Skírnir - 01.04.2005, Page 75
SKÍRNIR VANHELGUN NORRÆNNAR GOÐSÖGU 73
skáldskaparins en hins vegar afskræmdi hann hina fornu goðsögu
með niðurgangsviðaukanum. Mér virðist hið sama vera uppi á
teningnum að breyttu breytanda í Egils sögu. Höfundur sögunn-
ar skilar faglega og fræðilega til lesandans þeim skáldskap sem
öðru efni fylgir, en getur ekki stillt sig um að hnýta í gömlu heiðnu
goðsöguna þegar gullið tækifæri gefst og gerir það þá eftirminni-
lega. Dísablótið í Atley var kjörið tilefni, en öðrum blótum er ekki
lýst í sögunni, aðeins nefnt að blótað hafi verið á þingi á Gaul-
Lokaorð
Niðurstöður af því sem um hefur verið fjallað hér að framan eru
þær, að goðsagan forna um skáldamjöðinn hafi lotið sömu lögmál-
um og almennt gerist um goðsögur þegar skipt er um trúarbrögð.
Á 10. öld, þegar norræn trú var ríkjandi hér á landi og blómstraði
í skjóli fastmótaðrar, trúarlegrar stjórnskipunar, var þessi goðsaga
mikils metin og lofuð hástöfum af skáldum. Heilleg brot úr kvæð-
um þeirra sem enn eru varðveitt bera þessari staðhæfingu órækt
vitni. I upphafi þessarar ritgerðar voru birt fimm brot úr þessum
meintu 10. aldar kvæðum og leidd að því rök að þau væru raun-
verulega frá sögðum tíma og ekki brengluð til óbóta. Á 13. öld var
staðan gjörbreytt. Þá var í orði og á borði amast við hverju því sem
bar merki hinna fornu trúarbragða og margir kristnir höfundar
unnu að því leynt og ljóst að bægja úr ritum sínum beinum frá-
sögnum um norræna trú.30 Snorri Surluson var við þetta hey-
garðshornið í Eddu, þegar hann hvatti lesendur sína til að trúa
ekki því sem þar segir um hina fornu guði og lesa bókina eingöngu
sér til fróðleiks og skemmtunar. Mjög svipað viðhorf, og þó að
sínu leyti öllu beinskeyttara, kemur að mínu viti fram í Egils sögu
gagnvart goðsögunni um skáldamjöðinn eins og rakið hefur verið.
Sú samanburðarathugun sem hér hefur verið gerð varpar einnig
ljósi á vinnubrögð höfundar Egils sögu Skalla-Grímssonar. Fram
hefur komið, að því er ég tel með fullgildum rökum, að greina má
29 ÍFII, 124.
30 Jón Hnefill Aðalsteinsson 1997, 36 og áfr. og tilv. rit. Sami 1999, 257 og áfr.