Skírnir - 01.04.2005, Síða 134
132
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Sverris undir (99. kap.). í þeirri þriðju fyrirgefur hann andstæð-
ingum sínum að hafa kallað sig bikkju (179. kap.).45 Þegar menn
Magnúsar skrifa honum leyndarbréf og bjóða honum liðveislu
gantast hann með það að hann hafi einurð lendra manna Magnús-
ar í pungi sínum enda geymi hann bréfin þar (50. kap.). Birkibein-
ar hans gantast stöðugt og nægir að nefna hvernig þeir kalla menn
Magnúsar Heklunga eftir að þeir hafa stolið silfurpeningum úr
heklu stafkerlingar (41. kap.).
Um leið veit Sverrir konungur - og um leið liggur það fyrir í
sögunni - að faðerni hans er efunarmál og enginn til frásagnar
nema Sverrir sjálfur:
... ganga þess allir dulðir nema þat eina, er ek segi frá einn saman. Nú
kann vera at þér mælið slíkt við mik sem við inn fyrra hpfðingja yðarn, at
þér vissuð eigi hvat manna hann var, sá er yður þjónusta hneig til, ok
verðr yðr þat sama at brigzlum haft jafnan, hvar sem þér kunnuð mæta
yðrum óvinum (8. kap.).
I þessu ljósi kemur vart til greina að samanburðurinn á Sverri og
föður hans sé sárasaklaus. I sögunni er sterk vitund um hvort
tveggja: mátt íróníunnar og hin veiku sönnunargögn fyrir faðerni
Sverris.
Samanburðurinn er aðeins í einni gerð sögunnar og því er ekki
hægt að lýsa ábyrgð á honum á hendur Karli ábóta eða hverjum
þeim sem fyrstur setti söguna saman.46 I öllum gerðum hennar er
45 Aðeins í Flateyjarbók (698) og AM 327 4to (Indrebo, 192) er bætt við „meri“.
Það braut í bága við Gulaþingslög að kenna karlmenn við kvenkyns gripi (Nor-
ges Gamle Love I, 57). Sbr. Meulengracht Sorensen, Norront nid, 19 og 28.
46 Eins og áður sagði (nmgr. 2) eru forsendur fyrir að telja Sverri konung sjálfan
hugmyndafræðing sögunnar og frumkvöðul, þó að um það megi deila. Margir
fræðimenn hafa viljað gera meira úr hlut Karls ábóta og telja hann frumkvöðul-
inn og hugmyndafræðinginn fremur en Sverri, þar á meðal Finnur Jónsson
(„Sverrissaga“, 112-38) og Lárus H. Blöndal (Um uppruna Sverrissögu). Holm-
Olsen (Studier i Sverres saga, 11-29) telur söguna samstarfsverkefni tveggja
manna og það hljómar skynsamlega. Annað deiluefni er hvort telji beri Karl
ábóta höfund Sverris sögu í heild sinni. Brekke (Sverre-sagaens opphav) og
Lárus H. Blöndal (Um uppruna Sverrissögu) hafa rökstutt það og Holm-Olsen
tók undir („Til diskusjonen"). Sbr. þó Sverri Tómasson, Formálar íslenskra
sagnaritara á miðöldum, 388-94; Islensk hókmenntasaga I, 392.