Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 93
SKÍRNIR AUSTURVEGSÞJÓÐIR OG ÍSLENSK HEIMSMYND 91
biskup af erkibiskupnum í Hamburg-Bremen og má þá líta á hann
sem fulltrúa hans á Islandi.31 Þar af leiðir að allir biskupar sem
voru vígðir af einhverjum öðrum höfðu ekki sama kennivald og
ísleifur, frá sjónarhóli hans og eftirkomenda hans, og þarf ekki að
tala um trúvillu í því sambandi.
Ekki er heldur víst að yfirboðarar fyrstu íslensku biskupanna
hafi mótmælt „höfuðlausum" biskupum með tilvísun í ágreining
um trúmál eða mismunandi siði. Á 11. öld, á upphafsárum nor-
rænnar kristni, lýsir t.d. Adam frá Brimum með hrifningu ýmsum
grískum kirkjusiðum sem erkibiskupinn í Hamburg-Bremen til-
einkaði sér og virðist ekki vita af neinum klofningi, þótt rit hans
sé fært í letur eftir 1054.32
I Veraldar sögu, sem rituð er um miðja 12. öld, er ágreiningur
Grikkja og „Rómverja" skilgreindur sem pólitískur. Þar eru keis-
arar Miklagarðs raktir til 829, en þá
gengu Langbarðar og margar þjóðir aðrar yfir Rúmverjaríki. Þeir beiddu
oft keisara þá er voru í Miklagarði sér liðveislu. En þeir máttu eigi Rúm-
verjum að liði verða fyrir því að þeir höfðu svo mikið vandræði að trautt
máttu þeir halda sínu ríki fyrir heiðnum þjóðum er á hendur þeim gengu.
Því síður máttu þeir öðmm að liði koma. Þaðan frá sóttu þeir traust þeirra
höfðingja er fyrir norðan fjall vom á Frakklandi og síðan er Pipinus tók
konungdóm yfir Rúmverjum að vilja Stephani páfa þá hurfu Rúmverjar
undan Miklagarðskonungum. Höfum vér þaðan engar sannlegar sögur
síðan Rúmverjar hurfu undan þeim. Síðan kallast hvor þeirra öðmm
meiri, stólkonungur í Miklagarði og keisari á Saxlandi.33
Þannig litu málin út frá sjónarhóli Sunnlendings um miðja 12. öld
en sá sem ritaði Veraldar sögu var raunar ófróðari en sumir sam-
tíðarmenn hans sem höfðu „sannlegar sögur“ frá Miklagarði. I
31 Sbr. Quellen des 9. und 11. ]ahrhunderts, bls. 486.
32 Quellen des 9. und 11. Jahrbunderts, bls. 366. Um togstreitu kirkjudeilda á
Norðurlöndum á þessum tíma, sjá Henrik Jansson, Templum nobilissimum.
Adam av Bremen, Uppsalatemplet och konfliktlinjerna i Europa kring dr 1075
(Avhandlinger frin Historiska institutionen i Göteborg, 21), Gautaborg 1998,
bls. 152-62, 167-71.
33 Veraldar saga (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 61), útg. Jak-
ob Benediktsson, Kaupmannahöfn 1944, bls. 69-70.