Skírnir - 01.04.2005, Síða 97
SKÍRNIR AUSTURVEGSÞJÓÐIR OG ÍSLENSK HEIMSMYND 95
Þessi hugmynd um „höfðingja allrar kristni" hefur snert strengi
meðal Islendinga og verið í samræmi við það sem þeir vissu réttast.
I heimslýsingum er Mikligarður jafnan talin ein höfuðborga
kristni ásamt Jórsölum og Róm. I heimslýsingu Stjórnar er sjald-
an farið út fyrir fornöldina.42 Þar er þó nefnd „Constantinopolis,
sú borg sem Norðmenn kalla Miklagarð [...] hver af miklum vold-
ugskap og margri verðskyldan er í marga staði samvirðandi sjálfri
Roma.“43 I Snorra-Eddu er Kristur kallaður konungur himna og
sólar og engla „og Jórsala og Jórdánar og Gríklandz“ (leturbr.
mín).44 Kristur er kallaður „stólkonungur “ í jartein um Maríu
mey, en það heiti er annars notað yfir Miklagarðskeisara.45 í
heimslýsingu Ólafs Ormssonar frá 1387 eru helgar leifar í Mikla-
garði tíundaðar og einnig minnst á Konstantín mikla og aðra
ónefnda keisara.46
Fleira var þó frásagnarvert í Miklagarði en trúarlegir dýrgripir.
I Morkinskinnu er skeiðvellinum, Paðreimi, lýst svo:
ópu þegar á 11. öld, sbr. Carl Erdmann, Die Entstehung des Kreuzzugsge-
dankens (Forschungen zur Kirchen- und Geistesgeschichte, 6), Stuttgart 1935,
bls. 276-77.
42 Um íhaldssemi í landalýsingum sjá Anna-Dorothee von den Brincken, „Mappa
mundi und Chronographia. Studien zur imago mundi des abendlándischen
Mittelalters", Deutsches Arkiv, 24 (1968), 118-86.
43 Stjórn. Gammelnorsk hibelhistorie fra verdens skahelse til det babyloniske fan-
genskab, útg. Carl Rikard Unger, Christiania (Ósló) 1862, bls. 83.
44 Snorri Sturluson, Edda, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn 1900, bls. 121.
45 Mariu saga. Legender om jomfru Maria og hendes jertegn efter gamle Haand-
skrifter, útg. Carl Rikard Unger, Christiania 1871, bls. 1086. Hefðbundin skýr-
ing á orðinu „stólkonungur“ er að það sé komið úr slavnesku og merki „ctoji-
hhh KH5I3“, sbr. Sigfús Blöndal, Væringja saga, Reykjavík 1954, bls. 285. Gríska
orðið 0TÓX.05 merkir hins vegar herför, einkum á sjó, og þekkist í grískum
sagnaritum allt frá dögum Herodotosar og Þúkydídesar. Ekki er ósennilegt að
hinir norrænu væringjar hafi kennt herra sinn við sjóhernað er þeir sinntu fyr-
ir hann. 1 Lexicon Poeticum eru nefnd tvö dæmi þar sem orðið er notað í merk-
ingunni „floti“. Sbr. Sveinbjörn Egilsson, Lexicon poeticum antiquœ lingua
septentrionalis, Kaupmannahöfn 1931 [2. útg. Finns Jónssonar; frumútg. Kaup-
mannahöfn 1854-1860], bls. 539. Orðið stóll er einnig notað í umritunum um
himininn, sbr. að Kristur er kallaður stólkonungur.
46 Cod. mbr. AM. 194, 8vo. Alfrœði íslenzk: Islandsk encyklopædisk litteratur, 1
(Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 37), útg. Kristian Kálund,
Kaupmannahöfn 1908, bls. 25-26.