Skírnir - 01.04.2005, Page 96
94
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
Þrándheimi sem heldur austur í lönd til að finna Ódáinsakur.
Hann tekur kristni í Miklagarði og stólkonungurinn fræðir hann
um kristna heimsmynd og að Ódáinsakur sé Paradís kristinna
manna. Hann kemst að lokum á leiðarenda en fær ekki að fara yfir
brúna til Paradísar.
Margt í þessum þætti vekur undrun. Hann stendur fremst í
miklu safnriti um Noregskonunga, en kemur þó Noregskonung-
um lítið við. Þá hefur þátturinn löngum verið talinn til að fornald-
arsagna og gefinn út í safnútgáfum af þeim, enda þótt hann megi
frekar kallast helgisaga.40
Hitt sem verður að teljast óvænt er sú staða sem Grikkjakon-
ungur hefur í sögunni. Hann er fullgildur kristinn kennari eða
„doctor" sem leiðbeinir hinum unga norræna konungssyni í und-
irstöðuatriðum kristni. Henni er lýst í samræmi við lærdómsrit á
borð við Imago mundi og Elucidarius, þar sem heimsmynd krist-
inna manna var lýst með skipulegum hætti. En hvers vegna er
norrænn maður látinn sækja menntun sína um heimsmynd krist-
inna manna til Grikklands?
Staða þáttarins innan Flateyjarbókar sýnir að hann er ekki þar
til uppfyllingar. Þvert á móti er hann inngangur að safninu og skil-
greinir það að því leyti. Ekki skyldi vanmeta gildi upphafssagna í
safnritum. Þær gefa tóninn fyrir það sem fylgir á eftir. I Flateyjar-
bók gefur Eiríks saga víðförla ytri ramma utan um sögu Noregs-
konunga, sem er hin kristna heimsmynd.
I Karlamagnús sögu segir frá krossferð konungsins til Jórsala-
lands þar sem hann berst dyggilega við hlið Grikkjakonungs og
virðast líta á hann sem sér æðri.
Síðan tók Karlamagnús leyfi til heimferðar en Grikkjakóngur bauð að gefa
honum Miklagarð og gerast hans undirmaður. Karlamagnús kóngur svar-
ar: „Guð bjóði mér það eigi að gera þar sem þú ert keisari og höfðingi allr-
ar kristni. Vil ég biðja yður heldur að þér gefið mér helga dóma nokkura
að hafa með mér heim í Valland." En keisarinn kveðst það gjarna vildu.41
40 Sjá t.d. Stephen A. Mitchell, Heroic Sagas and Ballads (Myth and Poetics). Ith-
aca, New York og London 1991, bls. 22, 31.
41 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, útg. Agnete Loth, Kaupmanna-
höfn 1980, bls. 95. Sögur um Jórsalaför Karlamagnúsar voru útbreiddar í Evr-