Skírnir - 01.04.2005, Side 94
92
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
inngangi Landnámabókar er sagt frá því að Leó og Alexander hafi
verið Grikkjakonungar þegar Island byggðist en þar skeikar þó
um nokkra áratugi.34 Sjaldan er minnst á Miklagarðskeisara í ann-
álafærslum frá og með 9. öld og þær upplýsingar virðast teknar
beint úr latínuannálum.35 í handriti frá stjórnarárum Hákonar há-
leggs er keisaratal rakið til loka 12. aldar og mun það vera ná-
kvæmasta tal yfir Miklagarðskeisara sem varðveist hefur á ís-
landi.36
í Morkinskinnu og öðrum konungasögum er greint frá deilum
Haralds harðráða við innlenda hermenn í þjónustu Mikla-
garðskeisara en þeim stjórnaði „Gyrgir frændi drottningarinnar
Zoe“. Gyrgir þessi hét Giorgios Maniakes (d. 1043) og er vel
kunnur úr samtímaheimildum. Togstreita var á milli hans og Har-
alds um hvor ætti að ráða mestu og lauk henni með því að Harald-
ur yfirgaf hann „og með honum allir Væringjar og allir Latínu-
menn en þeir Gyrgir fóru med Grikkjaher."37 Hér virðast norræn-
ir menn eiga samleið með latínumönnum og mætti túlka sem svo
að þetta sé angi af togstreitu á milli þeirra sem tilheyrðu róm-
versk-katólsku páfakirkjunni og grísku rétttrúnaðarkirkjunni.38 Á
34 Landnámabók /-///. Hauksbók, Sturlubók, Melabók m.m., útg. Finnur Jóns-
son, Kaupmannahöfn 1900, bls. 3, 129, 261. Leó varð ekki keisari fyrr en 886
og sonur hans mun síðar. Frá þessu er réttar sagt í Annales regii. Við árið 886
segir frá andláti Basileiosar keisara og að Leó sonur hans hafi tekið við ríkinu
og ríkt í 18 ár (en réttara er raunar 26). Islandske Annaler, bls. 100.
35 Við árið 872 segir frá ríkmannlegum gjöfum Basileiosar til Hlöðves Saxakon-
ungs í Konungaannálum og er hann nefndur „imperator Grecorum“. Islandske
Annaler, bls. 99.
36 Sbr. Stefán Karlsson, „Alfræði Sturlu Þórðarsonar", Sturlustefna, ritstj. Guð-
rún Ása Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson, Reykjavík 1988, 37-60 (bls. 40-41).
37 Morkinskinna (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 53), útg.
Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn 1932, bls. 62-64; Bent hefur verið á að marg-
ar sögur sem sagðar eru af Haraldi eigi sér hliðstæður í sagnaritum Normanna,
sbr. Jan De Vries, „Normannisches Lehngut in den islándischen Königssagas“,
Arkiv för nordisk filologi, 47 (1931), 51-79 (bls. 63-68).
38 Notkun þjóðarheitisins „latinoi" er sjaldgæf í sagnaritum frá Miklagarði uns
komið er fram á 12. öld en þá verður það algengt, sbr. Alexander Kazhdan,
„Latins and Franks in Byzantium: Perception and Reality from the Eleventh to
the Twelfth Century", The Crusades from the Perspective of Byzantium and
the Muslim World, ritstj. Angeliki E. Laiou og Roy Parviz Mottahedeh, Wash-
ington, D.C. 2001, 83-100 (bls. 86).