Skírnir - 01.04.2005, Page 121
SKÍRNIR
SINN EIGINN SMIÐUR
119
hinum fallna engli, fyrsta manninum Adam og Faraó í Egypta-
landi með brottrekstri og plágum. Mikilvægast er samt að „er Saul
konungr grimmðisk móti Guði, þá flakkaði hann síðan með
óhreina anda“ (99. kap.). í ræðum Sverris konungs er ekkert fyrir
tilviljun og síst af öllu Sál konungur. Það hefur varla þurft að
minna hina ætluðu söguhlýðendur á nafn konungsins sem steypti
Sál. Þar var ekki heldur á ferð konungur sem alinn var upp til rík-
is heldur fátækur hjarðsveinn sem var valinn af guði til að bjarga
ísrael og barðist við risann Golíat áður en hann steypti Sál. Um
leið og Sál hefur verið nefndur sjá allir að litli og lági maðurinn af
útskerjunum er að berjast við sinn Golíat í þeim Magnúsi og
Erlingi og hefur raunar þegar komið fram í sögunni með ýmsu
móti. Sagan um Davíð og Golíat er ævintýri þó að hún sé í Biblí-
unni og er hliðstæð sögu Sverris, eins og hann kemur rækilega til
skila hér og víðar í sögunni.
Strax í formála er minnt á það við hvílíkt ofurefli Sverrir kon-
ungur átti löngum að etja. I fyrri hluta sögunnar er Sverrir lítil-
magninn í átökunum við Magnús konung. Menn hans, Birkibein-
ar, eru kynntir til sögu sem „sá inn fátœki flokkr" (8. kap.).
Framan af þykir skömm að þessu heiti en það breytist þegar
Sverrir hefur fellt Erling jarl. Það er stef í Sverris sögu að merk-
ingu orða má teygja og toga á ýmsa lund:
Þar til þótti ok háðuligt, hvar sem ríkismenn váru staddir í kaupstpðum
eða í gðrum stgðum, ef Birkibeinar váru menn kallaðir, en þaðan í frá
þótti þat vera nafnbót ok þeir mikils verðir, er svá hétu. Ok þeir inir
spmu, er verit hgfðu verkmenn en sumir ránsmenn eða ribbungar, en ept-
ir þetta, er þeir hpfðu verit í liði Sverris konungs ok vegit sigr, báru þá
skrúð ok skarlat ok góð vápn ... (40. kap.).25
Svona geta hnjóðsyrði hæglega breyst í hól. Merkingaraukar orða
eru síbreytilegir og tungumálið nýtist vel sem vopn í stjórnmálum
og átökum. Og hvers vegna þá ekki goðsagnir, hvort sem þær eru
heimatilbúnar eða úr Biblíunni?
25 Orðið „ribbungur" kemur ekki fyrir í Skálholtsbók (50) enda Ribbungar nafn
á óaldarflokki frá dögum Hákonar gamla. í Flateyjarbók (571) er notað orðið
„ribbaldar" í staðinn en ekkert er minnst á „ríkismenn“.