Skírnir - 01.04.2005, Side 106
104
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
an í herferð gegn óvinum í austri 1240, með stuðningi páfa.74
Predikuð var krossferð gegn Rússum sem villutrúarmönnum.75
Þetta er elsta dæmið um átök Svía og Rússa þar sem trúarbrögð
voru höfð að yfirskini.
Árið 1293 byggðu Svíar virkisborgina Viborg (Viipuri) í
Kirjálalandi, nánar tiltekið við botn Finnska flóa. Hugðu þeir á
frekari landvinninga. I Gottskálksannálum segir frá þessu árið
1296: „Herra Þorgísl dróttseti Svíakóngs vann vel tvo hluti
Kirjálalands og kristnaði.“7é Svíar stofnuðu virkið Landskrona
við mynni Nevu, nærri því sem Pétursborg stendur nú, en Rússar
settust um það og hertóku. Mörkuðu þessir atburðir upphafið að
aldalöngum fjandskap Svía og Rússa.77 Svíar voru kallaðir nemtsy
(Þjóðverjar) í annálum frá Novgorod þegar árið 1188 en á 13. öld
eru norrænir menn iðulega nefndir svo. Ekki var aftur farið að
gera greinarmun á norrænum mönnum og suðrænni þjóðum fyrr
en undir lok 15. aldar.78
Hin sænska Erikskrönika var rituð um 1330. Þar er talað um
„the crisno" og „the hedno" þegar segir frá átökum Svía við Rússa
og finnsk-úgríska bandamenn þeirra frá og með miðri 13. öld.79
Þetta hefur verið túlkað sem svo að orðið heiðingi hafi verið not-
að um alla mögulega óvini konungs.80 Vissulega má finna hlið-
74 Jukka Korpela telur að páfabréf frá þessum tíma hafi einkum beinst gegn óvin-
um kristni, fremur en Rússum sérstaklega, sjá „“The Russian Threat Against
Finland” in the Western Sources Before the Peace of Nöteborg (1323)“, Scan-
dinavian Journal of History, 22 (1997), 161-72 (einkum bls. 162-68). Sjá enn-
fremur John H. Lind, „Early Russian-Swedish Rivalry: The Battle on the Neva
and Birger Magnusson’s Second Crusade to Tavastia", Scandinavian Journal of
History, 16 (1991), 269-95 (einkum bls. 284-94).
75 Sjá t.d. Eric Christiansen, The Northern Crusades, Lundúnum 1997 [2. útg.,
frumútg. 1980], bls. 116-17.
76 Islandske Annaler, bls. 339.
77 Sbr. Korpela, „The Russian Threat Against Finland“, bls. 168-71.
78 John H. Lind, „Consequences of the Baltic Crusades in Target Areas: The Case
of Karelia", Crusade and Conversion on the Baltic Frontier 1100-1500, ritstj.
Alan V. Murray, Aldershot, Hampshire 2001, 133-50 (einkum bls. 141—42).
79 Sbr. Rolf Pipping, Kommentar till Erikskrönikan, Helsinki 1926, bls. 495-96;
Sven-Bertil Jansson, Medeltidens rimkrönikor. Studier i funktion, stoff form
(Studia litterarum Upsaliensia, 8), Stokkhólmi 1971, bls. 185-87.
80 Thomas Lindkvist, „Crusades and Crusading Ideology in the Political History