Skírnir - 01.04.2005, Síða 123
SKÍRNIR
SINN EIGINN SMIÐUR
121
þær fá prinsessuna og konungsríkið (7. og 12. kap.).27 Raunum
Sverris er svo lýst:
... margan vílstíg varð hann at ganga ok hans menn, áðr bæði væri rekit
svá margra ok stórra harma, sem hann átti þeim feðgum at gjalda, ok hann
fengi sína fgðurleifð sótta af slíku stórmenni sem í mót var, en eigi meira
liði en hann hafði. Ok þó at hann hefði jafnan mikil vankvæði ok vás fyr-
ir erfiðis sakir, þá kom hann þó aldri í slíka raun, bæði af mœði ok illviðri,
svefnleysi ok matleysi, sem í þessi ferð (18. kap.).28
Konungurinn verður til í mótlætinu og hefur það umfram Magn-
ús keppinaut sinn sem er gerður að konungi fimm ára:
... Var ek þá svá bernskr, at kunna þá hvárki ráða fyrir orði né eiði, ok
betra þótti mér þá at vera í leikum með pðrum ungum sveinum en sitja í
milli hpfðingja. Eigi kepptumk ek til konungsdómsins, ok lítit ynði hefi
ek haft í konungdóminum“ (89. kap.).29
Hér hefur Magnús sjálfur orðið en ræðuna má nota sem rök fyrir
málstað Sverris: Eiður Magnúsar konungs var svarinn af smábarni
sem skildi varla eigin orð. Enn mikilvægara er þó að Magnús hef-
ur ekki sóst eftir ríkinu eins og Sverrir. Hann sýnir valdinu ekki
sama áhuga.
Áhugi á valdinu er mikilvægur fyrir konung; annars gæti hann
lent í að vera deigur og gagnslaus.30 Þess vegna getur smábarn ekki
verið sannur konungur, eins og sá sem sækist eftir ríkinu og vinn-
ur það. En af hverju ákveður Sverrir að gera það? Því er lýst
þannig í sögunni: „honum sýnðisk lítilmannligt at hafask ekki at,
heldr en einn búandason, ef hann væri konungs son“ (4. kap.).
Sverrir gælir við að láta konungsríkið eiga sig en að lokum ráða
draumarnir úrslitum, ásamt því að honum þykir „lítilmannligt" að
láta aðra sitja yfir föðurleifð sinni. Hvað meinar hann með því? Jú,
27 McTurk hefur m.a. fjallað um „hetjuævisagnaformið" í Raguarssögu loðbrók-
ar (Studies in Ragnars saga, 51-68). Sbr. Ármann Jakobsson, „The Hunted
Children".
28 í stað vílstígs er talað um „villistig" í Eirspennli (21) og Skálholtsbók (22).
29 Ekki er minnst á orð né eiða í Skálholtsbók (116).
30 Sbr. Ármann Jakobsson, „The Rex Inutilis".