarnefndu skáldin hafi einnig borið helga lotningu fyrir goðsög-
unni um skáldamjöðinn sem dýrmætri gjöf frá guði skáldskapar-
ins.
Heimildir frd kristnum tíma
Þá liggur næst fyrir að líta á heimildir frá kristnum tíma. I Snorra-
Eddu frá fyrsta fjórðungi 13. aldar segir Snorri Sturluson frá því er
Óðinn saup gervallan skáldamjöðinn úr Óðreri, Són og Boðn og
lýsir því síðan þannig hvernig hann flutti mjöðinn til Ásgarðs:
Þá brásk hann í arnarham ok flaug sem ákafast: en er Suttungr sá flug arn-
arins, tók hann sér arnarham ok flaug eptir honum. En er æsir sá, hvar
Óðinn flaug, þá settu þeir út í garðinn ker sín, en er Óðinn kom inn of
Ásgarð, þá spýtti hann upp miðinum í kerin, en honum var þá svá nær
komit, at Suttungr myndi ná honum, at hann sendi aptr suman mjöðinn,
ok var þess ekki gætt; hafði þat hverr, er vildi, ok köllum vér þat skáld-
fífla hlut. En Suttunga-mjöð gaf Óðinn ásunum ok þeim mönnum, er
yrkja kunnu.12
í framhaldi ræðir Snorri Sturluson hvert sé gildi umræddrar frá-
sagnar fyrir ung skáld 13. aldar er vilja heyja sér orðfjölda með
fornum heitum. Hann ráðleggur skáldunum að skilja bókina,
Eddu, eingöngu „til fróðleiks ok skemmtunar" og bætir síðan við:
En ekki er at gleyma eða ósanna svá þessar frásagnir, at taka ór skáldskap-
inum fornar kenningar, þær er höfuðskáld hafa sér líka látit, en eigi skulu
kristnir menn trúa á heiðin goð ok eigi á sannyndi þessa sagna annan veg
en svá sem hér finnsk í upphafi bókar, er sagt er frá atburðum þeim, er
mannfólkit villtisk frá réttri trú ... 13
Framsetning Snorra og orðalag sýnir að hann hefur talið Eddu
veraldlegt rit eingöngu og því fer fjarri að hann hafi litið á frásög-
12 SnE, 112.
13 SnE, 113-114.