Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 104
102
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
landi og Púlinalandi.“64 Þetta eru nokkurn veginn þau lönd sem
nefnd eru í heimslýsingu Hauksbókar og er athyglisvert að sjá
hvernig höfundur fornaldarsögu hefur unnið með fróðleik úr lær-
dómsritum.
I Eymundar þætti Flateyjarbókar er gert ráð fyrir að Garðaríki
sé útvörður kristni en handan landamæra þess séu „illar þjóðir"
eins og Bjarmar, Tyrkir og „Blökumenn“ (Valakíumenn).65 Hægt
var að versla með varning frá framandi löndum í Garðaríki og er
einkum getið um Hólmgarð (Novgorod) í því samhengi. Þær sög-
ur bera keim síðari tíma þegar verslunin í Novgorod skipti Hansa-
kaupmenn miklu máli. I Færeyinga sögu segir frá Hrafni stýri-
manni sem sigldi jafnan austur í Garðaríki og var kallaður Hólm-
garðsfari.66 I Fandnámu kemur við sögu Skinna-Björn, landnáms-
maður í Miðfirði. Hann var svo nefndur „því að hann var Hólm-
garðsfari".67 I Flateyjarbók er einnig farið aftur í aldir og sagt frá
því þegar Haraldur hárfagri Noregskonungur sendir Hauk há-
brók „í Austurríki á þessu sumri að kaupa mér nokkura ágæta
gripi og fáséna í vorum löndum“. Haukur kaupir skikkju í Aust-
urvegi og „segja menn að eigi hafi komið meiri gersimi í skikkju
til Noregs."68 Rússland virðist vera milliliður við undraheiminn í
austri en ekki hluti hans.
Ekki er að undra að Garðaríki hafi átt mikilvægan sess í heims-
mynd íslendinga þar sem landið var bæði útvörður kristni og mið-
stöð fyrir framandi og dýrmætan varning. Samskiptin höfðu áður
verið náin, í íslenskum heimildum er einkum staðnæmst við ára-
tugina í kringum kristnun Noregs og Islands, en raunar var sam-
skiptasagan bæði lengri og víðtækari. Rússland var frábrugðið
öðrum grannlöndum að því leyti að þar voru voldugir höfðingjar
sem norrænir fyrirmenn áttu vinsamleg samskipti við, ekki sem
64 Qrvar-Odds saga, útg. Richard Constant Boer, Leiden 1888, bls. 187.
65 Flateyjarbók, II, bls. 124-27. Um Blökumenn sjá Jansson, Runinskrifter i
Sverige; bls. 66-68.
66 Fœreyinga saga (Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, 30), útg. Ólafur Hall-
dórsson, Reykjavík 1987, bls. 18.
67 Landnámabók, bls. 57, 180.
68 Flateyjarbók, I, bls. 577-78.