Skírnir - 01.04.2005, Page 118
116
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
fylgt.20 Þá væri hann of gamall til að geta verið sonur Sigurðar, þó
að sá ágæti konungur hafi raunar snemma gerst vífinn.
Hvort sem Sverrir var konungsson eða ekki er bíræfni hans
allnokkur. Sverrir veit greinilega að ekki eru allir með blátt blóð
sem segjast vera það og ætlast er til að söguhlýðendur viti af því
líka. Þetta verður leiðarstef í sögunni þegar Magnús Erlingsson er
fallinn og Sverrir þarf að kljást við hvern svikaprinsinn á fætur
öðrum. Sá fyrsti er Jón kuflungur sem eins og Sverrir á sér kristi-
legan bakgrunn, var munkur í Höfuðey. Birkibeinar kalla hann
kuflung, svipað og þegar Erlingur jarl kallaði Sverri prest. Sverr-
ir hikar ekki við að nota sömu meðul á aðra og var beitt gegn
honum.
Þegar Jón kuflungur er fallinn er Pétur nokkur fenginn til að
athuga líkið og þekkir þar Orm son sinn en ekki son Inga konungs
(109. kap.). Eins fer með næsta son Inga sem skýtur upp kolli og
er kallaður Sigurður brennir. Sá reynist vera íslenskur, heita Héð-
inn sonur Þorgríms hrossa (110. kap.).21 Næstur í gervikonunga-
röðinni er Þorleifur breiðskeggur sem á að vera sonur Eysteins
Haraldssonar en í sögunni er það kallað „hégómi“ (116. kap.).
Næsta flokk kalla Birkibeinar Eyskeggja enda sækja þeir stuðning
til Orkneyja og Hjaltlands. Konungur hans er Sigurður, sagður
sonur Magnúsar Erlingssonar. I sögunni er faðerni hans ekki
dregið í efa. Öðru máli gegnir um Inga Baglakonung sem einnig er
kallaður sonur Magnúsar Erlingssonar. I sögunni er sá afgreiddur
snyrtilega: „Þann kplluðu Birkibeinar danskan ok heita Þorgils
þúfuskít" (129. kap.).
20 í AM 327 4to segir: „ok er hann var fullkominn maðr at aldri, þá samði hann
sik lítt við kennimanns skap“ (1. kap.). Þetta mætti skilja svo að Sverrir hafi
verið vígður áður en hann nær réttum vígslualdri og skýri það því hvers vegna
konungsefni tók vígslu. í öðrum sögum er ekki notað orðið „fullkominn"
heldur „roskinn“ (Eirspennill, 2; Flateyjarbók, 536; Skálholtsbók, 3) sem ekki
hefur sömu merkingu.
21 í Eirspennli (116), Flateyjarbók (632) og Skálholtsbók (146) er faðirinn sagður
kallaður „hrossaprestur". Auknefni þetta er ekki til annarstaðar og erfitt að
fullyrða hvort muni vera upphaflegra en verið gæti að Þorgrímur hafi átt marga
hesta og verið kallaður hrossaprestur eftir þeim (Finnur Jónsson, „Tilnavne",
283: „præst var han næppe“).