Skírnir - 01.04.2005, Síða 108
106
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
erkibiskupi í Þrándheimi og kallar Finna, Rússa og Karela óvini
guðs. I Lögmannsannálum 1386 segir: „Stríddu Ruzar á Noreg
norðan og drápu karlmenn en hertóku konur og börn en rændu
peningum.
Á íslandi var hernaður Magnúsar Eiríkssonar í Rússlandi
tengdur við landvinninga og trúarleg markmið. Samkvæmt Ann-
álabrotum frá Skálholti hafði hann árið 1348
úti leiðangur og bjóst til Ruciam. Var það fyrir tvær sakir: Að hann vildi
aftur vinna undir Svíaríki þann stóran stað er undan hafði gengið og með-
ur því að Noregsmenn vildu eigi sækja með hernaði í annars kóngs ríki
leitaði kóngurinn fulltings herra páfans og hét að kristna fólk í Rucia ef
hann fengi styrk til. Gekk það mál svo til með fulltingi hins heilaga Ólafs
kóngs að kóngur Ruza tók trú og mikið landsfólk.85
Hin trúarlegu rök virðist þannig vera bragð til þess að fá „Noregs-
menn“ til að fallast á óvinsælt stríð. Misjafnt er hvort annálar
minnast á þau. í Flateyjarannálum segir að árið 1351 hafi Magnús
farið „í Ruzaland og stríddi við Ruzsa og hafði ætlað að leiða þá
til almennilegrar trúar. Gátu Noregsmenn unnið nokkurar borgir
en ekki vannst að meira.“ í Lögmannsannál segir hins vegar:
„Magnús kóngur fór í Ruzaland og stríddi viður Ruza og vann
stóra borg.“86 Má ætla af þessu að krossferð Magnúsar hafi ekki
vakið mikla hrifningu og Islendingar lagt hana að jöfnu við hvert
annað landvinningastríð.
Hverjar voru forsendur hernaðarins? Um þær er ennþá lítið
vitað.87 Var verið að vekja fornar landakröfur? Um það segir fátt í
samtímaheimildum og sagnarit um löngu liðna tíð veita ekki inn-
sýn í það. Hitt er ljóst að umræða um heiðna Rússa við hirð kon-
ungs hefur gengið þvert á íslenska sagnaritunarhefð um grann-
löndin í austri.
84 Islandske Annaler, bls. 283, 346; Diplomatarium Noruegicum. Oldbreve til
Kundskab om Norges indre og ydre Forhold, Sprog, SLegter, Sœder, Lovgivning
og Rettergang i Middelalderen, 32 bindi, Christiania (Ósló) 1847-1995, VIII,
bls. 99-100; Regesta Norvegica, 7 bindi, Ósló 1989 o.áfr., IV, bls. 149.
85 Islandske Annaler, bls. 223.
86 Islandske Annaler, bls. 276, 405.
87 Nordberg, I kung Magnus tid, bls. 100.