Skírnir - 01.04.2005, Page 71
SKÍRNIR VANHELGUN NORRÆNNAR GOÐSÖGU 69
og nákvæm lýsing þess atferlis undirstrikar ferlegheit samkom-
unnar. Eina skáld veislunnar, Egill, kastaði fram kersknisvísum í
stað þess að ljóða kurteislega á konunginn. Höfundur sögunnar
virðist leggja sig fram um að lýsa ítarlega grófri og siðlausri fram-
komu veislugesta.
Ekki er fráleitt að ætla að orðrómur um einhvers konar helgi-
spjöll hafi ásamt vísum Egils verið undirrót að sögusögnum um
dísablótið í Atley. Nafn Ölvis hefur trúarlega skírskotun, líklega
komið af alu sem talið er hafa merkt töfravald.23 Gæti þetta bent
til enn frekari trúarsagna í munnlegu geymdinni, að vísu
brenglaðra, því þá hefði Ölvir skipt um hlutverk.24 En hvað sem
grunnefni líður, þá fer smásmuguleg og ferleg lýsing á kapp-
drykkjunni í dísablótsveislunni að efni og orðalagi langt fram úr
því sem almennt gerist og gengur í arfsögnum. Hvað gekk höfundi
sögunnar til með því að gefa frásögn sinni þennan umbúnað? Að
mínu viti er helsta tiltæka skýringin sú að þarna sé frá höfundar-
ins hendi um að ræða markvissa afskræmingu fornnorræns helgi-
siðar yrkingar og sérstaka vanhelgun goðsögunnar um skálda-
mjöðinn. Mér virðist það ekki geta verið tilviljun eða tilgangsleysi
þegar útmálað er viðbjóðslegt atferli spýjandi veislunauta í stað
kvæðagerðar forkristinnar kveðskaparmenningar sem samkvæmt
skáldamálinu var spúð upp á hátíðarstundum. Egill gubbaði að
vísu ekki sjálfur í Atley, en hann lét í þess stað „rigna“ vísum yfir
veislugesti samkvæmt síðustu vísunni. Sú lýsing á framgöngu
Egils er í senn skírskotun til blótsins og aðstæðna á vettvangi. Vís-
an væri þá komin úr arfsagnageymdinni og miðlaði fornum sann-
indum goðsögunnar, en óbundna málið væri hins vegar skopstæl-
ing höfundar.
Sú tilgáta, að höfundur Egils sögu hafi vísvitandi vanhelgað
goðsöguna um skáldamjöðinn með frásögn sinni um dísablót-
veisluna í Atley, fær frekari stuðning í sögunni sjálfri. Þá hef ég í
huga hvernig höfundurinn sviðsetur ýkta eftirlíkingu Atleyjar-
23 Ásgeir Blöndal Magnússon 1989, 1221-1223.
24 Um þrjá húsráðendur og blótmenn á Gautlandi er úthýstu Sighvati sem fyrr var
getið segir: „ok nefndisk hverr þeira Qlvir“ IF XXVII, 137.