Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 127
SKÍRNIR
SINN EIGINN SMIÐUR
125
ing en blasir við í fyrstu að fá konung sem er hófsemdarmaður í
þessum efnum.
Sverrir hafnar stjórnleysinu sem fylgir óhóflegri áfengisneyslu.
Hann notfærir sér drykkju annarra en varast sjálfur áfengið. Þeg-
ar hann er við hirð Erlings jarls leggur jarl fyrir hann snörur
áfengisins:
Honum var gefit bæði vín at drekka ok mjgðr, ef hann yrði drukkinn ok
mætti ngkkut þat orð finnask í hans munni, at hann þœtti sakbitinn vera
eða fyrir þat dráps verðr. En með því at Sverrir var á hverri stundu mjgk
hugsjúkr um sitt mál, þá gaf hann lítinn gaum miði eða víni, þó at honum
væri þess yfrin gnótt, heldr veitti hann því meiri viðsjá, er hann fann, at
undan váru dregin andsvprin fyrir honum um þau málin gll, er honum
vprðuðu. Hpfðu þeir ekki vætta at sgk, er hann vildu drukkinn gera (6.
kap.).36
Eins eru menn Magnúsar fullir skömmu fyrir orustuna þegar Erl-
ingur jarl fellur: „Lið Magnúss konungs lá mart uppi í bœnum ok
hafði verit dauðadrukkit um kveldit, því at konungr hafði veitt
þeim um daginn" (36. kap.). Þegar tvö lið eigast við um völdin í
Noregi er enginn vafi á því að það sem hefur betri stjórn á
drykkjuskapnum fer með sigur af hólmi.
Hjá Sverri konungi fléttast saman viska og stilling, tvær af höf-
uðdyggðum miðalda. Hann lýkur áfengisræðu sinni með orðun-
um: „Qllum hlutum skyldi stilling fylgja“ (104. kap.). Stilling
merkir sjálfsstjórn og hana hefur hinn vitri og roskni konungur.
Það leynir sér ekki í sögunni. Það eru ekki síst hæfileikarnir sem
Sverris saga dregur fram sem gera þennan útskerjadreng að sönn-
um konungi. Hér fer konungur sem veltir fyrir sér hlutverki sínu
og hegðun og sýnir visku, styrk og stillingu í hverju verki. Ósagt
er látið utan formála að Sverrir hefur ekki aðeins stjórn á eigin
huga, eigin líkama og eigin lífi, heldur einnig á eigin sögu því að
hann er þar fyrst í stað meðhöfundur, hugmyndafræðingur, aðal-
persóna og túlkandi viðburða í ræðu.
36 Síðar notfærir Sverrir sér ítrekað drykkjuskap manna Magnúsar konungs.
Hann fellir 18 menn fyrir honum eftir að hafa heyrt að þeir voru „mjgk
drukknir af miði“ (31. kap.). í Flateyjarbók (563) eru þeir raunar aðeins 13.