Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 105
SKÍRNIR AUSTURVEGSÞJÓÐIR OG ÍSLENSK HEIMSMYND 103
lénsherrar heldur sem jafningjar eða jafnvel undirmenn. Ferðir til
Rússlands voru þannig ekki víkingaferðir heldur höfðu þær ein-
hvern annan tilgang.
Á 12. öld hafa norræn lönd átt góð samskipti við nágranna í
Austurvegi, a.m.k. Garðaríki. Rússneskar heimildir segja lítið um
trúboð og innrásir norrænna manna og Þjóðverja í lönd finnsk-
úgrískra og baltneskra þjóða á 12. öld. Má ætla að þá hafi sam-
skipti Slava við granna í vestri yfirleitt verið friðsöm.69 Enda er
talið að pólitísk samvinna fólks úr ólíkum trúarhópum hafi verið
regla fremur en undantekning í löndum austan Eystrasalts.70 Á
hinn bóginn voru Rússar sem tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni
andsnúnir því sem þeir nefndu Væringjatrú (Bepa BapnHCKaíi) og
var samheiti við rómversk-kaþólska trú (Bepa naTUHCKan).71 Á
móti slíkri andúð vógu sagnir um framlag Væringja til kristnunar
Rússlands og stofnun Hellaklaustursins í Kiev (KueBoneHepcKiiú
MOHaCTbipb).72
I rússneskum heimildum segir að Jaroslav konungur í
Novgorod hafi staðið fyrir umfangsmiklu trúboði meðal Kirjála
1227 og í kjölfarið fyrir trúboði meðal Tafeista.73 Þetta leiddi til
árekstra við Svía. Birgir jarl fór í leiðangur til Finnlands 1239 og er
talið að þá hafi virkisborgin Tavastehus verið reist. Svíar héldu síð-
69 Svo seint sem 1171 eru Rússar og Svíar bandamenn, stóðu báðir með páfa í deil-
um hans við Þýskalandskeisara, sjá Jukka Korpela, „Gravis admodum.
Korstágsbulla eller episod i den vásteuropeiska diskussionen om suverániteten
i várlden", Historisk tidskrift för Finland, 79 (1994), 413-28 (bls. 421).
70 Anti Selart, „Confessional Conflict and Political Co-operation: Livonia and
Russia in the Thirteenth Century“, Crusade and Conversion on the Baltic
Frontier 1100-1500, ritstj. Alan V. Murray, Aldershot, Hampshire 2001,151-76
(bls. 173).
71 John Fennell, A History of the Russian Church to 1448, Lundúnum og New
York 1995, bls. 101-2.
72 Simon Franklin og Jonathan Shepard, The Emergence of Rus 710-1200 (Long-
man history of Russia), Lundúnum og New York 1996, bls. 308; Fennell, A
History of the Russian Church, bls. 33.
73 Finlands medeltidsurkunder, I. - 1400, útg. Reinh. Hausen, Helsinki 1910, bls.
25-26. John Lind efast um þessar heimildir, sbr. „De russiske kroniker som
kilde til kontakter i 0sters0omrádet“, Det 22. nordiske historikermote Oslo
13.-18. august 1994. Rapport I: Norden og Baltikum, red. Káre Tonnesson,
Ósló 1994, 35—46 (einkum bls. 42-45).