Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 92
90
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
og bendir tæplega til þess að íslenskir annálaritarar hafi vitað mik-
ið um þær deilur sem sagt er frá. T.d. er talað um „þrætu um
stundarsakir" en ekki langvarandi klofning kirkjudeilda. Engu lík-
ara er en að deilan sem átti að leysa í Lyon hafi verið nýtilkomin.
Ef sættirnar í Lyon voru vegna „þrætu um stundarsakir“ hvað
má þá segja um heimildir sem hafa hingað til verið álitnar til marks
um það að Islendingar hafi hafnað villuprestum úr austri? Þar má
fyrst nefna Grágás en þar er munur gerður á prestum sem kunna
latínu og öðrum. Ljóst er af ákvæðum Grágásar að ekki bar að
taka of mikið mark á biskupum eða prestum „er eigi eru lærðir á
latínutungu“ og eru nefndir sérstaklega ermskir menn (frá Armen-
íu eða Ermlandi) og girskir (grískir, gerskir).28 Þetta hefur verið
túlkað sem skýlaus viðurkenning á valdi páfakirkjunnar og er það
eðlilegt.29 Ekki er hins vegar jafn Ijóst að þetta ákvæði hafi verið
tekið upp að frumkvæði íslendinga eða vegna vitundar þeirra um
„hinn mikla klofning". Hugmyndin um sérstöðu latínunnar er ein
og sér ekki til vitnis um trúarágreining eða andstöðu við þá sem
ekki töluðu latínu. Hún er fyrst og fremst til marks um viðleitni
til að koma reglu á skipan íslensku kirkjunnar, með því að gera lat-
ínu að eina viðurkennda tungumáli presta.
Þetta ákvæði hefur oft verið sett í samhengi við ferðir manna
„sem biskupar kváðust vera“ og annarra eða biskupa „af öðrum
löndum“ sem buðu „margt linara en Isleifur biskup".30 Upplýs-
ingar um þessa menn eru hins vegar af skornum skammti og iðu-
lega óljósar. Á 11. öld var skipulag kirkjunnar á Norðurlöndum
ekki fastmótað og margir gátu kallað sig biskupa. Af Gesta
Hammaburgensis ecclesiae Pontificum, sem Adam frá Brimum
ritaði á 8. áratug 11. aldar, má ráða að Isleifur hafi verið skipaður
28 Grágás. Lagasafn íslenskaþjóðveldisins, útg. Gunnar Karlsson, Kristján Sveins-
son og Mörður Árnason, Reykjavík 1992, bls. 19.
29 Magnús Már Lárusson, „Um hina ermsku biskupa", Skírnir, 133 (1959), 81-94
(einkum bls. 85-88).
30 Ari Þorgilsson hinn fróði, Islendingabók (Nordisk filologi A.5), útg. Anne
Holtsmark, Ósló 1952, bls. 25; Byskupa sQgur (Editiones Arnamagnæanæ.
Series A 13), 2 bindi, útg. Jón Helgason, Kaupmannahöfn 1938-1978, II, bls.
77. Sjá t.d. Sigurður Líndal, „Upphaf kristni og kirkju", Saga Islands, I,
Reykjavík 1974, 225-88 (bls. 252).